Ævintýri Noels komin í heimsfréttirnar Jakob Bjarnar skrifar 3. febrúar 2016 11:54 Siglfirðingar eiga nú hvert bein í Noel. Lesendur Vísis hafa fengið að fylgjast með hremmingum og ævintýrum Noel Santillans, hins unga ferðamanns frá New Jersey, sem villtist alla leið norður til Siglufjarðar en fyrsti áfangastaður átti reyndar að vera Reykjavík, hvar hann átti pantað hótelherbergi. Vísir birti viðtal við þennan viðkunnanlega Bandaríkjamann, sem á nú hug og hjörtu gestrisinna Siglfirðinga. Ævintýri Noels hafa hins vegar spurst út fyrir landsteina og þannig greinir BBC frá hremmingum Noels og byggir á fréttum Vísis af málinu. BBC hefur nú greint frá ævintýrum Noels á Íslandi. BBC virðist vera með ágætan íslenskumann á sínum snærum því frásögnin er allnákvæm. En, reyndar má líta til þess að IcelandMag, sem er öðrum þræði ensk útgáfa Vísis, hefur jafnframt greint frá ævintýrum Noels, en í styttra máli en lesa má á BBC. Þá er vitnað í Sirrý Laxdal sem greindi Vísi frá því að Noel þætti það skondið að vera orðinn frægur á Íslandi: „Mr Santillan is in no real hurry to return to the capital. Visir's latest update notes that he has visited the local herring museum and sampled the local putrefied fish delicacy. "He was really surprised when I told him this morning that he was famous in Iceland now. He thought it was funny," hotel receptionist Sirry Laxdal said. Talandi um frægð má framlengja hana og segja að nú hafi Noel öðlast heimsfrægð, þá sé litið til frásagnar BBC af málinu. Ferðamennska á Íslandi Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Noel eins og blóm í eggi á Siglufirði Ævintýramaðurinn Noel fékk sér kjötsúpu í hádeginu og í gær smakkaði hann hákarl og harðfisk. 2. febrúar 2016 14:18 Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19 Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Lesendur Vísis hafa fengið að fylgjast með hremmingum og ævintýrum Noel Santillans, hins unga ferðamanns frá New Jersey, sem villtist alla leið norður til Siglufjarðar en fyrsti áfangastaður átti reyndar að vera Reykjavík, hvar hann átti pantað hótelherbergi. Vísir birti viðtal við þennan viðkunnanlega Bandaríkjamann, sem á nú hug og hjörtu gestrisinna Siglfirðinga. Ævintýri Noels hafa hins vegar spurst út fyrir landsteina og þannig greinir BBC frá hremmingum Noels og byggir á fréttum Vísis af málinu. BBC hefur nú greint frá ævintýrum Noels á Íslandi. BBC virðist vera með ágætan íslenskumann á sínum snærum því frásögnin er allnákvæm. En, reyndar má líta til þess að IcelandMag, sem er öðrum þræði ensk útgáfa Vísis, hefur jafnframt greint frá ævintýrum Noels, en í styttra máli en lesa má á BBC. Þá er vitnað í Sirrý Laxdal sem greindi Vísi frá því að Noel þætti það skondið að vera orðinn frægur á Íslandi: „Mr Santillan is in no real hurry to return to the capital. Visir's latest update notes that he has visited the local herring museum and sampled the local putrefied fish delicacy. "He was really surprised when I told him this morning that he was famous in Iceland now. He thought it was funny," hotel receptionist Sirry Laxdal said. Talandi um frægð má framlengja hana og segja að nú hafi Noel öðlast heimsfrægð, þá sé litið til frásagnar BBC af málinu.
Ferðamennska á Íslandi Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Noel eins og blóm í eggi á Siglufirði Ævintýramaðurinn Noel fékk sér kjötsúpu í hádeginu og í gær smakkaði hann hákarl og harðfisk. 2. febrúar 2016 14:18 Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19 Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Noel eins og blóm í eggi á Siglufirði Ævintýramaðurinn Noel fékk sér kjötsúpu í hádeginu og í gær smakkaði hann hákarl og harðfisk. 2. febrúar 2016 14:18
Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19
Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43