Umfjöllun og viðtöl: FH - Víkingur 27-22 | FH-ingar með mikilvægan sigur á botnliðinu Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 4. febrúar 2016 20:45 Karolis Stropus í baráttu við Andra Berg Haraldsson. vísir/stefán FH vann fínan sigur á Víkingum, 27-22, í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika, heimavelli FH. Einar Rafn Eiðsson var atkvæðamestur í liði FH og skoraði 11 mörk. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og áttu liðin bæði vandræðum með að skora á upphafsmínútunum. Í stöðunni 3-3 hrukku FH-ingar í gang og komust í 7-4 og síðan í 9-5. Þá tók Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkinga, leikhlé og messaði yfir sínum mönnum. Eftir leikhléið komu Víkingar ákveðnir til leiks og fóru að sýna alvöru varnarleik. Einar Baldvin, var að verja vel í markinu og því small þetta hjá Víkingum. Allt í einu var staðan orðin 10-9 og leikurinn orðinn spennandi á ný. Í hálfleik var staðan síðan 12-11 fyrir FH. Í síðari hálfleik byrjuðu FH-ingar vel og keyrðu þvílíkt í bakið á Víkingum. Fljótlega var staðan orðin 17-14 fyrir heimamenn. Þegar síðari hálfleikurinn var hálfnaður var staðan orðin 21-15 fyrir FH. Liðið breytti um vörn og fór að spila töluvert framliggjandi varnarleik. Það hafði þau áhrifa að Víkingar misstu taktinn og FH-ingar náðu upp góðri forystu. Hana létu þeir ekki af hendi og kláruðu leikinn að lokum nokkuð þægilega 27-22. Víkingar koma ekki sterkur úr hléinu en það eru batamerki á FH-liðinu. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, hefur nýtt tímann vel, en Ágúst Jóhannsson á mikið verk eftir óunnið í Víkinni. Halldór: Hefði alltaf þegið fimm marka sigur fyrirframHalldóri var létt í leikslok.vísir/ernir„Ég er bara mjög ánægður, það er ekkert sjálfgefið að vinna þetta Víkings-lið með fimm mörkum,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir sigurinn. „Þetta var samt mjög skrítin leikur og kannski ekki mikið líf í honum. Ég hefði alltaf þegið fimm marka sigur fyrirfram, klárlega.“ Halldór segir að liðið hafi spila vel á köflum í kvöld og þá sérstaklega varnarlega. „Við vorum að spila á fáum leikmönnum og því voru menn kannski orðnir svolítið þreyttir undir lokin.“ FH-ingar breyttu um vörn um miðjan leik og fóru í 3-3. Víkingar voru í miklum vandræðum með hana. „Já, þeir voru í erfileikum með hana og við eru búnir að vera vinna nokkuð mikið með þessa vörn að undanförnu.“ Ágúst: Bjóst við okkur beittari í kvöldÁgúst Jóhannsson.vísir„Það kom tíu mínútna kafli í síðari hálfleiknum þar sem við missum aðeins taktinn,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkings, eftir leikinn. „Við fórum virkilega illa að ráði okkar þegar þeir breyta um vörn. Þá vörum við illa með færin okkar og gerum okkur seka um tæknifeila sem skapa ódýr mörk úr hraðaupphlaupum fyrir þá.“ Ágúst segir að FH hafi þá náð upp forskoti sem hafi verið of mikið. „Það var gríðarlega dýrt að missa þá svona framúr okkur í síðari hálfleiknum. Við höfum verið að æfa á fullu undanfarnar vikur og spila nokkra æfingaleiki. Ég var því að vonast eftir að við yrðum aðeins beittari í kvöld en því miður tókst það ekki.“ Olís-deild karla Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
FH vann fínan sigur á Víkingum, 27-22, í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika, heimavelli FH. Einar Rafn Eiðsson var atkvæðamestur í liði FH og skoraði 11 mörk. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og áttu liðin bæði vandræðum með að skora á upphafsmínútunum. Í stöðunni 3-3 hrukku FH-ingar í gang og komust í 7-4 og síðan í 9-5. Þá tók Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkinga, leikhlé og messaði yfir sínum mönnum. Eftir leikhléið komu Víkingar ákveðnir til leiks og fóru að sýna alvöru varnarleik. Einar Baldvin, var að verja vel í markinu og því small þetta hjá Víkingum. Allt í einu var staðan orðin 10-9 og leikurinn orðinn spennandi á ný. Í hálfleik var staðan síðan 12-11 fyrir FH. Í síðari hálfleik byrjuðu FH-ingar vel og keyrðu þvílíkt í bakið á Víkingum. Fljótlega var staðan orðin 17-14 fyrir heimamenn. Þegar síðari hálfleikurinn var hálfnaður var staðan orðin 21-15 fyrir FH. Liðið breytti um vörn og fór að spila töluvert framliggjandi varnarleik. Það hafði þau áhrifa að Víkingar misstu taktinn og FH-ingar náðu upp góðri forystu. Hana létu þeir ekki af hendi og kláruðu leikinn að lokum nokkuð þægilega 27-22. Víkingar koma ekki sterkur úr hléinu en það eru batamerki á FH-liðinu. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, hefur nýtt tímann vel, en Ágúst Jóhannsson á mikið verk eftir óunnið í Víkinni. Halldór: Hefði alltaf þegið fimm marka sigur fyrirframHalldóri var létt í leikslok.vísir/ernir„Ég er bara mjög ánægður, það er ekkert sjálfgefið að vinna þetta Víkings-lið með fimm mörkum,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir sigurinn. „Þetta var samt mjög skrítin leikur og kannski ekki mikið líf í honum. Ég hefði alltaf þegið fimm marka sigur fyrirfram, klárlega.“ Halldór segir að liðið hafi spila vel á köflum í kvöld og þá sérstaklega varnarlega. „Við vorum að spila á fáum leikmönnum og því voru menn kannski orðnir svolítið þreyttir undir lokin.“ FH-ingar breyttu um vörn um miðjan leik og fóru í 3-3. Víkingar voru í miklum vandræðum með hana. „Já, þeir voru í erfileikum með hana og við eru búnir að vera vinna nokkuð mikið með þessa vörn að undanförnu.“ Ágúst: Bjóst við okkur beittari í kvöldÁgúst Jóhannsson.vísir„Það kom tíu mínútna kafli í síðari hálfleiknum þar sem við missum aðeins taktinn,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkings, eftir leikinn. „Við fórum virkilega illa að ráði okkar þegar þeir breyta um vörn. Þá vörum við illa með færin okkar og gerum okkur seka um tæknifeila sem skapa ódýr mörk úr hraðaupphlaupum fyrir þá.“ Ágúst segir að FH hafi þá náð upp forskoti sem hafi verið of mikið. „Það var gríðarlega dýrt að missa þá svona framúr okkur í síðari hálfleiknum. Við höfum verið að æfa á fullu undanfarnar vikur og spila nokkra æfingaleiki. Ég var því að vonast eftir að við yrðum aðeins beittari í kvöld en því miður tókst það ekki.“
Olís-deild karla Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira