Hafdís Helga leikur í sinni fyrstu stórmynd Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 16. febrúar 2016 12:15 Hafdís Helga Helgadóttir fer með eitt af aðalhlutverkum kvikmyndarinnar Fyrir framan annað fólk. vísir/Ernir Hafdís Helga Helgadóttir leikur eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Fyrir framan annað fólk sem verður frumsýnd 22. febrúar. Myndin er rómantísk kómedía í leikstjórn Óskars Jónassonar. "Ég leik Hönnu sem er nýkomin úr sambandi sem endaði alls ekki vel. Hún er staðráðin í því að vera ein í einhvern tíma og vinna í sjálfri sér. Hanna stendur á ákveðnum tímamótum í lífinu þegar hún hittir hlédræga auglýsingateiknarann Húbert sem leikinn er af Snorra Engilbertssyni.“ segir Hafdís Helga Helgadóttir leikkona um hlutverk sitt í kvikmyndinni. Margt hefur drifið á daga Hafdísar frá því hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands en hlutverk Hönnu fékk hún á hárréttum tíma. „Í kjölfarið á útskriftinni minni komst ég að því að ég væri ólétt, og því ákvað ég að hella mér alfarið í móðurhlutverkið og lagði leiklistina aðeins til hliðar. Það var svo þegar litli strákurinn minn varð eins árs sem ég fékk þetta hlutverk, sem var frábær tímasetning fyrir mig,“ segir Hafdís Helga sem leikur nú í sinni fyrstu stórmynd. Kvikmyndin Fyrir framan annað fólk er rómantísk kómedía sem Óskar Jónasson leikstýrir en hann sá einnig um handritsskrifin ásamt Kristjáni Þórði Hrafnssyni leikskáldi. Myndin segir frá Húberti, grafískum hönnuði sem er afar hlédrægur og alls ekki laginn við að nálgast kvenfólk. Hann verður ástfanginn af Hönnu, sem er í sárum eftir sambandsslit. Til að ganga í augun á henni bregður Húbert á það ráð að herma eftir yfirmanni sínum, sem er algjör kvennabósi. Það dugar til að byrja með, en málin taka óvænta stefnu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. „Þetta er búið að vera frábært ferli og æðislegt tækifæri fyrir mig að fá að vinna með svona flottu fólki. Við fengum frekar langt æfingatímabil, áður en myndin fór í tökur, það var mjög dýrmætt fyrir mig sem leikkonu,“ segir Hafdís Helga. Ásamt Hafdísi Helgu og Snorra fara Hilmir Snær Guðnason, Svandís Dóra Einarsdóttir, Pálmi Gestsson, Hanna María Karlsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Þórir Sæmundsson með hlutverk í myndinni. Það er óhætt að segja að Hafdís Helga eigi framtíðina fyrir sér sem leikkona en fram undan hjá henni er verkefni með leikhópnum Sóma þjóðar. „Fram undan er mjög spennandi verkefni með leikhópnum Sóma þjóðar sem er að fara að setja upp leikritið Galdra-Loft eftir Jóhann Sigurjónsson í Tjarnarbíói núna í vor, það er virkilega spennandi,“ segir Hafdís. Bíó og sjónvarp Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Hafdís Helga Helgadóttir leikur eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Fyrir framan annað fólk sem verður frumsýnd 22. febrúar. Myndin er rómantísk kómedía í leikstjórn Óskars Jónassonar. "Ég leik Hönnu sem er nýkomin úr sambandi sem endaði alls ekki vel. Hún er staðráðin í því að vera ein í einhvern tíma og vinna í sjálfri sér. Hanna stendur á ákveðnum tímamótum í lífinu þegar hún hittir hlédræga auglýsingateiknarann Húbert sem leikinn er af Snorra Engilbertssyni.“ segir Hafdís Helga Helgadóttir leikkona um hlutverk sitt í kvikmyndinni. Margt hefur drifið á daga Hafdísar frá því hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands en hlutverk Hönnu fékk hún á hárréttum tíma. „Í kjölfarið á útskriftinni minni komst ég að því að ég væri ólétt, og því ákvað ég að hella mér alfarið í móðurhlutverkið og lagði leiklistina aðeins til hliðar. Það var svo þegar litli strákurinn minn varð eins árs sem ég fékk þetta hlutverk, sem var frábær tímasetning fyrir mig,“ segir Hafdís Helga sem leikur nú í sinni fyrstu stórmynd. Kvikmyndin Fyrir framan annað fólk er rómantísk kómedía sem Óskar Jónasson leikstýrir en hann sá einnig um handritsskrifin ásamt Kristjáni Þórði Hrafnssyni leikskáldi. Myndin segir frá Húberti, grafískum hönnuði sem er afar hlédrægur og alls ekki laginn við að nálgast kvenfólk. Hann verður ástfanginn af Hönnu, sem er í sárum eftir sambandsslit. Til að ganga í augun á henni bregður Húbert á það ráð að herma eftir yfirmanni sínum, sem er algjör kvennabósi. Það dugar til að byrja með, en málin taka óvænta stefnu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. „Þetta er búið að vera frábært ferli og æðislegt tækifæri fyrir mig að fá að vinna með svona flottu fólki. Við fengum frekar langt æfingatímabil, áður en myndin fór í tökur, það var mjög dýrmætt fyrir mig sem leikkonu,“ segir Hafdís Helga. Ásamt Hafdísi Helgu og Snorra fara Hilmir Snær Guðnason, Svandís Dóra Einarsdóttir, Pálmi Gestsson, Hanna María Karlsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Þórir Sæmundsson með hlutverk í myndinni. Það er óhætt að segja að Hafdís Helga eigi framtíðina fyrir sér sem leikkona en fram undan hjá henni er verkefni með leikhópnum Sóma þjóðar. „Fram undan er mjög spennandi verkefni með leikhópnum Sóma þjóðar sem er að fara að setja upp leikritið Galdra-Loft eftir Jóhann Sigurjónsson í Tjarnarbíói núna í vor, það er virkilega spennandi,“ segir Hafdís.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira