Snarky Puppy heldur tónleika á Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 18. febrúar 2016 08:00 Hljómsveitin Snarky Puppy er skipuð miklum þungavigtarmönnum og vann Grammy-verðlaun á dögunum. mynd/getty Ein virtasta og þekktasta djass-fusion-hljómsveit heims, Grammy-verðlaunasveitin Snarky Puppy, er á leiðinni til landsins og heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 10. ágúst næstkomandi. „Ég hef sjaldan séð jafn flotta spilamennsku og tónlistarflutning og hljóðfæraleikarar Snarky Puppy bjóða upp á. Þetta eru menn sem hafa spilað allt, kunna og geta allt og eru líklega með betri hljóðfæraleikurum heims,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson, skipuleggjandi tónleikanna. Grammy-verðlaunahafinn, bassaleikarinn og hljómsveitarstjórinn Michael League stofnaði Snarky Puppy árið 2004. Hann hefur á síðustu árum safnað að sér myndarlegum hópi af ótrúlega hæfileikaríkum tónlistarmönnum á sviði djass- og fusion-tónlistar. Meðlimir Snarky Puppy eru eins og fyrr segir miklir reynsluboltar í bransanum og hafa meðal annars spilað með tónlistarfólki eins og Justin Timberlake, Kirk Franklin, Marcus Miller og Snoop Dogg.Snarky Puppy vann á dögunum Grammy-verðlaun fyrir plötuna Sylva í flokknum Best Contemporary Instrumental Album (besta leikna platan í flokki samtímatónlistar).mynd/getty„Mér finnst þetta alveg meiriháttar, það er alveg frábært að ná þessari tegund tónlistarmanna til landsins. Ég er alltaf vakandi fyrir alls kyns tónlistarfólki og hljómsveitum en aðalástæðan fyrir því að ég fór að skoða þetta af alvöru var sú að ég fór í Facebook-hópinn „Get Snarky Puppy to Iceland! – Fáum skapstyggu hvolpana til landsins!“ og fór að fylgjast með þeim þar og fannst tilvalið að fá sveitina til landsins,“ útskýrir Guðbjartur. Yfir 200 manns eru í umræddum Facebook-hópi sem stofnaður var árið 2014 en þar deila aðdáendur Snarky Puppy ýmsum myndböndum og öðru efni tengdu sveitinni. Hljómsveitin er margverðlaunuð og vann til að mynda á dögunum Grammy-verðlaun fyrir plötuna Sylva í flokknum Best Contemporary Instrumental Album (besta leikna platan í flokki samtímatónlistar). Hún vann einnig Grammy-verðlaun árið 2014 og hefur gefið út tíu breiðskífur en sú ellefta væntanleg í sumar. Inn á plöturnar leika um 40 hljóðfæraleikarar og eru þær að jafnaði teknar upp „live“ með áhorfendur í hljóðverinu. Á tónleikum leika að jafnaði um tíu til fimmtán manns með sveitinni. Hún hefur leikið á yfir 1.200 tónleikum frá því hún var stofnuð. „Ég held að þessir tónleikar séu ekkert sérstaklega fyrir djass- og fusion-unnendur, heldur bara fyrir tónlistarunnendur almennt, sama úr hvaða flokki þeir koma. Þetta eru tónleikar fyrir fólk sem hefur gaman af að sjá frábæra hljóðfæraleikara spila saman.“ Miðasala hefst næstkomandi miðvikudag á harpa.is og tix.is. Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira
Ein virtasta og þekktasta djass-fusion-hljómsveit heims, Grammy-verðlaunasveitin Snarky Puppy, er á leiðinni til landsins og heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 10. ágúst næstkomandi. „Ég hef sjaldan séð jafn flotta spilamennsku og tónlistarflutning og hljóðfæraleikarar Snarky Puppy bjóða upp á. Þetta eru menn sem hafa spilað allt, kunna og geta allt og eru líklega með betri hljóðfæraleikurum heims,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson, skipuleggjandi tónleikanna. Grammy-verðlaunahafinn, bassaleikarinn og hljómsveitarstjórinn Michael League stofnaði Snarky Puppy árið 2004. Hann hefur á síðustu árum safnað að sér myndarlegum hópi af ótrúlega hæfileikaríkum tónlistarmönnum á sviði djass- og fusion-tónlistar. Meðlimir Snarky Puppy eru eins og fyrr segir miklir reynsluboltar í bransanum og hafa meðal annars spilað með tónlistarfólki eins og Justin Timberlake, Kirk Franklin, Marcus Miller og Snoop Dogg.Snarky Puppy vann á dögunum Grammy-verðlaun fyrir plötuna Sylva í flokknum Best Contemporary Instrumental Album (besta leikna platan í flokki samtímatónlistar).mynd/getty„Mér finnst þetta alveg meiriháttar, það er alveg frábært að ná þessari tegund tónlistarmanna til landsins. Ég er alltaf vakandi fyrir alls kyns tónlistarfólki og hljómsveitum en aðalástæðan fyrir því að ég fór að skoða þetta af alvöru var sú að ég fór í Facebook-hópinn „Get Snarky Puppy to Iceland! – Fáum skapstyggu hvolpana til landsins!“ og fór að fylgjast með þeim þar og fannst tilvalið að fá sveitina til landsins,“ útskýrir Guðbjartur. Yfir 200 manns eru í umræddum Facebook-hópi sem stofnaður var árið 2014 en þar deila aðdáendur Snarky Puppy ýmsum myndböndum og öðru efni tengdu sveitinni. Hljómsveitin er margverðlaunuð og vann til að mynda á dögunum Grammy-verðlaun fyrir plötuna Sylva í flokknum Best Contemporary Instrumental Album (besta leikna platan í flokki samtímatónlistar). Hún vann einnig Grammy-verðlaun árið 2014 og hefur gefið út tíu breiðskífur en sú ellefta væntanleg í sumar. Inn á plöturnar leika um 40 hljóðfæraleikarar og eru þær að jafnaði teknar upp „live“ með áhorfendur í hljóðverinu. Á tónleikum leika að jafnaði um tíu til fimmtán manns með sveitinni. Hún hefur leikið á yfir 1.200 tónleikum frá því hún var stofnuð. „Ég held að þessir tónleikar séu ekkert sérstaklega fyrir djass- og fusion-unnendur, heldur bara fyrir tónlistarunnendur almennt, sama úr hvaða flokki þeir koma. Þetta eru tónleikar fyrir fólk sem hefur gaman af að sjá frábæra hljóðfæraleikara spila saman.“ Miðasala hefst næstkomandi miðvikudag á harpa.is og tix.is.
Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira