Náði óvart EM-lágmarki Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. febrúar 2016 06:00 Arna Stefanía Guðmundsdóttir keppir í tveimur greinum um helgina en Aníta Hinriksdóttir tekur einnig þátt og keppir í 800 metra hlaupi Fréttablaðið/Anton Brink Arna Stefanía Guðmundsdóttir, tvítug hlaupadrottning úr FH, verður á meðal íslenskra keppenda á Norðurlandamóti innanhúss í Växjö í Svíþjóð um helgina. Hún getur ekki keppt í sinni sterkustu grein, 400 metra grindahlaupi, innanhúss en keppir þess í stað í 400 metra hlaupi og 4x200 metra hlaupi ásamt dönskum stúlkum. Ísland og Danmörk mæta með sameiginlegt lið til leiks á mótið. „Þetta eru ógeðslega flottar stelpur sem ég fæ að hlaupa með. Ein þeirra varð í fjórða sæti á HM síðasta sumar þannig að þetta verður bara ótrúlega gaman,“ segir Arna Stefanía, en hún var að skoða úrvalið í Fríhöfninni þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Arna Stefanía er skráð til leiks í boðhlaupssveitina ásamt fjórum dönskum stúlkum en aðeins fjórar hlaupa og ein þeirra verður Arna. „Danirnir eru búnir að vera ansi frekir á sín sæti sem er svo sem eðlilegt. En það er alveg búið að samþykkja að ég muni hlaupa því ég er, held ég, með þriðja besta tímann,“ segir Arna sem hefur engar áhyggjur af tungumálaörðugleikum. „Ég er betri í dönsku en ensku ef eitthvað er. Aðallega ætla ég bara að einbeita mér að því að koma keflinu til skila,“ segir hún og hlær. Arna hefur verið á miklum skriði undanfarin misseri og gengið vel eftir að hún skipti frá ÍR til FH. Hún vann fern gullverðlaun á 89. Meistaramóti Íslands síðasta sumar og setti svo mótsmet í 400 metra hlaupi á Reykjavíkurleikunum á dögunum. „Ég er rosalega glöð hjá FH; ánægð með þjálfarann og allt sem er í gangi hjá félaginu. Ég finn að mér líður vel og þegar andlega hliðin er í lagi þá smellur allt hitt. Mér finnst alltaf gaman að mæta á æfingar og ég nýt þess að gera það sem ég er að gera. Ég er að gera þetta fyrir sjálfa mig og finn að mér líður vel. Ef manni líður vel þá stendur maður sig vel,“ segir Arna Stefanía. Þessi tvítuga stúlka stóð sig frábærlega á ungmennamóti í Belgíu í lok ágúst á síðasta ári. Hún setti aldursflokkamet í 400 metra grindahlaupi og vann hlaupið. Arna var ánægð með árangurinn en síðar um haustið kom í ljós að tíminn sem hún náði var EM-lágmark. „Þjálfarinn minn sagði mér bara frá þessu á æfingu. Ég fór aldrei þarna út til að ná EM-lágmarki en ég er búin að hlaupa tvisvar undir því. Ég pældi ekki einu sinni í þessu þegar ég kom heim eftir mótið en það er gott að vera komin með lágmark og þurfa ekkert að hugsa meira um þetta. Ég get bara einbeitt mér að því að bæta mig,“ segir Arna sem mun því keppa á EM í frjálsum í Amsterdam í júlí. „Ég hef aldrei keppt á stórmóti fullorðinna áður. Það er bara geðveikt að fá að keppa á svona stórmóti í fyrsta sinn,“ segir hún. Arna hefur lagt áherslu á 400 metra grindina. „Þetta er mjög opin grein og það er ekkert alltaf sá sem á besta tímann fyrir hlaupið sem vinnur. Maður þarf að pæla í hlutum eins og skrefum og vindi sem mér finnst gaman.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Amorim segir leikmenn sína hrædda Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Allt er fertugum LeBron fært „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Sjá meira
Arna Stefanía Guðmundsdóttir, tvítug hlaupadrottning úr FH, verður á meðal íslenskra keppenda á Norðurlandamóti innanhúss í Växjö í Svíþjóð um helgina. Hún getur ekki keppt í sinni sterkustu grein, 400 metra grindahlaupi, innanhúss en keppir þess í stað í 400 metra hlaupi og 4x200 metra hlaupi ásamt dönskum stúlkum. Ísland og Danmörk mæta með sameiginlegt lið til leiks á mótið. „Þetta eru ógeðslega flottar stelpur sem ég fæ að hlaupa með. Ein þeirra varð í fjórða sæti á HM síðasta sumar þannig að þetta verður bara ótrúlega gaman,“ segir Arna Stefanía, en hún var að skoða úrvalið í Fríhöfninni þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Arna Stefanía er skráð til leiks í boðhlaupssveitina ásamt fjórum dönskum stúlkum en aðeins fjórar hlaupa og ein þeirra verður Arna. „Danirnir eru búnir að vera ansi frekir á sín sæti sem er svo sem eðlilegt. En það er alveg búið að samþykkja að ég muni hlaupa því ég er, held ég, með þriðja besta tímann,“ segir Arna sem hefur engar áhyggjur af tungumálaörðugleikum. „Ég er betri í dönsku en ensku ef eitthvað er. Aðallega ætla ég bara að einbeita mér að því að koma keflinu til skila,“ segir hún og hlær. Arna hefur verið á miklum skriði undanfarin misseri og gengið vel eftir að hún skipti frá ÍR til FH. Hún vann fern gullverðlaun á 89. Meistaramóti Íslands síðasta sumar og setti svo mótsmet í 400 metra hlaupi á Reykjavíkurleikunum á dögunum. „Ég er rosalega glöð hjá FH; ánægð með þjálfarann og allt sem er í gangi hjá félaginu. Ég finn að mér líður vel og þegar andlega hliðin er í lagi þá smellur allt hitt. Mér finnst alltaf gaman að mæta á æfingar og ég nýt þess að gera það sem ég er að gera. Ég er að gera þetta fyrir sjálfa mig og finn að mér líður vel. Ef manni líður vel þá stendur maður sig vel,“ segir Arna Stefanía. Þessi tvítuga stúlka stóð sig frábærlega á ungmennamóti í Belgíu í lok ágúst á síðasta ári. Hún setti aldursflokkamet í 400 metra grindahlaupi og vann hlaupið. Arna var ánægð með árangurinn en síðar um haustið kom í ljós að tíminn sem hún náði var EM-lágmark. „Þjálfarinn minn sagði mér bara frá þessu á æfingu. Ég fór aldrei þarna út til að ná EM-lágmarki en ég er búin að hlaupa tvisvar undir því. Ég pældi ekki einu sinni í þessu þegar ég kom heim eftir mótið en það er gott að vera komin með lágmark og þurfa ekkert að hugsa meira um þetta. Ég get bara einbeitt mér að því að bæta mig,“ segir Arna sem mun því keppa á EM í frjálsum í Amsterdam í júlí. „Ég hef aldrei keppt á stórmóti fullorðinna áður. Það er bara geðveikt að fá að keppa á svona stórmóti í fyrsta sinn,“ segir hún. Arna hefur lagt áherslu á 400 metra grindina. „Þetta er mjög opin grein og það er ekkert alltaf sá sem á besta tímann fyrir hlaupið sem vinnur. Maður þarf að pæla í hlutum eins og skrefum og vindi sem mér finnst gaman.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Amorim segir leikmenn sína hrædda Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Allt er fertugum LeBron fært „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Sjá meira