Opið hús hjá SVFR annað kvöld Karl Lúðvíksson skrifar 4. febrúar 2016 14:03 Stangaveiðifélag Reykjavíkur er með Opið Hús á morgun, föstudaginn 5 febrúar, í húsakynnum SVFR á Rafsstöðvarvegi 14 og að venju er dagskráin fræðandi. Húsið opnar kl 20:00, allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Dagskrá kvöldins er svohljóðandi: 20:17, Þorgils Helgason fer yfir veiðistaði Haukadalsár 20:56, Ólafur Finnbogason fer yfir sína fimm uppáhalds veiðistaði. 21:20, Skemmtinefndin verður með skemmtilega myndagetraun. 21:45, Snögg og laggóð yfirferð yfir Þverá við Haukadalsá í máli og myndum. Nú þegar það eru ekki nema tæpir tveir mánuðir í að veiðin byrji er gaman að hitta veiðifélaga og spá í komandi sumar. Umsóknir um veiðileyfi á ársvæðum félagsins eru 80% fleiri heldur en þær viru fyrir sumarið 2016 sem hlýtur að gefa eindreygnar vísbendingar um að veiðimenn séu bjartsýnir fyrir komandi sumar. Þegar úthlutun veiðileyfa er lokið opnar almenn sala á leyfum en það er víst nokkuð ljóst að bestu bitarnir verða þá líklega þegar farnir. Mest lesið Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Draumadagur veiðimanns við Ytri Rangá Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði
Stangaveiðifélag Reykjavíkur er með Opið Hús á morgun, föstudaginn 5 febrúar, í húsakynnum SVFR á Rafsstöðvarvegi 14 og að venju er dagskráin fræðandi. Húsið opnar kl 20:00, allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Dagskrá kvöldins er svohljóðandi: 20:17, Þorgils Helgason fer yfir veiðistaði Haukadalsár 20:56, Ólafur Finnbogason fer yfir sína fimm uppáhalds veiðistaði. 21:20, Skemmtinefndin verður með skemmtilega myndagetraun. 21:45, Snögg og laggóð yfirferð yfir Þverá við Haukadalsá í máli og myndum. Nú þegar það eru ekki nema tæpir tveir mánuðir í að veiðin byrji er gaman að hitta veiðifélaga og spá í komandi sumar. Umsóknir um veiðileyfi á ársvæðum félagsins eru 80% fleiri heldur en þær viru fyrir sumarið 2016 sem hlýtur að gefa eindreygnar vísbendingar um að veiðimenn séu bjartsýnir fyrir komandi sumar. Þegar úthlutun veiðileyfa er lokið opnar almenn sala á leyfum en það er víst nokkuð ljóst að bestu bitarnir verða þá líklega þegar farnir.
Mest lesið Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Draumadagur veiðimanns við Ytri Rangá Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði