Íslandsmeistarar FH verða í eldlínunni í fyrsta leik Lengjubikars karla í fótbolta í ár en Lengjubikarinn fer af stað á morgun, föstudaginn 12. febrúar.
Fyrsti leikur mótsins að þessu sinni er leikur Fjölnis og Íslandsmeistara FH. FH-ingar tryggðu sér einmitt titilinn með sigri á Fjölni í Kaplakrika í lok september síðastliðnum,
Leikur FH og Fjölnis hefst klukkan 19:00 í Egilshöll og klukkan 21:00 sama kvöld leika Reykjavíkurfélögin Þróttur og Leiknir. Öll eru þessi lið í fjórða riðli en þar eru einnig lið Þórs og Leiknis F. sem mætast á sunnudaginn.
Leiknir varð á dögunum Reykjavíkurmeistari en Pepsi-deildarliði Þróttar gekk skelfilega í Reykjavíkurmótinu og fékk ekki eitt einasta stig.
Fjölmargir leikir verða svo í A-deild karla um komandi helgi. Í A deild karla er leikið í fjórum sex liða riðlum.
Tvö efstu félögin úr hverjum riðli komast í átta liða úrslit. Keppni í A-deild kvenna hefst svo 20. febrúar en aðrar deildir fara ekki af stað fyrr en í byrjun mars.
Leikir í Lengjubikar karla í fótbolta um helgina:
Riðill 1
sun. 14. feb. 14:00 Keflavík - ÍBV (Reykjaneshöllin)
sun. 14. feb. 14:45 Valur - Huginn (Egilshöll)
sun. 14. feb. 20:15 Fram - Stjarnan (Egilshöll)
Riðill 2
lau. 13. feb. 11:15 Breiðablik - Fylkir (Fífan)
lau. 13. feb. 15:00 Víkingur Ó. - Selfoss (Akraneshöllin)
sun. 14. feb. 16:00 KA - Fjarðabyggð (Boginn)
Riðill 3
sun. 14. feb. 16:00 ÍA - Grindavík (Akraneshöllin)
sun. 14. feb. 18:15 KR - Haukar (Egilshöll)
Riðill 4
fös. 12. feb. 19:00 Fjölnir - FH (Egilshöll)
fös. 12. feb. 21:00 Þróttur R. - Leiknir R. (Egilshöll)
sun. 14. feb. 18:00 Þór - Leiknir F. (Boginn)
