Árið byrjar með krafti í bílasölu Finnur Thorlacius skrifar 4. febrúar 2016 16:49 Mikil sala er í bílum nú, enda mikil þörf orðin á endurnýjun bílaflotans. Sala á nýjum fólks- og sendibílum var 76% meiri í nýliðnum janúar en í sama mánuði 2015 samkvæmt skráningartölum Samgöngustofu. Alls seldist 1.341 bíll í mánuðinum, samanborið við 761 bíl í janúar 2015. Af þeim keyptu einstaklingar og fyrirtæki (án bílaleiga) 846 bíla og bílaleigurnar 495. Eftirtektarvert er að bílaleigurnar keyptu 204 prósentum fleiri bíla í nýliðnum mánuði heldur en í janúar 2015, alls 495 bíla. Hefur orðið mikil breyting á því hvenær árs bílaleigurnar kaupa bíla sína og dreifist það nú mun jafnar um árið en áður var er kaupin áttu sér einungis stað á vorin og snemmsumars. BL ehf. seldi 337 bíla í janúar samanborðið við 173 í sama mánuði 2015 sem er 95% aukning. Toyota seldi 341 bíl og aukningin þar 75%. Hekla seldi 235 bíla og þar var aukningin 130% á milli ára. Af einstökum bíltegundum hjá BL seldist Renault í flestum eintökum, eða 92. Vinsælasta einstaka bílgerðin var hins vegar Nissan Qashqai sem jafnframt var mest seldi sportjeppinn í janúar með 47 selda bíla. Markaðshlutdeild BL var 25,1% í janúar samanborið við 22,7% í sama mánuði fyrir ári. Toyota var með 25,4% hlutdeild og Hekla 17,5%. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent
Sala á nýjum fólks- og sendibílum var 76% meiri í nýliðnum janúar en í sama mánuði 2015 samkvæmt skráningartölum Samgöngustofu. Alls seldist 1.341 bíll í mánuðinum, samanborið við 761 bíl í janúar 2015. Af þeim keyptu einstaklingar og fyrirtæki (án bílaleiga) 846 bíla og bílaleigurnar 495. Eftirtektarvert er að bílaleigurnar keyptu 204 prósentum fleiri bíla í nýliðnum mánuði heldur en í janúar 2015, alls 495 bíla. Hefur orðið mikil breyting á því hvenær árs bílaleigurnar kaupa bíla sína og dreifist það nú mun jafnar um árið en áður var er kaupin áttu sér einungis stað á vorin og snemmsumars. BL ehf. seldi 337 bíla í janúar samanborðið við 173 í sama mánuði 2015 sem er 95% aukning. Toyota seldi 341 bíl og aukningin þar 75%. Hekla seldi 235 bíla og þar var aukningin 130% á milli ára. Af einstökum bíltegundum hjá BL seldist Renault í flestum eintökum, eða 92. Vinsælasta einstaka bílgerðin var hins vegar Nissan Qashqai sem jafnframt var mest seldi sportjeppinn í janúar með 47 selda bíla. Markaðshlutdeild BL var 25,1% í janúar samanborið við 22,7% í sama mánuði fyrir ári. Toyota var með 25,4% hlutdeild og Hekla 17,5%.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent