Ferðaþjónusta í hvað örustum vexti á Íslandi og í Króatíu ingvar haraldsson skrifar 3. febrúar 2016 10:45 Darren Huston segir ferðaþjónustu vaxa tvöfalt hraðar en landsframleiðslu í heiminum. vísir/stefán „Ísland er líklega mest spennandi markaðurinn í Evrópu hvað varðar árlegan vöxt, og mig langaði að koma hingað og sjá með eigin augum hvað væri í gangi,“ segir Darren Huston, forstjóri bandarísku samstæðunnar Priceline Group, stærsta seljanda ferðalaga á netinu í heiminum. Huston segir Ísland og Króatíu vera þau tvö Evrópuríki sem hafa verið í örustum vexti. „Sölutölur okkar hér hafa verið frábærar, þó þetta sé augljóslega enn lítill markaður. Okkur langaði að komast að því hvernig við gætum sinnt markaðnum og samstarfsaðilum okkar hér vel,“ segir Huston en samstæðan rekur hótelbókunarsíðuna Booking.com hér á landi. Samstæðan velti jafnvirði um þúsund milljarða íslenskra króna árið 2014 og rekur einnig bókunarsíðurnar Kayak, Rental cars og Open table. Ástæður fyrir auknum vinsældum Íslands eru margþættar að sögn Hustons. „Þetta snýst alltaf um hænuna og eggið,“ bendir hann á. Framboð á flugi, sérstaklega lággjaldaflugi, hafi aukist verulega. Þá hafi gistimöguleikum einnig fjölgað verulega. Auk þess hafi áhugi á náttúruferðamennsku aukist verulega. „Ísland er mjög friðsæll og fagur staður. Afskekktari áfangastaðir eru að verða vinsælli,“ segir hann. Fleiri vilji fara í annars konar ferðir en til Parísar, Lundúna eða Rómar. Huston bendir á að internetið hafi breytt gríðarlega miklu í ferðaþjónustunni líkt og í öðrum atvinnugreinum. Hefði hann viljað heimsækja Ísland fyrir 20 árum hefði hann þurft að gera sér ferð á ferðaskrifstofu til að bóka ferðina. Þá hefði hann líklega pantað gistingu hjá þekktu vörumerki og fengið ráð í gegnum vini og kunningja sem heimsótt hefðu Íslandi um. „Tuttugu árum síðar bjóðum við upp á þúsund gististaði á Ísland, þar sem allar upplýsingar eru þýddar á fjölmörg tungumál, með að meðaltali sextíu staðfestar umsagnir hver. Þannig að þú sérð hvað aðrir gestir hafa gert,“ segir Huston. Þessi þróun hafi búið til fjölda tækifæra en einnig veitt neytendum gífurleg völd. „Netið er miskunnarlaust að því leyti að bjóðir þú upp á slæma vöru þá veit fólk í Peking af því en ef þú býður upp á frábæra vöru og sinnir viðskiptavinum vel þá kemur það í ljós.“ Þá bendir Huston á að ferðaþjónusta sé vaxandi atvinnugrein um allan heim. „Ferðaþjónusta er að vaxa tvöfalt hraðar en landsframleiðsla heimsins og á fallegum stöðum eins og Íslandi getur það verið drifkraftur hagkerfisins, því fólk á auðveldara með að fara á fjarlægari og meira framandi áfangastaði en áður.“ Fréttir af flugi Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Ísland er líklega mest spennandi markaðurinn í Evrópu hvað varðar árlegan vöxt, og mig langaði að koma hingað og sjá með eigin augum hvað væri í gangi,“ segir Darren Huston, forstjóri bandarísku samstæðunnar Priceline Group, stærsta seljanda ferðalaga á netinu í heiminum. Huston segir Ísland og Króatíu vera þau tvö Evrópuríki sem hafa verið í örustum vexti. „Sölutölur okkar hér hafa verið frábærar, þó þetta sé augljóslega enn lítill markaður. Okkur langaði að komast að því hvernig við gætum sinnt markaðnum og samstarfsaðilum okkar hér vel,“ segir Huston en samstæðan rekur hótelbókunarsíðuna Booking.com hér á landi. Samstæðan velti jafnvirði um þúsund milljarða íslenskra króna árið 2014 og rekur einnig bókunarsíðurnar Kayak, Rental cars og Open table. Ástæður fyrir auknum vinsældum Íslands eru margþættar að sögn Hustons. „Þetta snýst alltaf um hænuna og eggið,“ bendir hann á. Framboð á flugi, sérstaklega lággjaldaflugi, hafi aukist verulega. Þá hafi gistimöguleikum einnig fjölgað verulega. Auk þess hafi áhugi á náttúruferðamennsku aukist verulega. „Ísland er mjög friðsæll og fagur staður. Afskekktari áfangastaðir eru að verða vinsælli,“ segir hann. Fleiri vilji fara í annars konar ferðir en til Parísar, Lundúna eða Rómar. Huston bendir á að internetið hafi breytt gríðarlega miklu í ferðaþjónustunni líkt og í öðrum atvinnugreinum. Hefði hann viljað heimsækja Ísland fyrir 20 árum hefði hann þurft að gera sér ferð á ferðaskrifstofu til að bóka ferðina. Þá hefði hann líklega pantað gistingu hjá þekktu vörumerki og fengið ráð í gegnum vini og kunningja sem heimsótt hefðu Íslandi um. „Tuttugu árum síðar bjóðum við upp á þúsund gististaði á Ísland, þar sem allar upplýsingar eru þýddar á fjölmörg tungumál, með að meðaltali sextíu staðfestar umsagnir hver. Þannig að þú sérð hvað aðrir gestir hafa gert,“ segir Huston. Þessi þróun hafi búið til fjölda tækifæra en einnig veitt neytendum gífurleg völd. „Netið er miskunnarlaust að því leyti að bjóðir þú upp á slæma vöru þá veit fólk í Peking af því en ef þú býður upp á frábæra vöru og sinnir viðskiptavinum vel þá kemur það í ljós.“ Þá bendir Huston á að ferðaþjónusta sé vaxandi atvinnugrein um allan heim. „Ferðaþjónusta er að vaxa tvöfalt hraðar en landsframleiðsla heimsins og á fallegum stöðum eins og Íslandi getur það verið drifkraftur hagkerfisins, því fólk á auðveldara með að fara á fjarlægari og meira framandi áfangastaði en áður.“
Fréttir af flugi Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira