Skipið mun líklega kosta 300 milljónir punda eða því sem samsvarar um 55 milljarðar íslenskra króna.
Nú hefur Blue Star Line gefið út nokkrar myndir innan úr skipinu og er því hægt að sjá nokkurn veginn hvernig það mun líta út.
Eins og margir vita sökk Titanic árið 1912 en kvikmyndin Titanic, sem kom út árið 1997, er enn þann dag í dag ein vinsælasta kvikmynd allra tíma.
Hér að neðan má sjá myndir sem sýna bæði hvernig Titanic leit út og einnig hvernig Titanic II mun líta út. Einnig má sjá myndband innan úr nýja skipinu.


