Tók aldrei mark á svartsýnisröddum Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. febrúar 2016 10:47 Wow Air skilaði hagnaði í fyrsta sinn árið 2015 og nam hagnaðurinn 1,5 milljarði króna fyrir skatta. Eftir að félagið hóf áætlunarflug til Bandaríkjanna hefur farþegum frá Bandaríkjunum til Íslands fjölgað um sextíu prósent. Það höfðu ekki margir trú á Skúla Mogensen þegar hann stofnaði Wow Air enda er flugrekstur einn áhættusamasti bransi í heiminum. Eins og með öll frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtæki þá gekk fyrirtækið í gegnum sársáukafulla byrjun. Það hefur nú breyst. Tekjur Wow í fyrra námu um 17 milljörðum króna sem er 58 prósent aukning miðað við árið á undan. Fyrirtækið tapaði 794 milljónum 2012. Það var aftur tap 2013 upp á 332 milljónir og 2014 tapaði félagið rúmlega hálfum milljarði króna. Á árinu 2015 var svo hagnaður upp á einn og hálfan milljarð króna eða 1100 milljónir eftir skatta. Fyrirtækið hefði hagnast enn meira í fyrra ef hefði ekki verið fyrir fastan eldsneytiskostnað. Wow Air gerði samninga um fast eldsneytisverð 2014 sem eru nú lausir og þvi kaupir félagið flugvélabensín á „spot verði“ en eldsneytiskostnaður er um þriðjungur af rekstrarkostnaði flugfélaga. Skúli segist aldrei hafa tekið mark á svartsýnisröddum, heldur einbeitt sér á að byggja fyrirtækið upp. „Í öllum mínum samskiptum við reynslubolta að utan, þá hafa þeir verið mjög imponeraðir með það sem við höfum verið að gera. Það hefur ávallt verið hvatningin, í stað þess að hlusta á svartsýnisröflið á Íslandi,“ segir Skúli. Hann segir að Íslendingar verði að vanda sig í ferðaþjónustunni, því lítið megi út af bregða til að orðspor Íslands skaðist. „Þar er mest aðkallandi að við hefjum framvæmdir í Keflavík, ekki seinna en strax.“Sjá viðtal við Skúla í meðfylgjandi myndskeiði. Klinkið Tengdar fréttir WOW með áætlunarflug til Edinborgar í sumar Félagið fer tvær ferðir á milli Keflavíkur og Edinborgar í viku. 15. febrúar 2016 10:24 WOW air skilar 1,5 milljarða hagnaði Rekstrarhagnaður WOW air fyrir árið 2015 nam 1,5 milljörðum króna en það er viðsnúningur frá árinu á undan þegar flugfélagið tapaði 700 milljónum króna. 18. febrúar 2016 08:27 WOW air tvöfaldar sætaframboð sitt WOW air mun á þessu ári bæta við sig tveimur nýjum vélum af gerðinni Airbus A321, árgerð 2016, og verða þær afhentar félaginu í maí og júní. 16. febrúar 2016 10:28 Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Wow Air skilaði hagnaði í fyrsta sinn árið 2015 og nam hagnaðurinn 1,5 milljarði króna fyrir skatta. Eftir að félagið hóf áætlunarflug til Bandaríkjanna hefur farþegum frá Bandaríkjunum til Íslands fjölgað um sextíu prósent. Það höfðu ekki margir trú á Skúla Mogensen þegar hann stofnaði Wow Air enda er flugrekstur einn áhættusamasti bransi í heiminum. Eins og með öll frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtæki þá gekk fyrirtækið í gegnum sársáukafulla byrjun. Það hefur nú breyst. Tekjur Wow í fyrra námu um 17 milljörðum króna sem er 58 prósent aukning miðað við árið á undan. Fyrirtækið tapaði 794 milljónum 2012. Það var aftur tap 2013 upp á 332 milljónir og 2014 tapaði félagið rúmlega hálfum milljarði króna. Á árinu 2015 var svo hagnaður upp á einn og hálfan milljarð króna eða 1100 milljónir eftir skatta. Fyrirtækið hefði hagnast enn meira í fyrra ef hefði ekki verið fyrir fastan eldsneytiskostnað. Wow Air gerði samninga um fast eldsneytisverð 2014 sem eru nú lausir og þvi kaupir félagið flugvélabensín á „spot verði“ en eldsneytiskostnaður er um þriðjungur af rekstrarkostnaði flugfélaga. Skúli segist aldrei hafa tekið mark á svartsýnisröddum, heldur einbeitt sér á að byggja fyrirtækið upp. „Í öllum mínum samskiptum við reynslubolta að utan, þá hafa þeir verið mjög imponeraðir með það sem við höfum verið að gera. Það hefur ávallt verið hvatningin, í stað þess að hlusta á svartsýnisröflið á Íslandi,“ segir Skúli. Hann segir að Íslendingar verði að vanda sig í ferðaþjónustunni, því lítið megi út af bregða til að orðspor Íslands skaðist. „Þar er mest aðkallandi að við hefjum framvæmdir í Keflavík, ekki seinna en strax.“Sjá viðtal við Skúla í meðfylgjandi myndskeiði.
Klinkið Tengdar fréttir WOW með áætlunarflug til Edinborgar í sumar Félagið fer tvær ferðir á milli Keflavíkur og Edinborgar í viku. 15. febrúar 2016 10:24 WOW air skilar 1,5 milljarða hagnaði Rekstrarhagnaður WOW air fyrir árið 2015 nam 1,5 milljörðum króna en það er viðsnúningur frá árinu á undan þegar flugfélagið tapaði 700 milljónum króna. 18. febrúar 2016 08:27 WOW air tvöfaldar sætaframboð sitt WOW air mun á þessu ári bæta við sig tveimur nýjum vélum af gerðinni Airbus A321, árgerð 2016, og verða þær afhentar félaginu í maí og júní. 16. febrúar 2016 10:28 Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
WOW með áætlunarflug til Edinborgar í sumar Félagið fer tvær ferðir á milli Keflavíkur og Edinborgar í viku. 15. febrúar 2016 10:24
WOW air skilar 1,5 milljarða hagnaði Rekstrarhagnaður WOW air fyrir árið 2015 nam 1,5 milljörðum króna en það er viðsnúningur frá árinu á undan þegar flugfélagið tapaði 700 milljónum króna. 18. febrúar 2016 08:27
WOW air tvöfaldar sætaframboð sitt WOW air mun á þessu ári bæta við sig tveimur nýjum vélum af gerðinni Airbus A321, árgerð 2016, og verða þær afhentar félaginu í maí og júní. 16. febrúar 2016 10:28