Tveir ástralskir ríkisborgarar eru í haldi liðsmanna hryðjuverkasamtakanna Al-Kaída. Þeim var rænt í Búrkína Fasó í Vestur-Afríku í síðasta mánuði, skammt frá landamærunum að Níger og Malí. Um er að ræða hjón á níræðisaldri.
Vígasamtökin lýstu ráninu á hendur sér á föstudag og sögðust ætla að sleppa konunni án nokkurra skilyrða, þar sem það sé trúarleg skylda þeirra að skaða ekki konur, börn eða eldri borgara.
Fólkið var tekið þegar samtökin réðust inn á hótel í höfuðborginni og skutu 27 manns til bana. Nokkrir liðsmenn voru handteknir í tengslum við árásina en samtökin segjast tilbúin til að sleppa karlmanninum verði liðsmenn þeirra látnir lausir.
