"Óstöðugt“ vitni lætur af störfum skjóðan skrifar 3. febrúar 2016 09:00 vísir/stefán Fram til þessa hefur „uppgjörið“ við hrunið falist í því að nokkrir stjórnendur og eigendur gömlu bankanna hafa verið leiddir fyrir dómara og dæmdir í fangelsi. Meðölin til að ná fram sakfellingu hafa ekki verið af vandaðra taginu. Stjórnvöld, eftirlitsaðilar og fjórða valdið hafa haft augun límd á baksýnisspeglinum á sama tíma og hvers kyns lögbrot og subbuskapur viðgengst í endurreistu bankakerfi. Stóru bankarnir þrír hafa leyst til sín eignir viðskiptavina gömlu bankanna á færibandi og ráðstafað þeim til nýrra eigenda, sem gjarnan eru vel tengdir og venslaðir vildarvinir bankamannanna, sem með eignirnar fara, eða ráðamanna. Borgunarmálið er kennslubókardæmi, sem eflaust á eftir að rata fyrir dómstóla með óvæntum afleiðingum fyrir þá sem hingað til hafa verið þess fullvissir að réttlætisgyðjan muni aldrei beina sjónum sínum frá gömlu bankamönnunum. En Borgunarmálið er ekki einsdæmi. Landsbankinn seldi Setbergslandið á vildarkjörum til handvalinna kaupenda. Dæmin eru miklu fleiri. Arion banki hefur verið liðtækur við vafasama ráðstöfun eigna. Nú hafa bankinn og framkvæmdastjóri fjárfestingasviðs bankans „í sameiningu“ ákveðið að framkvæmdastjórinn láti af störfum. Í síðustu viku voru fyrrum yfirmenn framkvæmdastjórans fráfarandi sýknaðir af ákæru um umboðssvik. Héraðsdómur sagði að framburður framkvæmdastjórans væri „óstöðugur“. Á venjulegri íslensku þýðir þetta að framkvæmdastjórinn fráfarandi fór með rangan vitnisburð fyrir dómi. Þá tugtaði héraðsdómur ákæruvaldið fyrir að leggja fram 6.000 blaðsíður þar sem gögn voru í belg og biðu og óflokkuð. Ákæruvaldið reyndi sumsé að blekkja og villa um fyrir dómurum með því að kaffæra þá í skjölum og halda eftir gögnum sem sýndu fram á sakleysi hinna ákærðu ásamt því að byggt var á röngum vitnisburði lykilvitnis. Það var ekki fyrr en hinir ákærðu fengu loks að komast í gögn málsins að fram komu upplýsingar sem sýndu fram á meint innherjasvik hins „óstöðuga“ vitnis ákæruvaldsins er það seldi hlutabréf sín í Kaupþingi í byrjun október 2008. FME rannsakar nú það mál. Í Al Thani málinu fengu verjendur og ákærðu ekki aðgang að öllum gögnum málsins. Sakfelling var byggð á framburði hins „óstöðuga“ vitnis og pappírsflóði sem ákæruvaldið dembdi yfir dómarana. Í ljósi sýknudómsins í síðustu viku orkar sakfellingin í Al Thani málinu í besta falli mjög tvímælis. Ströng viðurlög eru við röngum sakargiftum. Saksóknarar og rannsóknaraðilar geta orðið uppvísir að slíku athæfi, t.d. með því að halda eftir gögnum, sem benda til sakleysis ákærðra og leiða vísvitandi fyrir dóm „óstöðugt“ vitni í þeim tilgangi að fá ákærðu ranglega dæmda. Dómarar sem hafa leyft saksóknurum að halda eftir gögnum í hrunmálum hljóta að verða krafðir um skýringar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.Árétting frá LandsbankanumÍ Skjóðunni, pistli sem ritaður er undir nafnleynd í Markaðinum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, var því haldið fram í gær að Landsbankinn hafi selt Setbergslandið í Garðabæ á vildarkjörum til handvalinna kaupenda.Þetta er alrangt.Landsbankinn yfirtók Setbergslandið í desember 2011 og var yfirtakan hluti af skuldauppgjöri við fyrrum eiganda landsins. Setbergslandið var því svokölluð fullnustueign en Hömlur, dótturfélag Landsbankans, ber ábyrgð á umsýslu og sölu fullnustueigna bankans. Auglýsing um að Setbergslandið væri til sölu var upphaflega sett á vef Hamla (www.homlur.is) í október 2013. Það var jafnframt sett á skrá hjá nokkrum fasteignasölum og upplýsingar um að landið væri til sölu birtust m.a. á fasteignavefjum mbl.is og visir.is. Aðrar sambærilegar eignir hafa verið auglýstar með sama hætti.Hömlur hafa tvisvar sinnum tekið tilboðum í Setbergslandið. Í janúar 2015 tóku Hömlur tilboði í landið með fyrirvörum af hálfu kaupenda. Um þessi viðskipti var fjallað í fjölmiðlum. Í maí upplýstu þeir sem gerðu tilboðið að þeir myndu ekki standa við tilboð sitt. Í sama mánuði var eignin aftur boðin til sölu, með sama hætti og fyrr. Annað tilboð, frá öðrum fjárfestum, barst í Setbergslandið í lok árs 2015. Þetta tilboð samþykktu Hömlur og er eignin nú seld. Upphæðin sem var boðin fyrir landið var álíka há og fyrra tilboðið hljóðaði upp á.Setbergslandið hafði verið til sölu í um tvö ár áður en það var selt og upplýsingar um landið væri til sölu lágu fyrir opinberlega í um tvö ár áður en það var selt. Ummælin í Skjóðunni dæma sig sjálf. Skjóðan Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Fram til þessa hefur „uppgjörið“ við hrunið falist í því að nokkrir stjórnendur og eigendur gömlu bankanna hafa verið leiddir fyrir dómara og dæmdir í fangelsi. Meðölin til að ná fram sakfellingu hafa ekki verið af vandaðra taginu. Stjórnvöld, eftirlitsaðilar og fjórða valdið hafa haft augun límd á baksýnisspeglinum á sama tíma og hvers kyns lögbrot og subbuskapur viðgengst í endurreistu bankakerfi. Stóru bankarnir þrír hafa leyst til sín eignir viðskiptavina gömlu bankanna á færibandi og ráðstafað þeim til nýrra eigenda, sem gjarnan eru vel tengdir og venslaðir vildarvinir bankamannanna, sem með eignirnar fara, eða ráðamanna. Borgunarmálið er kennslubókardæmi, sem eflaust á eftir að rata fyrir dómstóla með óvæntum afleiðingum fyrir þá sem hingað til hafa verið þess fullvissir að réttlætisgyðjan muni aldrei beina sjónum sínum frá gömlu bankamönnunum. En Borgunarmálið er ekki einsdæmi. Landsbankinn seldi Setbergslandið á vildarkjörum til handvalinna kaupenda. Dæmin eru miklu fleiri. Arion banki hefur verið liðtækur við vafasama ráðstöfun eigna. Nú hafa bankinn og framkvæmdastjóri fjárfestingasviðs bankans „í sameiningu“ ákveðið að framkvæmdastjórinn láti af störfum. Í síðustu viku voru fyrrum yfirmenn framkvæmdastjórans fráfarandi sýknaðir af ákæru um umboðssvik. Héraðsdómur sagði að framburður framkvæmdastjórans væri „óstöðugur“. Á venjulegri íslensku þýðir þetta að framkvæmdastjórinn fráfarandi fór með rangan vitnisburð fyrir dómi. Þá tugtaði héraðsdómur ákæruvaldið fyrir að leggja fram 6.000 blaðsíður þar sem gögn voru í belg og biðu og óflokkuð. Ákæruvaldið reyndi sumsé að blekkja og villa um fyrir dómurum með því að kaffæra þá í skjölum og halda eftir gögnum sem sýndu fram á sakleysi hinna ákærðu ásamt því að byggt var á röngum vitnisburði lykilvitnis. Það var ekki fyrr en hinir ákærðu fengu loks að komast í gögn málsins að fram komu upplýsingar sem sýndu fram á meint innherjasvik hins „óstöðuga“ vitnis ákæruvaldsins er það seldi hlutabréf sín í Kaupþingi í byrjun október 2008. FME rannsakar nú það mál. Í Al Thani málinu fengu verjendur og ákærðu ekki aðgang að öllum gögnum málsins. Sakfelling var byggð á framburði hins „óstöðuga“ vitnis og pappírsflóði sem ákæruvaldið dembdi yfir dómarana. Í ljósi sýknudómsins í síðustu viku orkar sakfellingin í Al Thani málinu í besta falli mjög tvímælis. Ströng viðurlög eru við röngum sakargiftum. Saksóknarar og rannsóknaraðilar geta orðið uppvísir að slíku athæfi, t.d. með því að halda eftir gögnum, sem benda til sakleysis ákærðra og leiða vísvitandi fyrir dóm „óstöðugt“ vitni í þeim tilgangi að fá ákærðu ranglega dæmda. Dómarar sem hafa leyft saksóknurum að halda eftir gögnum í hrunmálum hljóta að verða krafðir um skýringar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.Árétting frá LandsbankanumÍ Skjóðunni, pistli sem ritaður er undir nafnleynd í Markaðinum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, var því haldið fram í gær að Landsbankinn hafi selt Setbergslandið í Garðabæ á vildarkjörum til handvalinna kaupenda.Þetta er alrangt.Landsbankinn yfirtók Setbergslandið í desember 2011 og var yfirtakan hluti af skuldauppgjöri við fyrrum eiganda landsins. Setbergslandið var því svokölluð fullnustueign en Hömlur, dótturfélag Landsbankans, ber ábyrgð á umsýslu og sölu fullnustueigna bankans. Auglýsing um að Setbergslandið væri til sölu var upphaflega sett á vef Hamla (www.homlur.is) í október 2013. Það var jafnframt sett á skrá hjá nokkrum fasteignasölum og upplýsingar um að landið væri til sölu birtust m.a. á fasteignavefjum mbl.is og visir.is. Aðrar sambærilegar eignir hafa verið auglýstar með sama hætti.Hömlur hafa tvisvar sinnum tekið tilboðum í Setbergslandið. Í janúar 2015 tóku Hömlur tilboði í landið með fyrirvörum af hálfu kaupenda. Um þessi viðskipti var fjallað í fjölmiðlum. Í maí upplýstu þeir sem gerðu tilboðið að þeir myndu ekki standa við tilboð sitt. Í sama mánuði var eignin aftur boðin til sölu, með sama hætti og fyrr. Annað tilboð, frá öðrum fjárfestum, barst í Setbergslandið í lok árs 2015. Þetta tilboð samþykktu Hömlur og er eignin nú seld. Upphæðin sem var boðin fyrir landið var álíka há og fyrra tilboðið hljóðaði upp á.Setbergslandið hafði verið til sölu í um tvö ár áður en það var selt og upplýsingar um landið væri til sölu lágu fyrir opinberlega í um tvö ár áður en það var selt. Ummælin í Skjóðunni dæma sig sjálf.
Skjóðan Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira