Fordæma meðferð íslenskra stjórnvalda á hinsegin flóttafólki Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. febrúar 2016 15:02 Einar Hildar Magnússon, formaður Samtakanna 78 vísir Samtökin ´78 fordæma meðferð íslenskra yfirvalda á hinsegin flóttafólki, þar með talið synjun á hælisumsóknum þeirra Martin Omulu og Amír Shókrgózar og yfirvofandi brottvísun þeirra úr landi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum en Martin flúði heimaland sitt Nígeríu í kjölfar ofsókna og ofbeldis vegna kynhneigðar sinnar. Hann hefur búið á Íslandi í fjögur ár, er í tveimur störfum, leigir íbúð, á vini og hefur byggt líf sitt upp hér. „Amír hefur verið hér í styttri tíma en hefur þegar tekið virkan þátt í starfi Samtakanna ´78 og látið gott af sér leiða til samfélagsins. Útlendingastofnun synjaði þeim báðum um efnislega meðferð á þeim á þeim forsendum að þeir væru þegar með hæli á Ítalíu. Í dag var Martin tilkynnt að flytja ætti hann úr landi á morgun, þann 18. febrúar. Amír á einnig brottflutning yfir höfði sér,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Þá telja þau ómannúðlegt að synja hælisumsóknum þegar umsækjendur hafa beðið eftir úrskurði í allt að fjögur ár. Auk þess telja samtökin að Útlendingastofnun virðist ekki hafa fullan skilning á stöðu hinsegin fólks og aðstöðumuninum á milli þeirra og annars flóttafólks. „Á Ítalíu bíður þeirra ekkert, hvorki vinna, húsnæði né tengslanet og því síður í heimalandi þeirra þar sem lífi þeirra er beinlínis ógnað. Einnig má benda á að á Ítalíu verða samkynhneigðir enn fyrir miklum fordómum, jafnvel árásum, vegna kynhneigðar sinnar og eykst vandinn til mikilla muna séu þeir þar að auki flóttamenn. Um þetta getur Ámír vitnað en hann varð fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi þar í landi. Almennt er staða hinsegin fólks afar slök á Ítalíu og réttindi þeirra að litlu sem engu leyti tryggð í lögum.“ Yfirlýsingu Samtakanna ´78 má sjá í heild sinni hér að neðan:Samtökin ‘78 fordæma harðlega meðferð íslenskra yfirvalda á hinsegin flóttafólki, þ.m.t. synjun á hælisumsóknum Martin Omulu og Ámír Shókrgózár og yfirvofandi brottvísun þeirra úr landi.Martin flúði upprunaland sitt, Nígeríu, í kjölfar ofsókna og ofbeldis vegna kynhneigðar sinnar. Hann hefur búið hérlendis í fjögur ár. Hann er í tveimur störfum, leigir íbúð, á vini og hefur byggt líf sitt upp með farsælum hætti. Ámír hefur verið hér í styttri tíma en hefur þegar tekið virkan þátt í starfi Samtakanna ‘78 og látið gott af sér leiða til samfélagsins. Útlendingastofnun synjaði þeim báðum um efnislega meðferð á þeim forsendum að þeir væru þegar með hæli á Ítalíu. Í dag var Martin tilkynnt að flytja ætti hann úr landi á morgun, þann 18. febrúar. Ámír á einnig brottflutning yfir höfði sér.Samtökin ‘78 telja ómannúðlegt að synja hælisumsóknum eftir að hælisumsækjendur hafa beðið eftir úrskurði í sínum málum í allt að fjögur ár. Þessi töf gerir það að verkum að ábyrgðin liggur hjá yfirvöldum á Íslandi en ekki hjá yfirvöldum á Ítalíu. Lögmaður Martins hefur bent á að þessi aðgerð stríði gegn stjórnsýslulögum.Útlendingastofnun virðist ekki hafa fullan skilning á stöðu hinsegin flóttafólks og aðstöðumuninum milli þeirra og annars flóttafólks. Á Ítalíu bíður þeirra ekkert, hvorki vinna, húsnæði né tengslanet og því síður í heimalandi þeirra þar sem lífi þeirra er beinlínis ógnað. Einnig má benda á að á Ítalíu verða samkynhneigðir enn fyrir miklum fordómum, jafnvel árásum, vegna kynhneigðar sinnar og eykst vandinn til mikilla muna séu þeir þar að auki flóttamenn. Um þetta getur Ámír vitnað en hann varð fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi þar í landi. Almennt er staða hinsegin fólks afar slök á Ítalíu og réttindi þeirra að litlu sem engu leyti tryggð í lögum.Samtökin ‘78 vilja einnig vekja athygli á máli hælisleitanda frá Íran sem gengur undir íslenska nafninu Bogi. Hann hefur barist fyrir réttindum hinsegin fólks þar í landi og var látinn sæta pyntingum vegna þess. Hann áfrýjar nú synjun á umsókn sinni um hæli. Verði niðurstaðan neikvæð verður hann sendur til Þýskalands þar sem hann sætti meira ofbeldi af hálfu kvalara sinna en hann gerði í Íran, en þeir höfðu einnig flúið til Þýskalands. Þar má hann því búast við því að ofbeldið haldi áfram, en verði hann sendur áfram til Íran á hann yfir höfði sér dauðarefsingu vegna pólitískra skoðana sinna og stuðnings við hinsegin fólk þar í landi.Á báðum stöðum hefur hann sætt alvarlegu kynferðisofbeldi en á Íslandi á hann vini, tekur virkan þátt í félagslífi og starfar enn í þágu hinsegin fólks. Við förum fram á að íslensk yfirvöld veiti þessum bandamanni okkar, sem hefur sætt gegndarlausu ofbeldi og mannréttindabrotum vegna baráttu sinnar fyrir réttindum hinsegin fólks í Íran, hæli tafarlaust.Undanfarið hafa gagnkynhneigðar fjölskyldur fengið hæli á Íslandi af mannúðarástæðum. Hinsegin karlmönnum, sem hafa byggt upp farsælt líf hérlendis, er aftur á móti vísað úr landi. Það þrátt fyrir að þeir hafi sætt alvarlegu ofbeldi á Ítalíu og eigi litla sem enga möguleika á öruggu og mannsæmandi lífi þar. Samtökin ‘78 spyrja því hvort skilaboðin sem hér er verið að senda séu þau að þeirra líf og velferð sé minna virði en annarra.Samtökin ‘78 styðja skilyrðislaust við rétt fólks sem býr við ógn og óöryggi í sínu heimalandi að leita sér betra lífs annarsstaðar. Sá réttur er hagsmunamál fyrir hinsegin fólk sem víða um heim býr við engin eða afar skert réttindi og viðvarandi ógn við líf sitt og heilsu, eins og glögglega má sjá á þeim málum sem hér hafa verið rakin.Samtökin ‘78 skora á stjórnvöld að endurskoða regluverk um útlendinga og krefjast þess um leið að hætt verði tafarlaust öllum brottvísunum flóttafólks og hælisleitenda til Grikklands, Ítalíu og annarra landa þar sem ljóst er að ekki er hægt að tryggja líf og heilsu fólks.Sýnum mannúð og manngæsku. Það er nóg pláss á Íslandi. Flóttamenn Hinsegin Tengdar fréttir Eze, Martin og Chris eiga skilið dvalarleyfi Þriggja til fjögurra ára tímaskeið er óvenjulega langur tími fyrir brottvísun vegna Dyflinnarreglugerðar. 16. febrúar 2016 19:15 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Sjá meira
Samtökin ´78 fordæma meðferð íslenskra yfirvalda á hinsegin flóttafólki, þar með talið synjun á hælisumsóknum þeirra Martin Omulu og Amír Shókrgózar og yfirvofandi brottvísun þeirra úr landi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum en Martin flúði heimaland sitt Nígeríu í kjölfar ofsókna og ofbeldis vegna kynhneigðar sinnar. Hann hefur búið á Íslandi í fjögur ár, er í tveimur störfum, leigir íbúð, á vini og hefur byggt líf sitt upp hér. „Amír hefur verið hér í styttri tíma en hefur þegar tekið virkan þátt í starfi Samtakanna ´78 og látið gott af sér leiða til samfélagsins. Útlendingastofnun synjaði þeim báðum um efnislega meðferð á þeim á þeim forsendum að þeir væru þegar með hæli á Ítalíu. Í dag var Martin tilkynnt að flytja ætti hann úr landi á morgun, þann 18. febrúar. Amír á einnig brottflutning yfir höfði sér,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Þá telja þau ómannúðlegt að synja hælisumsóknum þegar umsækjendur hafa beðið eftir úrskurði í allt að fjögur ár. Auk þess telja samtökin að Útlendingastofnun virðist ekki hafa fullan skilning á stöðu hinsegin fólks og aðstöðumuninum á milli þeirra og annars flóttafólks. „Á Ítalíu bíður þeirra ekkert, hvorki vinna, húsnæði né tengslanet og því síður í heimalandi þeirra þar sem lífi þeirra er beinlínis ógnað. Einnig má benda á að á Ítalíu verða samkynhneigðir enn fyrir miklum fordómum, jafnvel árásum, vegna kynhneigðar sinnar og eykst vandinn til mikilla muna séu þeir þar að auki flóttamenn. Um þetta getur Ámír vitnað en hann varð fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi þar í landi. Almennt er staða hinsegin fólks afar slök á Ítalíu og réttindi þeirra að litlu sem engu leyti tryggð í lögum.“ Yfirlýsingu Samtakanna ´78 má sjá í heild sinni hér að neðan:Samtökin ‘78 fordæma harðlega meðferð íslenskra yfirvalda á hinsegin flóttafólki, þ.m.t. synjun á hælisumsóknum Martin Omulu og Ámír Shókrgózár og yfirvofandi brottvísun þeirra úr landi.Martin flúði upprunaland sitt, Nígeríu, í kjölfar ofsókna og ofbeldis vegna kynhneigðar sinnar. Hann hefur búið hérlendis í fjögur ár. Hann er í tveimur störfum, leigir íbúð, á vini og hefur byggt líf sitt upp með farsælum hætti. Ámír hefur verið hér í styttri tíma en hefur þegar tekið virkan þátt í starfi Samtakanna ‘78 og látið gott af sér leiða til samfélagsins. Útlendingastofnun synjaði þeim báðum um efnislega meðferð á þeim forsendum að þeir væru þegar með hæli á Ítalíu. Í dag var Martin tilkynnt að flytja ætti hann úr landi á morgun, þann 18. febrúar. Ámír á einnig brottflutning yfir höfði sér.Samtökin ‘78 telja ómannúðlegt að synja hælisumsóknum eftir að hælisumsækjendur hafa beðið eftir úrskurði í sínum málum í allt að fjögur ár. Þessi töf gerir það að verkum að ábyrgðin liggur hjá yfirvöldum á Íslandi en ekki hjá yfirvöldum á Ítalíu. Lögmaður Martins hefur bent á að þessi aðgerð stríði gegn stjórnsýslulögum.Útlendingastofnun virðist ekki hafa fullan skilning á stöðu hinsegin flóttafólks og aðstöðumuninum milli þeirra og annars flóttafólks. Á Ítalíu bíður þeirra ekkert, hvorki vinna, húsnæði né tengslanet og því síður í heimalandi þeirra þar sem lífi þeirra er beinlínis ógnað. Einnig má benda á að á Ítalíu verða samkynhneigðir enn fyrir miklum fordómum, jafnvel árásum, vegna kynhneigðar sinnar og eykst vandinn til mikilla muna séu þeir þar að auki flóttamenn. Um þetta getur Ámír vitnað en hann varð fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi þar í landi. Almennt er staða hinsegin fólks afar slök á Ítalíu og réttindi þeirra að litlu sem engu leyti tryggð í lögum.Samtökin ‘78 vilja einnig vekja athygli á máli hælisleitanda frá Íran sem gengur undir íslenska nafninu Bogi. Hann hefur barist fyrir réttindum hinsegin fólks þar í landi og var látinn sæta pyntingum vegna þess. Hann áfrýjar nú synjun á umsókn sinni um hæli. Verði niðurstaðan neikvæð verður hann sendur til Þýskalands þar sem hann sætti meira ofbeldi af hálfu kvalara sinna en hann gerði í Íran, en þeir höfðu einnig flúið til Þýskalands. Þar má hann því búast við því að ofbeldið haldi áfram, en verði hann sendur áfram til Íran á hann yfir höfði sér dauðarefsingu vegna pólitískra skoðana sinna og stuðnings við hinsegin fólk þar í landi.Á báðum stöðum hefur hann sætt alvarlegu kynferðisofbeldi en á Íslandi á hann vini, tekur virkan þátt í félagslífi og starfar enn í þágu hinsegin fólks. Við förum fram á að íslensk yfirvöld veiti þessum bandamanni okkar, sem hefur sætt gegndarlausu ofbeldi og mannréttindabrotum vegna baráttu sinnar fyrir réttindum hinsegin fólks í Íran, hæli tafarlaust.Undanfarið hafa gagnkynhneigðar fjölskyldur fengið hæli á Íslandi af mannúðarástæðum. Hinsegin karlmönnum, sem hafa byggt upp farsælt líf hérlendis, er aftur á móti vísað úr landi. Það þrátt fyrir að þeir hafi sætt alvarlegu ofbeldi á Ítalíu og eigi litla sem enga möguleika á öruggu og mannsæmandi lífi þar. Samtökin ‘78 spyrja því hvort skilaboðin sem hér er verið að senda séu þau að þeirra líf og velferð sé minna virði en annarra.Samtökin ‘78 styðja skilyrðislaust við rétt fólks sem býr við ógn og óöryggi í sínu heimalandi að leita sér betra lífs annarsstaðar. Sá réttur er hagsmunamál fyrir hinsegin fólk sem víða um heim býr við engin eða afar skert réttindi og viðvarandi ógn við líf sitt og heilsu, eins og glögglega má sjá á þeim málum sem hér hafa verið rakin.Samtökin ‘78 skora á stjórnvöld að endurskoða regluverk um útlendinga og krefjast þess um leið að hætt verði tafarlaust öllum brottvísunum flóttafólks og hælisleitenda til Grikklands, Ítalíu og annarra landa þar sem ljóst er að ekki er hægt að tryggja líf og heilsu fólks.Sýnum mannúð og manngæsku. Það er nóg pláss á Íslandi.
Flóttamenn Hinsegin Tengdar fréttir Eze, Martin og Chris eiga skilið dvalarleyfi Þriggja til fjögurra ára tímaskeið er óvenjulega langur tími fyrir brottvísun vegna Dyflinnarreglugerðar. 16. febrúar 2016 19:15 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Sjá meira
Eze, Martin og Chris eiga skilið dvalarleyfi Þriggja til fjögurra ára tímaskeið er óvenjulega langur tími fyrir brottvísun vegna Dyflinnarreglugerðar. 16. febrúar 2016 19:15
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?