Meira íslenskt, takk Jónas Sen skrifar 3. febrúar 2016 15:30 Í dómnum kemur fram ánægja með flutning Eddu á öllum verkunum. Vísir/Anton Brink Tónlist Píanótónleikar Edda Erlendsdóttir flutti verk eftir Dutilleux, Debussy, Hafliða Hallgrímsson, Úlf Hansson og Tómas Manoury Norðurljós í Hörpu Föstudaginn 29. janúar Á tónleikum Myrkra músíkdaga í Norðurljósum í Hörpu á föstudaginn sat virðuleg kona við flygil. Á móti henni stóð ungur maður við fartölvu. Þetta voru Edda Erlendsdóttir og sonur hennar, Tómas Manoury, að frumflytja verk eftir þann síðarnefnda. Edda lék alvörugefna hljóma sem fóru inn í tölvuna með aðstoð míkrófóns. Þaðan var þeim skotið út aftur, furðulega umbreyttum. Þeir voru m.a. oft öfugir, og stundum með bergmáli. Náttúruhljóð flygilsins og hin tölvugerða útgáfa þeirra mynduðu fallega heild sem var þrungin ljóðrænu. Þetta var eins konar samtal sem var dýnamískt og lifandi. Útkoman var hástemmd og áhugaverð. Ég tók ekki tímann á verki Tómasar, en það var ekki langt. Önnur tónsmíð, álíka löng, var frumflutt á tónleikunum. Hún hét Innstirni og var eftir Úlf Hansson. Hún var allt öðruvísi. Tónlistin var melódísk, það var í henni framvinda, atburðarás sem þróaðist eðlilega. Þótt tónmálið væri ekki djassskotið, var andi djassins einhvern veginn ekki fjarri. Manni datt í hug Keith Jarrett, stemningin var svipuð. Þó var músíkin síður en svo einhver stæling. Það var í henni dýpt og ferskleiki sem var heillandi. Úlfur er tónskáld sem liggur greinilega mikið á hjarta. Restin af dagskránni var ekki eins kræsileg. Myrkir músíkdagar hafa verið skilgreindir sem uppskeruhátíð íslenskra tónskálda, og þannig eiga þeir að vera. Á heimasíðu hátíðarinnar stendur að „meginþorri verkanna eru frumflutt á hátíðinni“. Sú var ekki raunin hér. Varla er eins forvitnilegt að heyra prelúdíur eftir Dutilleux frá 1973-1988, hvað þá þrjár etýður eftir Debussy, sem eru miklu eldri. Þetta er tónlist sem má kynnast á YouTube. Það eru nýju íslensku verkin sem á að bera á borð á Myrkum músíkdögum. Edda má þó eiga það að Dutilleux og Debussy voru prýðilegir í meðförum hennar. Einnig fimm stykki fyrir píanó frá árinu 1971 eftir Hafliða Hallgrímsson. Þau síðastnefndu voru blæbrigðarík og full af óvæntum uppákomum. En var ekki hægt að finna eitthvað nýrra eftir Hafliða?Niðurstaða: Tvö ný verk voru virkilega spennandi, en restin hefði mátt vera nýrri. Þetta voru jú Myrkir músíkdagar! Menning Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Tónlist Píanótónleikar Edda Erlendsdóttir flutti verk eftir Dutilleux, Debussy, Hafliða Hallgrímsson, Úlf Hansson og Tómas Manoury Norðurljós í Hörpu Föstudaginn 29. janúar Á tónleikum Myrkra músíkdaga í Norðurljósum í Hörpu á föstudaginn sat virðuleg kona við flygil. Á móti henni stóð ungur maður við fartölvu. Þetta voru Edda Erlendsdóttir og sonur hennar, Tómas Manoury, að frumflytja verk eftir þann síðarnefnda. Edda lék alvörugefna hljóma sem fóru inn í tölvuna með aðstoð míkrófóns. Þaðan var þeim skotið út aftur, furðulega umbreyttum. Þeir voru m.a. oft öfugir, og stundum með bergmáli. Náttúruhljóð flygilsins og hin tölvugerða útgáfa þeirra mynduðu fallega heild sem var þrungin ljóðrænu. Þetta var eins konar samtal sem var dýnamískt og lifandi. Útkoman var hástemmd og áhugaverð. Ég tók ekki tímann á verki Tómasar, en það var ekki langt. Önnur tónsmíð, álíka löng, var frumflutt á tónleikunum. Hún hét Innstirni og var eftir Úlf Hansson. Hún var allt öðruvísi. Tónlistin var melódísk, það var í henni framvinda, atburðarás sem þróaðist eðlilega. Þótt tónmálið væri ekki djassskotið, var andi djassins einhvern veginn ekki fjarri. Manni datt í hug Keith Jarrett, stemningin var svipuð. Þó var músíkin síður en svo einhver stæling. Það var í henni dýpt og ferskleiki sem var heillandi. Úlfur er tónskáld sem liggur greinilega mikið á hjarta. Restin af dagskránni var ekki eins kræsileg. Myrkir músíkdagar hafa verið skilgreindir sem uppskeruhátíð íslenskra tónskálda, og þannig eiga þeir að vera. Á heimasíðu hátíðarinnar stendur að „meginþorri verkanna eru frumflutt á hátíðinni“. Sú var ekki raunin hér. Varla er eins forvitnilegt að heyra prelúdíur eftir Dutilleux frá 1973-1988, hvað þá þrjár etýður eftir Debussy, sem eru miklu eldri. Þetta er tónlist sem má kynnast á YouTube. Það eru nýju íslensku verkin sem á að bera á borð á Myrkum músíkdögum. Edda má þó eiga það að Dutilleux og Debussy voru prýðilegir í meðförum hennar. Einnig fimm stykki fyrir píanó frá árinu 1971 eftir Hafliða Hallgrímsson. Þau síðastnefndu voru blæbrigðarík og full af óvæntum uppákomum. En var ekki hægt að finna eitthvað nýrra eftir Hafliða?Niðurstaða: Tvö ný verk voru virkilega spennandi, en restin hefði mátt vera nýrri. Þetta voru jú Myrkir músíkdagar!
Menning Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira