Kia kynnir Drive Wise Finnur Thorlacius skrifar 1. febrúar 2016 14:41 Sjálfakandi Kia Soul í prufum. Kia Motors kynnti nýjustu tækninýjungar sínar undir heitinu Drive Wise á CES tæknisýningunni sem fram fór á dögunum í Las Vegas. Drive Wise tæknin snýst um aðstoðarökukerfi fyrir Kia bíla framtíðarinnar. Kia hefur lýst yfir þeim markmiðum sínum að koma fram með bíla sem verða að miklu leyti sjálfvirkir á markað árið 2020. Í framhaldi af því stefnir Kia á að koma með fyrsta sjálfakandi bíl fyrirtækisins á markað árið 2030. Hin nýja Drive Wise tækni Kia er nú þegar í þróun og vinnslu. Drive Wise á að koma fram með snjallar öryggislausnir fyrir næstu kynslóðir Kia bíla, uppræta eins og kostur er hugsanlegar hættur í umferðinni og bæta öryggi ökumanna, farþega og annarra sem í umferðinni eru. Stefnt er að því að Drive Wise tæknin muni gera Kia bíla sjálfvirkari í auknum mæli. Sjálfvirki búnaðurinn sem er í þróun á að sýna betra viðbragð og eftirtekt í akstri en venjulegur ökumaður myndi gera. Kia mun sýna enn betur fram á þróun hinnar nýju Drive Wise tækni á bílasýningunni í Genf í mars en þar munu gestir sýningarinnar fá að sjá inn í framtíðina hjá Kia varðandi sjálfvirkan akstur og ýmsar fleiri tækninýjungar sem snúa að aðstoðar- og öryggiskerfum bíla. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Kia Motors kynnti nýjustu tækninýjungar sínar undir heitinu Drive Wise á CES tæknisýningunni sem fram fór á dögunum í Las Vegas. Drive Wise tæknin snýst um aðstoðarökukerfi fyrir Kia bíla framtíðarinnar. Kia hefur lýst yfir þeim markmiðum sínum að koma fram með bíla sem verða að miklu leyti sjálfvirkir á markað árið 2020. Í framhaldi af því stefnir Kia á að koma með fyrsta sjálfakandi bíl fyrirtækisins á markað árið 2030. Hin nýja Drive Wise tækni Kia er nú þegar í þróun og vinnslu. Drive Wise á að koma fram með snjallar öryggislausnir fyrir næstu kynslóðir Kia bíla, uppræta eins og kostur er hugsanlegar hættur í umferðinni og bæta öryggi ökumanna, farþega og annarra sem í umferðinni eru. Stefnt er að því að Drive Wise tæknin muni gera Kia bíla sjálfvirkari í auknum mæli. Sjálfvirki búnaðurinn sem er í þróun á að sýna betra viðbragð og eftirtekt í akstri en venjulegur ökumaður myndi gera. Kia mun sýna enn betur fram á þróun hinnar nýju Drive Wise tækni á bílasýningunni í Genf í mars en þar munu gestir sýningarinnar fá að sjá inn í framtíðina hjá Kia varðandi sjálfvirkan akstur og ýmsar fleiri tækninýjungar sem snúa að aðstoðar- og öryggiskerfum bíla.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent