Teiknimyndaþátturinn langlífi, The Simpsons, verður í beinni á Fox í maí. Þar mun fjölskyldufaðirinn Hómer Simpson svara spurningum áhorfenda í um þrjár mínútur. Þetta verður í fyrsta sinn sem teiknimyndaþáttur er sýndur í beinni útsendingu.
Leikarinn Dan Castellaneta ljáir Hómer rödd sína en háþróaður hreyfiskynjunarbúnaður verður notaður fyrir atriðið sem sýnt verðu í beinni. Fox hefur ráðlagt áhorfendum að spyrja spurninga á Twitter með #HomerLive frá fyrsta til fjórða maí. Þátturinn verðu sýndur þann fimmtánda.
Sjónvarpsstöðvar ytra hafa verið að snúa sér að beinum útsendingum til að fá fólk til að horfa frekar á sjónvarpsefni þegar það er sýnt á stöðvunum.
