Lögreglan lokar herbergjum á Hótel Adam Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 11. febrúar 2016 13:10 Hótel Adam er á Skólavörðustíg við hliðina á Krambúðinni. Vísir/Anton Brink Níu herbergi hafa verið innsigluð á Hótel Adam við Skólavörðustíg í Reykjavík. Það var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem innsiglaði herbergin í morgun. RÚV greindi fyrst frá. Sigurbjörn Jónsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að heilbrigðiseftirlitið hafi skoðað hótelið í gær og í framhaldinu komið ábendingum til lögreglu. Sýslumaður staðfesti svo að að rekstraraðilinn hefði leyfi til að leigja út níu herbergi en nærri tuttugu hafa verið í útleigu. Sigurbjörn segir að erlendir ferðamenn hafi verið inni á þremur herbergjum þegar lögreglu bar að garði. Þeim yrði einnig lokað þegar fólkið væri búið að yfirgefa herbergin. Rekstraraðili þyrfti að fá leyfi fyrir fleiri herbergjum ætlaði hann að leigja þau út á nýjan leik.Aðalinnstungan í herberginu sem blaðamaður gisti í.VísirHerbergi í tveimur byggingum Fjórum herbergjum var lokað í bakhúsi, sem stendur við Lokastíg, en hin herbergin eru í fjögurra hæða húsinu sem stendur við Skólavörðustíg. Merkingar á herbergjunum ná upp í 39 í þeirri byggingu en talning virðist ekki byrja fyrr en í herbergi númer 21, á annarri hæð. Þá mætti Brunaeftirlit Reykjavíkur einnig á svæðið í morgun og tók út hótelið. Gerði eftirlitið athugasemdir við hluti og gaf rekstraraðila frest til þess að gera úrbætur. Hótel Adam er án efa verið eitt umtalaðasta hótelið á Íslandi undanfarna daga. Vöktu til að mynda athygli tilmæli hótelsins til gesta um að neyta ekki vatns úr krana. Þá hafa ummæli hótelsins á ferðamannasíðunni Trip Advisor verið að stórum hluta slæm. Var Facebook-síðu hótelsins lokað á mánudag. Ekki hefur náðst í eigandann, Ragnar Guðmundsson, undanfarna daga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Blaðamenn Vísis fóru í heimsókn á Hótel Adam á þriðjudagskvöld og varði annar þeirra einni nótt á hótelinu. Eitt innslaganna má sjá hér að neðan en umfjöllunina í heild sinni má finna hér. Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 „Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma“ Atli Steinn gefur AdaM hótel sín bestu meðmæli. 9. febrúar 2016 13:33 Kjör á AdaM Hótel langt undir lágmarkslaunum Í atvinnuauglýsingu frá AdaM Hótel sem stíluð er á Tékka er auglýst eftir starfskrafti fyrir laun undir lágmarkslaunum. 9. febrúar 2016 15:03 Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Níu herbergi hafa verið innsigluð á Hótel Adam við Skólavörðustíg í Reykjavík. Það var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem innsiglaði herbergin í morgun. RÚV greindi fyrst frá. Sigurbjörn Jónsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að heilbrigðiseftirlitið hafi skoðað hótelið í gær og í framhaldinu komið ábendingum til lögreglu. Sýslumaður staðfesti svo að að rekstraraðilinn hefði leyfi til að leigja út níu herbergi en nærri tuttugu hafa verið í útleigu. Sigurbjörn segir að erlendir ferðamenn hafi verið inni á þremur herbergjum þegar lögreglu bar að garði. Þeim yrði einnig lokað þegar fólkið væri búið að yfirgefa herbergin. Rekstraraðili þyrfti að fá leyfi fyrir fleiri herbergjum ætlaði hann að leigja þau út á nýjan leik.Aðalinnstungan í herberginu sem blaðamaður gisti í.VísirHerbergi í tveimur byggingum Fjórum herbergjum var lokað í bakhúsi, sem stendur við Lokastíg, en hin herbergin eru í fjögurra hæða húsinu sem stendur við Skólavörðustíg. Merkingar á herbergjunum ná upp í 39 í þeirri byggingu en talning virðist ekki byrja fyrr en í herbergi númer 21, á annarri hæð. Þá mætti Brunaeftirlit Reykjavíkur einnig á svæðið í morgun og tók út hótelið. Gerði eftirlitið athugasemdir við hluti og gaf rekstraraðila frest til þess að gera úrbætur. Hótel Adam er án efa verið eitt umtalaðasta hótelið á Íslandi undanfarna daga. Vöktu til að mynda athygli tilmæli hótelsins til gesta um að neyta ekki vatns úr krana. Þá hafa ummæli hótelsins á ferðamannasíðunni Trip Advisor verið að stórum hluta slæm. Var Facebook-síðu hótelsins lokað á mánudag. Ekki hefur náðst í eigandann, Ragnar Guðmundsson, undanfarna daga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Blaðamenn Vísis fóru í heimsókn á Hótel Adam á þriðjudagskvöld og varði annar þeirra einni nótt á hótelinu. Eitt innslaganna má sjá hér að neðan en umfjöllunina í heild sinni má finna hér.
Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 „Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma“ Atli Steinn gefur AdaM hótel sín bestu meðmæli. 9. febrúar 2016 13:33 Kjör á AdaM Hótel langt undir lágmarkslaunum Í atvinnuauglýsingu frá AdaM Hótel sem stíluð er á Tékka er auglýst eftir starfskrafti fyrir laun undir lágmarkslaunum. 9. febrúar 2016 15:03 Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54
„Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma“ Atli Steinn gefur AdaM hótel sín bestu meðmæli. 9. febrúar 2016 13:33
Kjör á AdaM Hótel langt undir lágmarkslaunum Í atvinnuauglýsingu frá AdaM Hótel sem stíluð er á Tékka er auglýst eftir starfskrafti fyrir laun undir lágmarkslaunum. 9. febrúar 2016 15:03
Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08