Jackie Chan væntanlegur hingað til lands til að taka upp fjársjóðsleitarmynd Birgir Olgeirsson skrifar 19. febrúar 2016 11:32 Jackie Chan Vísir Jackie Chan mun dvelja í nokkra daga hér á landi í næstu viku við töku á kvikmyndinni Kung Fu Yoga.Nútíminn greinir frá þessu á vef sínum en þar er því haldið fram að tökur munu fara fram í Skaftafelli og uppi á Svínafelli. Segir Nútíminn að Chan muni koma á einkaþotu sinni til landsins í næstu viku og að henni verði lent á Reykjavíkurflugvelli. Í myndinni mun Jackie Chan leika kínverska fornleifafræðinginn Jack sem reynir að finna týndan fjársjóð Magadha-veldisins ásamt indverska prófessornum Ashmita og aðstoðarmanninum Kyra.Á vef IMDb er söguþráður myndarinnar rakinn í grófum dráttum en þar segir að að þau finni leifar konunglegs hers í tíbeskum íshelli, en herinn hvarf á sínum tíma ásamt fjársjóðnum. Í tíbeskum íshelli finna þau leifar af konunglegum her sem hvarf ásamt fjársjóðnum.Talið er að myndin verði frumsýnd í Kína seinna á árinu.Í hellinum verða þau fyrir áhlaupi Randall, sem er afkomandi leiðtoga hersins. Nútíminn segir að senurnar sem teknar verða upp hér á landi eigi að gerast í íshellinum. Tökur á myndinni hófust í Kína í september og héldu svo áfram í Dubai. Talið er að hún verði frumsýnd í Kína seinna á árinu en ekki er enn búið að tilkynna frumsýningardag. Jackie Chan er ein helsta hasarstjarna samtímann þrátt fyrir að vera orðinn 62 ára gamall. Hann er með sex myndir í pípunum en ferill hans spannar ríflega 50 ár. Bíó og sjónvarp Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Jackie Chan mun dvelja í nokkra daga hér á landi í næstu viku við töku á kvikmyndinni Kung Fu Yoga.Nútíminn greinir frá þessu á vef sínum en þar er því haldið fram að tökur munu fara fram í Skaftafelli og uppi á Svínafelli. Segir Nútíminn að Chan muni koma á einkaþotu sinni til landsins í næstu viku og að henni verði lent á Reykjavíkurflugvelli. Í myndinni mun Jackie Chan leika kínverska fornleifafræðinginn Jack sem reynir að finna týndan fjársjóð Magadha-veldisins ásamt indverska prófessornum Ashmita og aðstoðarmanninum Kyra.Á vef IMDb er söguþráður myndarinnar rakinn í grófum dráttum en þar segir að að þau finni leifar konunglegs hers í tíbeskum íshelli, en herinn hvarf á sínum tíma ásamt fjársjóðnum. Í tíbeskum íshelli finna þau leifar af konunglegum her sem hvarf ásamt fjársjóðnum.Talið er að myndin verði frumsýnd í Kína seinna á árinu.Í hellinum verða þau fyrir áhlaupi Randall, sem er afkomandi leiðtoga hersins. Nútíminn segir að senurnar sem teknar verða upp hér á landi eigi að gerast í íshellinum. Tökur á myndinni hófust í Kína í september og héldu svo áfram í Dubai. Talið er að hún verði frumsýnd í Kína seinna á árinu en ekki er enn búið að tilkynna frumsýningardag. Jackie Chan er ein helsta hasarstjarna samtímann þrátt fyrir að vera orðinn 62 ára gamall. Hann er með sex myndir í pípunum en ferill hans spannar ríflega 50 ár.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira