Renault Zoe mest seldi rafmagnsbíll Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 3. febrúar 2016 14:00 Renault Zoe rafmagnsbíllinn. Renault Zoe seldist í 18.453 eintökum í Evrópu á síðasta ári og var söluhæsti einstaka rafmagnsbíll álfunnar. Heildarsala Zoe í heiminum öllum var 23.086 og var hann ekki söluhæsti rafmagnsbíll heims þar sem til dæmis Nissan Leaf og Tesla Model S seldust í mun fleiri eintökum. Renault Zoe var langsöluhæsti rafmagnsbíll Frakklands, með 48,1% markaðshlutdeild. Síðasta útgáfa Renault Zoe kemst 240 km á fullri hleðslu og jókst drægni hans um 25 kílómetra frá fyrri gerð bílsins. Renault hefur selt alls 62.228 rafmagnsbíla frá árinu 2010. Heildarsala rafmagnsbíla í Evrópu á síðasta ári var 97.687 bílar og jókst um 47,8% frá árinu áður. Engu að síður er það aðeins 0,61% af heildarsölu bíla í Evrópu í fyrra. Ef að vöxtur í rafmagnsbílasölu vex jafn hratt á þessu ári og því síðasta má búast við um 145.000 bíla sölu og að rafmagnsbílar nái um 0,9% hlutdeild í heildarsölu. Það er því langt í land að rafmagnsbílar teljist til stórrar hlutdeildar í sölu bíla og það í Evrópu, sem er þó einna móttækilegust fyrir slíkum bílum. Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent
Renault Zoe seldist í 18.453 eintökum í Evrópu á síðasta ári og var söluhæsti einstaka rafmagnsbíll álfunnar. Heildarsala Zoe í heiminum öllum var 23.086 og var hann ekki söluhæsti rafmagnsbíll heims þar sem til dæmis Nissan Leaf og Tesla Model S seldust í mun fleiri eintökum. Renault Zoe var langsöluhæsti rafmagnsbíll Frakklands, með 48,1% markaðshlutdeild. Síðasta útgáfa Renault Zoe kemst 240 km á fullri hleðslu og jókst drægni hans um 25 kílómetra frá fyrri gerð bílsins. Renault hefur selt alls 62.228 rafmagnsbíla frá árinu 2010. Heildarsala rafmagnsbíla í Evrópu á síðasta ári var 97.687 bílar og jókst um 47,8% frá árinu áður. Engu að síður er það aðeins 0,61% af heildarsölu bíla í Evrópu í fyrra. Ef að vöxtur í rafmagnsbílasölu vex jafn hratt á þessu ári og því síðasta má búast við um 145.000 bíla sölu og að rafmagnsbílar nái um 0,9% hlutdeild í heildarsölu. Það er því langt í land að rafmagnsbílar teljist til stórrar hlutdeildar í sölu bíla og það í Evrópu, sem er þó einna móttækilegust fyrir slíkum bílum.
Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent