Þingmaður Samfylkingarinnar vill flýta landsfundi og formannskosningu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 2. febrúar 2016 15:13 Ólína segir stöðuna í forystumálum Samfylkingarinnar vera óþolandi fyrir bæði formanninn og flokkinn. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt til að landsfundur flokksins verði færður fram í maí á þessu ári þar sem kosið verður um formann í flokknum. Tilefnið er slæmt gengi flokksins í skoðanakönnunum. „Það kom ein könnun í gær, ein af mörgum, sem sýnir að Samfylkingin er ítrekað undir 10 prósent fylgi og er í rauninni sáralítið brot af því sem hún var og ætti að vera,“ segir hún. „Ég tel að þetta sé óásættanleg staða til lengdar fyrir flokk sem að lítur á sig sem burðarflokk í íslenskum stjórnmálum.“Árni Páll átti undir högg að sækja á síðasta landsfundi og munaði litlu að hann hefði misst formannssætið.Vísir/Andri„Ég tel að það verði einhver hreyfing að verða á Samfylkingunni núna og að hún þurfi á því að halda að fara í þær málefnaáherslur og umræður sem fylgja landsfundi, það myndi gera flokknum gott, og veita forystumanni, formanni flokksins, hver svo sem hann verður, umboð,“ segir Ólína. Ólína telur að skýra þurfi umboð formanns flokksins; annað hvort að velja nýjan formann eða veita Árna Páli Árnasyni, núverandi formanni, sterkara umboð. Hún vill að landsfundur flokksins verði færður frá nóvember fram í maí. „Umboðið sem hann hefur núna er afar veikt eftir síðasta landsfund, við vitum það, og það kann að eiga sinn þátt í því hvernig komið er. Að minnsta kosti held ég að við getum ekki beðið fram í nóvember með að knýja fram niðurstöðu í forystumálum flokksins,“ segir hún. „Þetta er óþolandi staða. Bæði fyrir núverandi formann og flokkinn í heild.“ En hefur hún fengið viðbrögð um þessa hugmynd? „Menn eru að ræða þetta sín á milli og ég heyri ekki betur en að margir séu sammála þessu,“ svarar Ólína. „Enn sem komið er hef ég bara fengið jákvæð viðbrögð.“ Stjórnmálavísir Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Sjá meira
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt til að landsfundur flokksins verði færður fram í maí á þessu ári þar sem kosið verður um formann í flokknum. Tilefnið er slæmt gengi flokksins í skoðanakönnunum. „Það kom ein könnun í gær, ein af mörgum, sem sýnir að Samfylkingin er ítrekað undir 10 prósent fylgi og er í rauninni sáralítið brot af því sem hún var og ætti að vera,“ segir hún. „Ég tel að þetta sé óásættanleg staða til lengdar fyrir flokk sem að lítur á sig sem burðarflokk í íslenskum stjórnmálum.“Árni Páll átti undir högg að sækja á síðasta landsfundi og munaði litlu að hann hefði misst formannssætið.Vísir/Andri„Ég tel að það verði einhver hreyfing að verða á Samfylkingunni núna og að hún þurfi á því að halda að fara í þær málefnaáherslur og umræður sem fylgja landsfundi, það myndi gera flokknum gott, og veita forystumanni, formanni flokksins, hver svo sem hann verður, umboð,“ segir Ólína. Ólína telur að skýra þurfi umboð formanns flokksins; annað hvort að velja nýjan formann eða veita Árna Páli Árnasyni, núverandi formanni, sterkara umboð. Hún vill að landsfundur flokksins verði færður frá nóvember fram í maí. „Umboðið sem hann hefur núna er afar veikt eftir síðasta landsfund, við vitum það, og það kann að eiga sinn þátt í því hvernig komið er. Að minnsta kosti held ég að við getum ekki beðið fram í nóvember með að knýja fram niðurstöðu í forystumálum flokksins,“ segir hún. „Þetta er óþolandi staða. Bæði fyrir núverandi formann og flokkinn í heild.“ En hefur hún fengið viðbrögð um þessa hugmynd? „Menn eru að ræða þetta sín á milli og ég heyri ekki betur en að margir séu sammála þessu,“ svarar Ólína. „Enn sem komið er hef ég bara fengið jákvæð viðbrögð.“
Stjórnmálavísir Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Sjá meira