Sport

Jón Margeir með nýtt heimsmet

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jón Margeir.
Jón Margeir. vísir/getty
Jón Margeir Sverrisson gerði sér lítið fyrir og sló nýtt heimsmet í 400 metra skriðsundi fatlaðra á móti sem fram fer í Malmö í Svíþjóð. Hann greinir sjálfur frá þessu á Facebook-síðu sinni.

Jón kom í mark á tímanum 4:04,43 sem mun vera nýtt heimsmet. Jón er að gera frábæra hluti á mótinu en hann vann einnig 50 metra skriðsund og 100 metra fjórsund á mótinu.

„Þetta er reyndar ekki minn hraðasti tími en þetta er hraðasti skráði tími í heiminum á löglegu IPC móti og það skipti máli,“ segir Jón Margeir á Facebook.

Löngum degi í lauginni hér í Malmö lokið. Vel ásættanleguir árangur :) Byrjaði á undanrásum í 50 skrið og fyrstur inn í...

Posted by Jón Margeir til London 2012 on 13. febrúar 2016



Fleiri fréttir

Sjá meira


×