Ófærð fær lofsamlega dóma í Bretlandi: „Til allrar hamingju, er hún virkilega góð“ Birgir Olgeirsson skrifar 14. febrúar 2016 13:47 Bjarne Henriksen og Ólafur Darri Ólafsson í hlutverkum sínum í Ófærð. Tveir fyrstu þættirnir af íslensku sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð voru frumsýndir BBC 4 í Bretlandi í gærkvöldi. Nú þegar hafa birst dómar hjá bresku blöðunum Telegraph og The Guardian þar sem þáttaröðinni fær góða dóma.Gagnrýnandi Telegraph, Ceri Radford, gefur fyrstu tveimur þáttunum fjórar stjörnur af fimm og segir um að ræða frábært og spennuþrungið drama. Ceri segist hafa verið svo heilluð af fyrstu fimm mínútum þáttarins að hún gleymdi að hann var textaður og reyndi að hækka í íslenska talinu, sem hún skilur ekkert í. Hún segir Ófærð vera þáttaröð sem tilvalin til að kúra yfir fram að vori. Hún segir lögreglustjórann Andra, leikinn af Ólafi Darra Ólafssyni, alveg eins geta verið frænda risans Hagrid úr Harry Potter-sögunum en gagnrýnandi The Guardian, Euan Ferguson, segir Andra líta út eins og vinalegan björn. Euan tekur fram að Ófærð sé dýrasta sjónvarpsþáttaröð frá upphafi á Íslandi, framleiðslukostnaðurinn nam um milljarði króna, og segir byrjunina lofa afar góðu. Hann segir þá sem standa að þáttaröðinni ná að framkalla stórkostlega innilokunarkennd, enda gerist ófærð í þorpi úti á landi þar sem er algjörlega ófært vegna veðurs, og tekur Euan fram að hann taki glaður þátt í þeirri innilokun.Á vefnum The Killing Times TV segir um Ófærð: „Þetta er Agatha Christie, þetta er Anne Holt og þetta er einnig dýrasta sjónvarpsþáttaröð Íslands. Til allrar hamingju, er hún virkilega góð.“ Í tilkynningu frá fyrirtækinu sem framleiðir Ófærð, RVK Studios, kemur fram að fyrsti þátturinn var sýndur klukkan 9 á BBC 4 í gærkvöldi, sem er sami sýningartími og dönsku þættirnir Glæpurinn, Höllin og Brúin hafa fengið. Enska heiti Ófærðar er Trapped og segir RVK Studios Breta hafa verið duglega við að tísta um þáttinn en umræðuna má sjá hér fyrir neðan:#trapped Tweets Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fimm milljónir horfðu á Ófærð í Frakklandi 500 þúsund horfa á þáttinn í hverri viku í Noregi. 9. febrúar 2016 14:46 Dyrnar á þyrlunni voru lokaðar í „réttu" útgáfunni af Ófærð RÚV sýndi ranga útgáfu af sjöunda þætti Ófærðar á sunnudag. 9. febrúar 2016 00:48 Tveir síðustu þættir Ófærðar sýndir sama kvöldið Hulunni svipt af leyndarmáli 12. febrúar 2016 14:33 Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Tveir fyrstu þættirnir af íslensku sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð voru frumsýndir BBC 4 í Bretlandi í gærkvöldi. Nú þegar hafa birst dómar hjá bresku blöðunum Telegraph og The Guardian þar sem þáttaröðinni fær góða dóma.Gagnrýnandi Telegraph, Ceri Radford, gefur fyrstu tveimur þáttunum fjórar stjörnur af fimm og segir um að ræða frábært og spennuþrungið drama. Ceri segist hafa verið svo heilluð af fyrstu fimm mínútum þáttarins að hún gleymdi að hann var textaður og reyndi að hækka í íslenska talinu, sem hún skilur ekkert í. Hún segir Ófærð vera þáttaröð sem tilvalin til að kúra yfir fram að vori. Hún segir lögreglustjórann Andra, leikinn af Ólafi Darra Ólafssyni, alveg eins geta verið frænda risans Hagrid úr Harry Potter-sögunum en gagnrýnandi The Guardian, Euan Ferguson, segir Andra líta út eins og vinalegan björn. Euan tekur fram að Ófærð sé dýrasta sjónvarpsþáttaröð frá upphafi á Íslandi, framleiðslukostnaðurinn nam um milljarði króna, og segir byrjunina lofa afar góðu. Hann segir þá sem standa að þáttaröðinni ná að framkalla stórkostlega innilokunarkennd, enda gerist ófærð í þorpi úti á landi þar sem er algjörlega ófært vegna veðurs, og tekur Euan fram að hann taki glaður þátt í þeirri innilokun.Á vefnum The Killing Times TV segir um Ófærð: „Þetta er Agatha Christie, þetta er Anne Holt og þetta er einnig dýrasta sjónvarpsþáttaröð Íslands. Til allrar hamingju, er hún virkilega góð.“ Í tilkynningu frá fyrirtækinu sem framleiðir Ófærð, RVK Studios, kemur fram að fyrsti þátturinn var sýndur klukkan 9 á BBC 4 í gærkvöldi, sem er sami sýningartími og dönsku þættirnir Glæpurinn, Höllin og Brúin hafa fengið. Enska heiti Ófærðar er Trapped og segir RVK Studios Breta hafa verið duglega við að tísta um þáttinn en umræðuna má sjá hér fyrir neðan:#trapped Tweets
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fimm milljónir horfðu á Ófærð í Frakklandi 500 þúsund horfa á þáttinn í hverri viku í Noregi. 9. febrúar 2016 14:46 Dyrnar á þyrlunni voru lokaðar í „réttu" útgáfunni af Ófærð RÚV sýndi ranga útgáfu af sjöunda þætti Ófærðar á sunnudag. 9. febrúar 2016 00:48 Tveir síðustu þættir Ófærðar sýndir sama kvöldið Hulunni svipt af leyndarmáli 12. febrúar 2016 14:33 Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Fimm milljónir horfðu á Ófærð í Frakklandi 500 þúsund horfa á þáttinn í hverri viku í Noregi. 9. febrúar 2016 14:46
Dyrnar á þyrlunni voru lokaðar í „réttu" útgáfunni af Ófærð RÚV sýndi ranga útgáfu af sjöunda þætti Ófærðar á sunnudag. 9. febrúar 2016 00:48