Erlent

Harper Lee látin

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Harper Lee.
Harper Lee. Visir/Getty
Harper Lee, höfundur bókarinnar To Kill A Mockingbird, er látin 89 ára gömul. Bókin fjallaði um kynþáttafordóma í suðurríkjum Bandaríkjanna og er af mörgum talin ein besta skáldsaga allra tíma.

Skrifstofa bæjarstjórnar í Monroeville í Alabama staðfestir andlát Lee fyrr í dag. Hún fæddist þann 28. apríl 1926 og var skírð Nelle Harpe Lee.

To Kill A Mockingbird var gefin út árið 1960 og fékk mikla gagnrýni en sömuleiðis dreifingu á skömmum tíma. Lee fékk Pulitzer verðlaun í flokki skáldsagna fyrir bókina. Hún seldist í rúmlega 30 milljón eintökum um heim allan.

Lee sendi ekki frá sér aðra skáldsögu þangað til í fyrra þegar Go Set A Watchman var gefin út. BBC greinir frá.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×