Hvað er Zika? sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 4. febrúar 2016 10:00 Veiran greindist fyrst árið 1947 í Zika frumskóginum í Úganda í Afríku. vísir/epa Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna Zika-veirunnar svokölluðu. Hún dreifir sér hratt og víða og óttast er að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af henni. Biðin eftir bóluefni kann að verða nokkur enda tekur það tíma að fá slík efni samþykkt frá þar til bærum yfirvöldum.En hvað er Zika? Veiran greindist fyrst árið 1947 í Zika frumskóginum í Úganda í Afríku og hefur síðan þá valdið nokkrum minniháttar faröldrum í Afríku og Asíu. Hún lét fyrst til sín taka af alvöru árið 2007 þegar um 75 prósent íbúa á eyjunni Yap í Mikrónesíu, sem er vestast í Kyrrahafi, sýktust. Veiran færði svo út kvíarnar og greindist á Páskaeyju í Suður-Ameríku í mars 2014. Í maí síðastliðnum staðfestu yfirvöld í Brasilíu að veiran hefði greinst í norðausturhluta landsins og hefur hún síðan þá dreift sér víðar um heiminn, en þó aðallega í Mið- og Suður-Ameríku. Zika-veiran berst með moskítóflugum af tegundinni Aedes.Hver eru einkennin? Vægur hiti, útbrot, tárubólga, vöðva- eða liðverkir og almennur slappleiki eru helstu einkenni sýkingarinnar. Þau gera oftast vart við sig tveimur til sjö dögum eftir bit og standa yfir í jafn langan tíma en einungis einn af hverjum fjórum finnur fyrir einkennum. Þá eru jafnframt vísbendingar um að veiran valdi fósturskaða þannig að börn fæðist vansköpuð, eða með svokallað dverghöfuð.Hvernig smitast veiran? Veiran smitast með biti moskítóflugunnar en jafnframt leikur grunur á að hún geti smitast við kynmök. Eitt slíkt dæmi hefur komið upp, en það var í Bandaríkjunum og hafði sá smitaði verið á ferðalagi þar sem faraldurinn geisar. Veiran fannst í sæði sjúklingsins.Er til lækning við sjúkdómnum? Engin lækning er til við sjúkdómnum en unnið er að því að þróa bóluefni. Hann er meðhöndlaður líkt og flensa, meðal annars með hita- og verkjastillandi lyfjum. Þá er mælt með að fólk drekki mikið af vatni til að koma í veg fyrir ofþornun. Ekkert bendir til þess að veiran valdi dauðsföllum. Hins vegar getur hún haft alvarleg áhrif á fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Allir þeir sem búa á svæðum þar sem moskítóflugan lifir eiga á hættu að verða fyrir smiti.Hvernig er hægt að greina veiruna? Greiningin er fyrst og fremst gerð út frá einkennum og faraldsfræðilegum aðstæðum. Þá er það jafnframt gert með blóðprufu, en hún greinist einungis í blóði fyrstu þrjá til fimm dagana.Veiran er sögð nokkuð hættulítil, en barnshafandi konum hefur þó verið ráðið frá því að ferðast til Suður-Ameríku. Zíka Tengdar fréttir Hugsanlega áratugur í mótefni við Zika Bandarískir vísindamenn telja að það geti tekið allt að tíu ár að þróa og fá samþykkt mótefni við Zika-vírusnum svokallaða 27. janúar 2016 21:09 Bóluefni við Zika-veirunni mögulega tilbúið fyrir árslok Kanadískur vísindamaður segir það vel mögulegt að framleiða bóluefni við Zika-veirunni mun fyrr en áður var talið. 29. janúar 2016 16:27 Tilfelli zika-veirunnar koma upp í Svíþjóð og Danmörku Þeir smituðu eru nýkomnir heim eftir að hafa ferðast til til Mið- og Suður-Ameríku þar sem veiran hefur breiðst hratt út. 27. janúar 2016 07:25 Spáir að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af Zika-veirunni Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur sett saman sérstakt neyðarteymi vegna hraðrar útbreiðslu Zika-veirunnar í Mið- og Suður-Ameríku. 28. janúar 2016 14:52 Zika vírusinn fannst í Texas Zika vírusinn, sem breiðist nú hratt út um Suður Ameríku hefur nú fundist í manneskju í Texas í Bandaríkjunum. Hingað til hafa flestöll tilfelli sjúkdómsins borist í menn í gegnum bit moskítóflugunnar en í tilfellinu í Texas virðist vírusinn hafa smitast í gegnum kynmök, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. 3. febrúar 2016 07:03 Óttast fjölgun ólöglegra fóstureyðinga vegna Zika Yfirvöld í Suður-Ameríku hvött til að endurskoða reglur um getnaðarvarnir og fóstureyðingar. 30. janúar 2016 13:38 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna Zika-veirunnar svokölluðu. Hún dreifir sér hratt og víða og óttast er að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af henni. Biðin eftir bóluefni kann að verða nokkur enda tekur það tíma að fá slík efni samþykkt frá þar til bærum yfirvöldum.En hvað er Zika? Veiran greindist fyrst árið 1947 í Zika frumskóginum í Úganda í Afríku og hefur síðan þá valdið nokkrum minniháttar faröldrum í Afríku og Asíu. Hún lét fyrst til sín taka af alvöru árið 2007 þegar um 75 prósent íbúa á eyjunni Yap í Mikrónesíu, sem er vestast í Kyrrahafi, sýktust. Veiran færði svo út kvíarnar og greindist á Páskaeyju í Suður-Ameríku í mars 2014. Í maí síðastliðnum staðfestu yfirvöld í Brasilíu að veiran hefði greinst í norðausturhluta landsins og hefur hún síðan þá dreift sér víðar um heiminn, en þó aðallega í Mið- og Suður-Ameríku. Zika-veiran berst með moskítóflugum af tegundinni Aedes.Hver eru einkennin? Vægur hiti, útbrot, tárubólga, vöðva- eða liðverkir og almennur slappleiki eru helstu einkenni sýkingarinnar. Þau gera oftast vart við sig tveimur til sjö dögum eftir bit og standa yfir í jafn langan tíma en einungis einn af hverjum fjórum finnur fyrir einkennum. Þá eru jafnframt vísbendingar um að veiran valdi fósturskaða þannig að börn fæðist vansköpuð, eða með svokallað dverghöfuð.Hvernig smitast veiran? Veiran smitast með biti moskítóflugunnar en jafnframt leikur grunur á að hún geti smitast við kynmök. Eitt slíkt dæmi hefur komið upp, en það var í Bandaríkjunum og hafði sá smitaði verið á ferðalagi þar sem faraldurinn geisar. Veiran fannst í sæði sjúklingsins.Er til lækning við sjúkdómnum? Engin lækning er til við sjúkdómnum en unnið er að því að þróa bóluefni. Hann er meðhöndlaður líkt og flensa, meðal annars með hita- og verkjastillandi lyfjum. Þá er mælt með að fólk drekki mikið af vatni til að koma í veg fyrir ofþornun. Ekkert bendir til þess að veiran valdi dauðsföllum. Hins vegar getur hún haft alvarleg áhrif á fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Allir þeir sem búa á svæðum þar sem moskítóflugan lifir eiga á hættu að verða fyrir smiti.Hvernig er hægt að greina veiruna? Greiningin er fyrst og fremst gerð út frá einkennum og faraldsfræðilegum aðstæðum. Þá er það jafnframt gert með blóðprufu, en hún greinist einungis í blóði fyrstu þrjá til fimm dagana.Veiran er sögð nokkuð hættulítil, en barnshafandi konum hefur þó verið ráðið frá því að ferðast til Suður-Ameríku.
Zíka Tengdar fréttir Hugsanlega áratugur í mótefni við Zika Bandarískir vísindamenn telja að það geti tekið allt að tíu ár að þróa og fá samþykkt mótefni við Zika-vírusnum svokallaða 27. janúar 2016 21:09 Bóluefni við Zika-veirunni mögulega tilbúið fyrir árslok Kanadískur vísindamaður segir það vel mögulegt að framleiða bóluefni við Zika-veirunni mun fyrr en áður var talið. 29. janúar 2016 16:27 Tilfelli zika-veirunnar koma upp í Svíþjóð og Danmörku Þeir smituðu eru nýkomnir heim eftir að hafa ferðast til til Mið- og Suður-Ameríku þar sem veiran hefur breiðst hratt út. 27. janúar 2016 07:25 Spáir að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af Zika-veirunni Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur sett saman sérstakt neyðarteymi vegna hraðrar útbreiðslu Zika-veirunnar í Mið- og Suður-Ameríku. 28. janúar 2016 14:52 Zika vírusinn fannst í Texas Zika vírusinn, sem breiðist nú hratt út um Suður Ameríku hefur nú fundist í manneskju í Texas í Bandaríkjunum. Hingað til hafa flestöll tilfelli sjúkdómsins borist í menn í gegnum bit moskítóflugunnar en í tilfellinu í Texas virðist vírusinn hafa smitast í gegnum kynmök, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. 3. febrúar 2016 07:03 Óttast fjölgun ólöglegra fóstureyðinga vegna Zika Yfirvöld í Suður-Ameríku hvött til að endurskoða reglur um getnaðarvarnir og fóstureyðingar. 30. janúar 2016 13:38 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Hugsanlega áratugur í mótefni við Zika Bandarískir vísindamenn telja að það geti tekið allt að tíu ár að þróa og fá samþykkt mótefni við Zika-vírusnum svokallaða 27. janúar 2016 21:09
Bóluefni við Zika-veirunni mögulega tilbúið fyrir árslok Kanadískur vísindamaður segir það vel mögulegt að framleiða bóluefni við Zika-veirunni mun fyrr en áður var talið. 29. janúar 2016 16:27
Tilfelli zika-veirunnar koma upp í Svíþjóð og Danmörku Þeir smituðu eru nýkomnir heim eftir að hafa ferðast til til Mið- og Suður-Ameríku þar sem veiran hefur breiðst hratt út. 27. janúar 2016 07:25
Spáir að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af Zika-veirunni Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur sett saman sérstakt neyðarteymi vegna hraðrar útbreiðslu Zika-veirunnar í Mið- og Suður-Ameríku. 28. janúar 2016 14:52
Zika vírusinn fannst í Texas Zika vírusinn, sem breiðist nú hratt út um Suður Ameríku hefur nú fundist í manneskju í Texas í Bandaríkjunum. Hingað til hafa flestöll tilfelli sjúkdómsins borist í menn í gegnum bit moskítóflugunnar en í tilfellinu í Texas virðist vírusinn hafa smitast í gegnum kynmök, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. 3. febrúar 2016 07:03
Óttast fjölgun ólöglegra fóstureyðinga vegna Zika Yfirvöld í Suður-Ameríku hvött til að endurskoða reglur um getnaðarvarnir og fóstureyðingar. 30. janúar 2016 13:38