Taylor Swift lét Kanye West heyra það á Grammy-verðlaununum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2016 08:01 Taylor Swift með Grammy-verðlaunin þrjú sem hún hlaut í gær. vísir/getty Taylor Swift varð í gær fyrsta konan til að vinna Grammy-verðlaunin fyrir bestu plötu ársins tvisvar en fimmta sólóplata hennar, 1989, var valin sú besta á verðlaunahátíðinni í gær. Í þakkarræðu sinni talaði Swift til ungra kvenna og lét rapparann Kanye West heyra það. Söngkonan nefndi reyndar engin nöfn en fáum duldist að Swift var að svara rapparanum, sem í nýju lagi sínu, Famous, segist hafa gert Taylor Swift fræga: “I made that bitch famous.” Swift benti á að hún væri fyrsta konan til að vinna verðlaunin fyrir bestu plötuna tvisvar og sagði svo: „Mig langar að segja við allar ungu konurnar þarna úti: á vegi ykkar munu verða fullt af fólki sem er tilbúið til að gera lítið úr árangri ykkar eða eigna sér það sem þið hafið gert eða frægð ykkar. En ef þið einbeitið ykkur bara að því sem þið eruð að gera og látið ekki þetta fólk stöðva ykkar þá munuð þið einn daginn ná þangað sem þið stefnið. Þið munuð líta í kringum ykkar og sjá að þið voruð þið sjálfar og fólkið sem elskar ykkur sem kom ykkur þangað og það verður besta tilfinning í heimi.“Swift var vel fagnað en hún vann einnig verðlaun sem besta söngkona ársins og fyrir besta tónlistarmyndbandið við lagið Bad Blood sem hún gerði með rapparanum Kendrick Lamar. Þeir Mark Ronson og Bruno Mars hlutu verðlaun fyrir smáskífu ársins fyrir lagið Uptown Funk og lag Ed Sheeran, Thinking Out Loud var valið lag ársins. Þá var söngkonan Meghan Trainor valinn besti nýi listamaðurinn. Það má síðan segja að Kendrick Lamar hafi átt rappflokkinn en hann vann meðal Grammy fyrir bestu rappplötuna og besta rapplagið. Grammy Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Taylor Swift varð í gær fyrsta konan til að vinna Grammy-verðlaunin fyrir bestu plötu ársins tvisvar en fimmta sólóplata hennar, 1989, var valin sú besta á verðlaunahátíðinni í gær. Í þakkarræðu sinni talaði Swift til ungra kvenna og lét rapparann Kanye West heyra það. Söngkonan nefndi reyndar engin nöfn en fáum duldist að Swift var að svara rapparanum, sem í nýju lagi sínu, Famous, segist hafa gert Taylor Swift fræga: “I made that bitch famous.” Swift benti á að hún væri fyrsta konan til að vinna verðlaunin fyrir bestu plötuna tvisvar og sagði svo: „Mig langar að segja við allar ungu konurnar þarna úti: á vegi ykkar munu verða fullt af fólki sem er tilbúið til að gera lítið úr árangri ykkar eða eigna sér það sem þið hafið gert eða frægð ykkar. En ef þið einbeitið ykkur bara að því sem þið eruð að gera og látið ekki þetta fólk stöðva ykkar þá munuð þið einn daginn ná þangað sem þið stefnið. Þið munuð líta í kringum ykkar og sjá að þið voruð þið sjálfar og fólkið sem elskar ykkur sem kom ykkur þangað og það verður besta tilfinning í heimi.“Swift var vel fagnað en hún vann einnig verðlaun sem besta söngkona ársins og fyrir besta tónlistarmyndbandið við lagið Bad Blood sem hún gerði með rapparanum Kendrick Lamar. Þeir Mark Ronson og Bruno Mars hlutu verðlaun fyrir smáskífu ársins fyrir lagið Uptown Funk og lag Ed Sheeran, Thinking Out Loud var valið lag ársins. Þá var söngkonan Meghan Trainor valinn besti nýi listamaðurinn. Það má síðan segja að Kendrick Lamar hafi átt rappflokkinn en hann vann meðal Grammy fyrir bestu rappplötuna og besta rapplagið.
Grammy Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira