Tók aldrei mark á svartsýnisröddum Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. febrúar 2016 10:47 Wow Air skilaði hagnaði í fyrsta sinn árið 2015 og nam hagnaðurinn 1,5 milljarði króna fyrir skatta. Eftir að félagið hóf áætlunarflug til Bandaríkjanna hefur farþegum frá Bandaríkjunum til Íslands fjölgað um sextíu prósent. Það höfðu ekki margir trú á Skúla Mogensen þegar hann stofnaði Wow Air enda er flugrekstur einn áhættusamasti bransi í heiminum. Eins og með öll frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtæki þá gekk fyrirtækið í gegnum sársáukafulla byrjun. Það hefur nú breyst. Tekjur Wow í fyrra námu um 17 milljörðum króna sem er 58 prósent aukning miðað við árið á undan. Fyrirtækið tapaði 794 milljónum 2012. Það var aftur tap 2013 upp á 332 milljónir og 2014 tapaði félagið rúmlega hálfum milljarði króna. Á árinu 2015 var svo hagnaður upp á einn og hálfan milljarð króna eða 1100 milljónir eftir skatta. Fyrirtækið hefði hagnast enn meira í fyrra ef hefði ekki verið fyrir fastan eldsneytiskostnað. Wow Air gerði samninga um fast eldsneytisverð 2014 sem eru nú lausir og þvi kaupir félagið flugvélabensín á „spot verði“ en eldsneytiskostnaður er um þriðjungur af rekstrarkostnaði flugfélaga. Skúli segist aldrei hafa tekið mark á svartsýnisröddum, heldur einbeitt sér á að byggja fyrirtækið upp. „Í öllum mínum samskiptum við reynslubolta að utan, þá hafa þeir verið mjög imponeraðir með það sem við höfum verið að gera. Það hefur ávallt verið hvatningin, í stað þess að hlusta á svartsýnisröflið á Íslandi,“ segir Skúli. Hann segir að Íslendingar verði að vanda sig í ferðaþjónustunni, því lítið megi út af bregða til að orðspor Íslands skaðist. „Þar er mest aðkallandi að við hefjum framvæmdir í Keflavík, ekki seinna en strax.“Sjá viðtal við Skúla í meðfylgjandi myndskeiði. Klinkið Tengdar fréttir WOW með áætlunarflug til Edinborgar í sumar Félagið fer tvær ferðir á milli Keflavíkur og Edinborgar í viku. 15. febrúar 2016 10:24 WOW air skilar 1,5 milljarða hagnaði Rekstrarhagnaður WOW air fyrir árið 2015 nam 1,5 milljörðum króna en það er viðsnúningur frá árinu á undan þegar flugfélagið tapaði 700 milljónum króna. 18. febrúar 2016 08:27 WOW air tvöfaldar sætaframboð sitt WOW air mun á þessu ári bæta við sig tveimur nýjum vélum af gerðinni Airbus A321, árgerð 2016, og verða þær afhentar félaginu í maí og júní. 16. febrúar 2016 10:28 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Wow Air skilaði hagnaði í fyrsta sinn árið 2015 og nam hagnaðurinn 1,5 milljarði króna fyrir skatta. Eftir að félagið hóf áætlunarflug til Bandaríkjanna hefur farþegum frá Bandaríkjunum til Íslands fjölgað um sextíu prósent. Það höfðu ekki margir trú á Skúla Mogensen þegar hann stofnaði Wow Air enda er flugrekstur einn áhættusamasti bransi í heiminum. Eins og með öll frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtæki þá gekk fyrirtækið í gegnum sársáukafulla byrjun. Það hefur nú breyst. Tekjur Wow í fyrra námu um 17 milljörðum króna sem er 58 prósent aukning miðað við árið á undan. Fyrirtækið tapaði 794 milljónum 2012. Það var aftur tap 2013 upp á 332 milljónir og 2014 tapaði félagið rúmlega hálfum milljarði króna. Á árinu 2015 var svo hagnaður upp á einn og hálfan milljarð króna eða 1100 milljónir eftir skatta. Fyrirtækið hefði hagnast enn meira í fyrra ef hefði ekki verið fyrir fastan eldsneytiskostnað. Wow Air gerði samninga um fast eldsneytisverð 2014 sem eru nú lausir og þvi kaupir félagið flugvélabensín á „spot verði“ en eldsneytiskostnaður er um þriðjungur af rekstrarkostnaði flugfélaga. Skúli segist aldrei hafa tekið mark á svartsýnisröddum, heldur einbeitt sér á að byggja fyrirtækið upp. „Í öllum mínum samskiptum við reynslubolta að utan, þá hafa þeir verið mjög imponeraðir með það sem við höfum verið að gera. Það hefur ávallt verið hvatningin, í stað þess að hlusta á svartsýnisröflið á Íslandi,“ segir Skúli. Hann segir að Íslendingar verði að vanda sig í ferðaþjónustunni, því lítið megi út af bregða til að orðspor Íslands skaðist. „Þar er mest aðkallandi að við hefjum framvæmdir í Keflavík, ekki seinna en strax.“Sjá viðtal við Skúla í meðfylgjandi myndskeiði.
Klinkið Tengdar fréttir WOW með áætlunarflug til Edinborgar í sumar Félagið fer tvær ferðir á milli Keflavíkur og Edinborgar í viku. 15. febrúar 2016 10:24 WOW air skilar 1,5 milljarða hagnaði Rekstrarhagnaður WOW air fyrir árið 2015 nam 1,5 milljörðum króna en það er viðsnúningur frá árinu á undan þegar flugfélagið tapaði 700 milljónum króna. 18. febrúar 2016 08:27 WOW air tvöfaldar sætaframboð sitt WOW air mun á þessu ári bæta við sig tveimur nýjum vélum af gerðinni Airbus A321, árgerð 2016, og verða þær afhentar félaginu í maí og júní. 16. febrúar 2016 10:28 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
WOW með áætlunarflug til Edinborgar í sumar Félagið fer tvær ferðir á milli Keflavíkur og Edinborgar í viku. 15. febrúar 2016 10:24
WOW air skilar 1,5 milljarða hagnaði Rekstrarhagnaður WOW air fyrir árið 2015 nam 1,5 milljörðum króna en það er viðsnúningur frá árinu á undan þegar flugfélagið tapaði 700 milljónum króna. 18. febrúar 2016 08:27
WOW air tvöfaldar sætaframboð sitt WOW air mun á þessu ári bæta við sig tveimur nýjum vélum af gerðinni Airbus A321, árgerð 2016, og verða þær afhentar félaginu í maí og júní. 16. febrúar 2016 10:28