Ófærð fær lofsamlega dóma í Bretlandi: „Til allrar hamingju, er hún virkilega góð“ Birgir Olgeirsson skrifar 14. febrúar 2016 13:47 Bjarne Henriksen og Ólafur Darri Ólafsson í hlutverkum sínum í Ófærð. Tveir fyrstu þættirnir af íslensku sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð voru frumsýndir BBC 4 í Bretlandi í gærkvöldi. Nú þegar hafa birst dómar hjá bresku blöðunum Telegraph og The Guardian þar sem þáttaröðinni fær góða dóma.Gagnrýnandi Telegraph, Ceri Radford, gefur fyrstu tveimur þáttunum fjórar stjörnur af fimm og segir um að ræða frábært og spennuþrungið drama. Ceri segist hafa verið svo heilluð af fyrstu fimm mínútum þáttarins að hún gleymdi að hann var textaður og reyndi að hækka í íslenska talinu, sem hún skilur ekkert í. Hún segir Ófærð vera þáttaröð sem tilvalin til að kúra yfir fram að vori. Hún segir lögreglustjórann Andra, leikinn af Ólafi Darra Ólafssyni, alveg eins geta verið frænda risans Hagrid úr Harry Potter-sögunum en gagnrýnandi The Guardian, Euan Ferguson, segir Andra líta út eins og vinalegan björn. Euan tekur fram að Ófærð sé dýrasta sjónvarpsþáttaröð frá upphafi á Íslandi, framleiðslukostnaðurinn nam um milljarði króna, og segir byrjunina lofa afar góðu. Hann segir þá sem standa að þáttaröðinni ná að framkalla stórkostlega innilokunarkennd, enda gerist ófærð í þorpi úti á landi þar sem er algjörlega ófært vegna veðurs, og tekur Euan fram að hann taki glaður þátt í þeirri innilokun.Á vefnum The Killing Times TV segir um Ófærð: „Þetta er Agatha Christie, þetta er Anne Holt og þetta er einnig dýrasta sjónvarpsþáttaröð Íslands. Til allrar hamingju, er hún virkilega góð.“ Í tilkynningu frá fyrirtækinu sem framleiðir Ófærð, RVK Studios, kemur fram að fyrsti þátturinn var sýndur klukkan 9 á BBC 4 í gærkvöldi, sem er sami sýningartími og dönsku þættirnir Glæpurinn, Höllin og Brúin hafa fengið. Enska heiti Ófærðar er Trapped og segir RVK Studios Breta hafa verið duglega við að tísta um þáttinn en umræðuna má sjá hér fyrir neðan:#trapped Tweets Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fimm milljónir horfðu á Ófærð í Frakklandi 500 þúsund horfa á þáttinn í hverri viku í Noregi. 9. febrúar 2016 14:46 Dyrnar á þyrlunni voru lokaðar í „réttu" útgáfunni af Ófærð RÚV sýndi ranga útgáfu af sjöunda þætti Ófærðar á sunnudag. 9. febrúar 2016 00:48 Tveir síðustu þættir Ófærðar sýndir sama kvöldið Hulunni svipt af leyndarmáli 12. febrúar 2016 14:33 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Tveir fyrstu þættirnir af íslensku sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð voru frumsýndir BBC 4 í Bretlandi í gærkvöldi. Nú þegar hafa birst dómar hjá bresku blöðunum Telegraph og The Guardian þar sem þáttaröðinni fær góða dóma.Gagnrýnandi Telegraph, Ceri Radford, gefur fyrstu tveimur þáttunum fjórar stjörnur af fimm og segir um að ræða frábært og spennuþrungið drama. Ceri segist hafa verið svo heilluð af fyrstu fimm mínútum þáttarins að hún gleymdi að hann var textaður og reyndi að hækka í íslenska talinu, sem hún skilur ekkert í. Hún segir Ófærð vera þáttaröð sem tilvalin til að kúra yfir fram að vori. Hún segir lögreglustjórann Andra, leikinn af Ólafi Darra Ólafssyni, alveg eins geta verið frænda risans Hagrid úr Harry Potter-sögunum en gagnrýnandi The Guardian, Euan Ferguson, segir Andra líta út eins og vinalegan björn. Euan tekur fram að Ófærð sé dýrasta sjónvarpsþáttaröð frá upphafi á Íslandi, framleiðslukostnaðurinn nam um milljarði króna, og segir byrjunina lofa afar góðu. Hann segir þá sem standa að þáttaröðinni ná að framkalla stórkostlega innilokunarkennd, enda gerist ófærð í þorpi úti á landi þar sem er algjörlega ófært vegna veðurs, og tekur Euan fram að hann taki glaður þátt í þeirri innilokun.Á vefnum The Killing Times TV segir um Ófærð: „Þetta er Agatha Christie, þetta er Anne Holt og þetta er einnig dýrasta sjónvarpsþáttaröð Íslands. Til allrar hamingju, er hún virkilega góð.“ Í tilkynningu frá fyrirtækinu sem framleiðir Ófærð, RVK Studios, kemur fram að fyrsti þátturinn var sýndur klukkan 9 á BBC 4 í gærkvöldi, sem er sami sýningartími og dönsku þættirnir Glæpurinn, Höllin og Brúin hafa fengið. Enska heiti Ófærðar er Trapped og segir RVK Studios Breta hafa verið duglega við að tísta um þáttinn en umræðuna má sjá hér fyrir neðan:#trapped Tweets
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fimm milljónir horfðu á Ófærð í Frakklandi 500 þúsund horfa á þáttinn í hverri viku í Noregi. 9. febrúar 2016 14:46 Dyrnar á þyrlunni voru lokaðar í „réttu" útgáfunni af Ófærð RÚV sýndi ranga útgáfu af sjöunda þætti Ófærðar á sunnudag. 9. febrúar 2016 00:48 Tveir síðustu þættir Ófærðar sýndir sama kvöldið Hulunni svipt af leyndarmáli 12. febrúar 2016 14:33 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Fimm milljónir horfðu á Ófærð í Frakklandi 500 þúsund horfa á þáttinn í hverri viku í Noregi. 9. febrúar 2016 14:46
Dyrnar á þyrlunni voru lokaðar í „réttu" útgáfunni af Ófærð RÚV sýndi ranga útgáfu af sjöunda þætti Ófærðar á sunnudag. 9. febrúar 2016 00:48
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp