Baldur ætlar ekki fram Jakob Bjarnar skrifar 15. febrúar 2016 12:30 Baldur hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann gefur forsetaframboð alfarið frá sér. „Að gefnu tilefni langar okkur Felix að þakka góðu fólki fyrir hlý orð og hvatningu til dáða. Við höfum ágætis útsýni yfir á Bessastaði héðan af sjávarsíðunni í Vesturbænum og getum vel fylgst með leik og störfum Bessastaðabænda. Það er fróðleg og skemmtileg yfirsýn fyrir leikara og stjórnmálafræðing. Við hyggjumst ekki leitast eftir því að flytja yfir Skerjafjörðinn. Við kunnum einstaklega vel við okkur í núverandi störfum við Háskóla Íslands og RÚV,“ segir Baldur Þórhallsson prófessor í yfirlýsingu á Facebooksíðu sinni.Tilefnið er frétt Vísis þar sem segir af Gallupkönnun en niðurstöður eru þær að meirihluti aðspurðra er jákvæður gagnvart þeirri hugmynd að Baldur og eiginmaður hans Felix Bergsson, leikari og fjölmiðlamaður, verði næsta forsetapar Íslands.Mikilvæg mannréttindabarátta En, þó fólk sé almennt jákvætt gagnvart því að Baldur fari fram verður ekki svo að sinni. Baldur segir í samtali við Vísi ekki hafa verið vinnufriður eftir að fréttin birtist. En, svo áfram sé vitnað í yfirlýsinguna þá segir: „Í dag vill svo skemmtilega til að 20 ár eru síðan að við hittumst fyrst. Við gátum þá ekki einu sinni skráð okkur í sambúð og börnunum okkar voru ekki tryggð full mannréttindi. Við tók áralöng barátta fjölmargra einstaklinga út um allt land sem skilað hefur góðum árangri. Okkur datt ekki einu sinni í hug að samkynhneigt part ætti möguleika á því að setjast að á Bessastöðum,“ skrifar Baldur og bætir því við að það hafi þótt stórsigur fyrir mannréttindabaráttuna þegar þáverandi forseti Vigdís Finnbogadóttir kom og fagnaði með þeim þegar lögin um staðfesta samvist tóku gildi sumarið 1996. „Nú eru nýir og breyttir tímar. Þeim ber að fagna sem og kröftugum mannréttindayfirlýsingum þjóðarinnar sem birtast í skoðanakönnun eins og þessari. – Við endurtökum þakkir okkar fyrir hlý orð og hvatningu og hvetjum kraftmikla einstaklinga til að stíga fram og bjóða sig fram til embættisins.“Margir kallaðir Víst er að mörgum þótti vert að máta þá Baldur og Felix við Bessastaði. Baráttan um Bessastaði er rétt að hefjast en þeir sem hafa gefið sig fram og ætla í forsetaslag í sumar eru Þorgrímur Þráinsson, Ástþór Magnússon, Sturla Jónsson og Elísabet Jökulsdóttir -- eftir því sem næst verður komist. Þau sem sterklega hafa verið orðuð við framboð eru meðal annarra Össur Skarphéðinsson, Linda Pétursdóttir, Stefán Jón Hafstein, Andri Snær Magnason, Sirrý Arnardóttir, Halla Tómasdóttir og Björg Thorarensen. Baldur er nú að heltast úr þeirri lest; fólks sem orðað er við framboð.Að gefnu tilefni langar okkur Felix að þakka góðu fólki fyrir hlý orð og hvatningu til dáða. Við höfum ágætis útsýni...Posted by Baldur Thorhallsson on 15. febrúar 2016 Forsetakosningar 2016 Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Fleiri fréttir Ríkið greiðir húsaleigu fyrir ónothæft meðferðaheimili Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum Sjá meira
„Að gefnu tilefni langar okkur Felix að þakka góðu fólki fyrir hlý orð og hvatningu til dáða. Við höfum ágætis útsýni yfir á Bessastaði héðan af sjávarsíðunni í Vesturbænum og getum vel fylgst með leik og störfum Bessastaðabænda. Það er fróðleg og skemmtileg yfirsýn fyrir leikara og stjórnmálafræðing. Við hyggjumst ekki leitast eftir því að flytja yfir Skerjafjörðinn. Við kunnum einstaklega vel við okkur í núverandi störfum við Háskóla Íslands og RÚV,“ segir Baldur Þórhallsson prófessor í yfirlýsingu á Facebooksíðu sinni.Tilefnið er frétt Vísis þar sem segir af Gallupkönnun en niðurstöður eru þær að meirihluti aðspurðra er jákvæður gagnvart þeirri hugmynd að Baldur og eiginmaður hans Felix Bergsson, leikari og fjölmiðlamaður, verði næsta forsetapar Íslands.Mikilvæg mannréttindabarátta En, þó fólk sé almennt jákvætt gagnvart því að Baldur fari fram verður ekki svo að sinni. Baldur segir í samtali við Vísi ekki hafa verið vinnufriður eftir að fréttin birtist. En, svo áfram sé vitnað í yfirlýsinguna þá segir: „Í dag vill svo skemmtilega til að 20 ár eru síðan að við hittumst fyrst. Við gátum þá ekki einu sinni skráð okkur í sambúð og börnunum okkar voru ekki tryggð full mannréttindi. Við tók áralöng barátta fjölmargra einstaklinga út um allt land sem skilað hefur góðum árangri. Okkur datt ekki einu sinni í hug að samkynhneigt part ætti möguleika á því að setjast að á Bessastöðum,“ skrifar Baldur og bætir því við að það hafi þótt stórsigur fyrir mannréttindabaráttuna þegar þáverandi forseti Vigdís Finnbogadóttir kom og fagnaði með þeim þegar lögin um staðfesta samvist tóku gildi sumarið 1996. „Nú eru nýir og breyttir tímar. Þeim ber að fagna sem og kröftugum mannréttindayfirlýsingum þjóðarinnar sem birtast í skoðanakönnun eins og þessari. – Við endurtökum þakkir okkar fyrir hlý orð og hvatningu og hvetjum kraftmikla einstaklinga til að stíga fram og bjóða sig fram til embættisins.“Margir kallaðir Víst er að mörgum þótti vert að máta þá Baldur og Felix við Bessastaði. Baráttan um Bessastaði er rétt að hefjast en þeir sem hafa gefið sig fram og ætla í forsetaslag í sumar eru Þorgrímur Þráinsson, Ástþór Magnússon, Sturla Jónsson og Elísabet Jökulsdóttir -- eftir því sem næst verður komist. Þau sem sterklega hafa verið orðuð við framboð eru meðal annarra Össur Skarphéðinsson, Linda Pétursdóttir, Stefán Jón Hafstein, Andri Snær Magnason, Sirrý Arnardóttir, Halla Tómasdóttir og Björg Thorarensen. Baldur er nú að heltast úr þeirri lest; fólks sem orðað er við framboð.Að gefnu tilefni langar okkur Felix að þakka góðu fólki fyrir hlý orð og hvatningu til dáða. Við höfum ágætis útsýni...Posted by Baldur Thorhallsson on 15. febrúar 2016
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Fleiri fréttir Ríkið greiðir húsaleigu fyrir ónothæft meðferðaheimili Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum Sjá meira