Er Afturelding búin að finna annan Gintaras? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. febrúar 2016 11:30 Pinnonen skoraði níu mörk í góðum sigri Aftureldingar á Fram í gær. vísir/stefán Eistneski leikstjórnandinn Mikk Pinnonen átti stórleik þegar Afturelding vann fimm marka sigur, 29-24, á Fram í N1-höllinni í Mosfellsbæ í gær. Pinnonen, sem er 25 ára, skoraði níu mörk, úr aðeins 12 skotum, og átti auk þess fjölda stoðsendinga á félaga sína í sínum þriðja leik fyrir Aftureldingu en hann kom til liðsins í janúar. „Hann er gífurlega snöggur á fótunum og frábært að hafa hann í svona leik, hann hjálpar svo mikið til. Hann er frábær viðbót við hópinn okkar,“ sagði Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar, aðspurður um Pinnonen eftir leikinn í gær. Afturelding hefur verið í vandræðum með leikstjórnandastöðuna í vetur. Örn Ingi Bjarkason, sem var einn besti leikmaður Mosfellinga í fyrra, fór til Hammarby í Svíþjóð í sumar og þá sleit Elvar Ásgeirsson krossband í hné sem heldur honum frá keppni þetta tímabilið. Guðni Már Kristinsson var fenginn til að fylla þeirra skarð en hann hefur sjálfur átt við meiðsli að stríða.Sjá einnig: Eistlendingur með íslenska tengingu í Mosfellsbæinn En nú virðist Afturelding hins vegar hafa fundið leikstjórnandann sem liðið vantaði. Pinnonen, sem var síðast á mála hjá Dormagen í Þýskalandi, var upp og ofan í fyrstu tveimur leikjum sínum með Aftureldingu, sem voru báðir gegn Haukum, en hann sýndi sparihliðarnar gegn Fram í gær.Varnarmenn Fram áttu í mestu vandræðum með Pinnonen í leiknum í gær.vísir/stefánÞetta er raunar ekki í fyrsta skipti sem Afturelding fær leikstjórnanda frá Eystrasaltsríkjunum sem reynist liðinu vel. Í kringum aldamótin komu tveir litháískir landsliðsmenn í Mosfellsbæinn; Gintas Galkauskas og Gintaras Savukynas. Sá síðarnefndi var leikstjórnandi og var lykilmaður á gullaldartímabili í sögu Aftureldingar. Gintaras lék þrjú tímabil með Aftureldingu, frá 1998 til 2001. Fyrsta tímabilið varð liðið þrefaldur meistari; deildar-, bikar- og Íslandsmeistari og átti Litháinn stóran þátt í þeim frábæra árangri sem liðið náði. Afturelding varð aftur deildarmeistari árið á eftir en féll úr leik fyrir Haukum í undanúrslitum úrslitakeppninnar og tókst ekki að verja bikarmeistaratitilinn. Síðasta tímabil Gintaras á Íslandi endaði Afturelding í 4. sæti í deildinni og féll aftur úr leik í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Gintaras yfirgaf Aftureldingu eftir tímabilið 2000-01 en hann átti síðar eftir að þjálfa lið ÍBV hér á landi, á árunum 2005-07. Pinnonen er auðvitað langt frá því að vera kominn á sama stall og Gintaras er á Mosfellsbænum en það verður spennandi að sjá hvað hann gerir með liði Aftureldingar á næstu mánuðum. Byrjunin lofar allavega góðu. Olís-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira
Eistneski leikstjórnandinn Mikk Pinnonen átti stórleik þegar Afturelding vann fimm marka sigur, 29-24, á Fram í N1-höllinni í Mosfellsbæ í gær. Pinnonen, sem er 25 ára, skoraði níu mörk, úr aðeins 12 skotum, og átti auk þess fjölda stoðsendinga á félaga sína í sínum þriðja leik fyrir Aftureldingu en hann kom til liðsins í janúar. „Hann er gífurlega snöggur á fótunum og frábært að hafa hann í svona leik, hann hjálpar svo mikið til. Hann er frábær viðbót við hópinn okkar,“ sagði Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar, aðspurður um Pinnonen eftir leikinn í gær. Afturelding hefur verið í vandræðum með leikstjórnandastöðuna í vetur. Örn Ingi Bjarkason, sem var einn besti leikmaður Mosfellinga í fyrra, fór til Hammarby í Svíþjóð í sumar og þá sleit Elvar Ásgeirsson krossband í hné sem heldur honum frá keppni þetta tímabilið. Guðni Már Kristinsson var fenginn til að fylla þeirra skarð en hann hefur sjálfur átt við meiðsli að stríða.Sjá einnig: Eistlendingur með íslenska tengingu í Mosfellsbæinn En nú virðist Afturelding hins vegar hafa fundið leikstjórnandann sem liðið vantaði. Pinnonen, sem var síðast á mála hjá Dormagen í Þýskalandi, var upp og ofan í fyrstu tveimur leikjum sínum með Aftureldingu, sem voru báðir gegn Haukum, en hann sýndi sparihliðarnar gegn Fram í gær.Varnarmenn Fram áttu í mestu vandræðum með Pinnonen í leiknum í gær.vísir/stefánÞetta er raunar ekki í fyrsta skipti sem Afturelding fær leikstjórnanda frá Eystrasaltsríkjunum sem reynist liðinu vel. Í kringum aldamótin komu tveir litháískir landsliðsmenn í Mosfellsbæinn; Gintas Galkauskas og Gintaras Savukynas. Sá síðarnefndi var leikstjórnandi og var lykilmaður á gullaldartímabili í sögu Aftureldingar. Gintaras lék þrjú tímabil með Aftureldingu, frá 1998 til 2001. Fyrsta tímabilið varð liðið þrefaldur meistari; deildar-, bikar- og Íslandsmeistari og átti Litháinn stóran þátt í þeim frábæra árangri sem liðið náði. Afturelding varð aftur deildarmeistari árið á eftir en féll úr leik fyrir Haukum í undanúrslitum úrslitakeppninnar og tókst ekki að verja bikarmeistaratitilinn. Síðasta tímabil Gintaras á Íslandi endaði Afturelding í 4. sæti í deildinni og féll aftur úr leik í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Gintaras yfirgaf Aftureldingu eftir tímabilið 2000-01 en hann átti síðar eftir að þjálfa lið ÍBV hér á landi, á árunum 2005-07. Pinnonen er auðvitað langt frá því að vera kominn á sama stall og Gintaras er á Mosfellsbænum en það verður spennandi að sjá hvað hann gerir með liði Aftureldingar á næstu mánuðum. Byrjunin lofar allavega góðu.
Olís-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira