Bera efni á Laugardalsvöllinn sem leysir upp klakann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2016 06:30 Kristinn V. Jóhannsson, starfsmaður á Lagardalsvellinum, að störfum í gær. Vísir/Vilhelm Það eru bara tveir mánuðir í fyrsta leik í Pepsi-deildinni og þrír mánuðir í fyrsta landsleik á Laugardalsvellinum. Vallarstarfsmenn á knattspyrnuvöllum landsins hafa í nóg að snúast þótt að grasið sé ekki farið að vaxa á völlunum. Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Lagardalsvellinum, segist fylgjast miklu meira með veðurspánni yfir vetrartímann en hann gerði áður. Baráttan við klakann á vellinum ræður miklu um hvernig grasið kemur undan vetri. Kristinn og félagar hafa verið á fullu í að reyna að losa snjóinn af Laugardalsvellinum í leysingunum síðustu daga. Það vilja þeir gera áður en það frystir aftur. „Við erum búnir að vera moka snjóinn af vellinum í sex daga og hann er kominn út á hlaupabraut núna. Ég á lítinn snjóblásara sem er hannaður fyrir gangstíga, heimreiðir og svoleiðis. Hann virkar vel. Á laugardaginn var snjórinn svo þungur og blautur að við fengum veghefil til að klára dæmið," segir Kristinn V. Jóhannsson. Kristinn bar efni á grasið í gær og Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, náði þá mynd af honum sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins í morgun. „Það sem ég var að gera í dag (í gær) var að flýta fyrir hlákunni með því að bera á hann efni til að hjálpa til að bræða klakann. Þetta er efni sem virkar eins og salt á gangstígum. Þetta leysir upp klaka. Það er þykkt lag af klaka yfir vellinum og þetta er borið á í hlýindum og þetta á að hjálpa klakanum að bráðna," útskýrir Kristinn. „Miðað við veðurspánna, sem við fylgjumst orðið miklu meira með á veturna en við gerðum áður fyrr, þá er spáð frosti á miðvikudag. Ef við hefðum ekki tekið snjóinn af og unnið í þessu þá yrði svellið miklu þykkara eftir þrjá daga. Þá hefði bara snjórinn sem bráðnaði í hlákunni breyst í svell," segir Kristinn. „Landsliðið kemur saman í maí og við viljum hafa hann góðan þá. Við erum búin að vera mjög vakandi í vetur ásamt flestum fótboltavöllum," segir Kristinn en það eru fyrirbyggjandi aðgerðir sem skipta líka miklu máli í baráttunni við klakann. „Við höfum lært það undanfarin ár að það er lítið sem við getum gert þegar svellið er komið en það er meira sem við getum gert í að fyrirbyggja það að svell myndist eins og að taka snjóinn og huga að niðurföllum," segir Kristinn. Íslenski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Það eru bara tveir mánuðir í fyrsta leik í Pepsi-deildinni og þrír mánuðir í fyrsta landsleik á Laugardalsvellinum. Vallarstarfsmenn á knattspyrnuvöllum landsins hafa í nóg að snúast þótt að grasið sé ekki farið að vaxa á völlunum. Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Lagardalsvellinum, segist fylgjast miklu meira með veðurspánni yfir vetrartímann en hann gerði áður. Baráttan við klakann á vellinum ræður miklu um hvernig grasið kemur undan vetri. Kristinn og félagar hafa verið á fullu í að reyna að losa snjóinn af Laugardalsvellinum í leysingunum síðustu daga. Það vilja þeir gera áður en það frystir aftur. „Við erum búnir að vera moka snjóinn af vellinum í sex daga og hann er kominn út á hlaupabraut núna. Ég á lítinn snjóblásara sem er hannaður fyrir gangstíga, heimreiðir og svoleiðis. Hann virkar vel. Á laugardaginn var snjórinn svo þungur og blautur að við fengum veghefil til að klára dæmið," segir Kristinn V. Jóhannsson. Kristinn bar efni á grasið í gær og Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, náði þá mynd af honum sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins í morgun. „Það sem ég var að gera í dag (í gær) var að flýta fyrir hlákunni með því að bera á hann efni til að hjálpa til að bræða klakann. Þetta er efni sem virkar eins og salt á gangstígum. Þetta leysir upp klaka. Það er þykkt lag af klaka yfir vellinum og þetta er borið á í hlýindum og þetta á að hjálpa klakanum að bráðna," útskýrir Kristinn. „Miðað við veðurspánna, sem við fylgjumst orðið miklu meira með á veturna en við gerðum áður fyrr, þá er spáð frosti á miðvikudag. Ef við hefðum ekki tekið snjóinn af og unnið í þessu þá yrði svellið miklu þykkara eftir þrjá daga. Þá hefði bara snjórinn sem bráðnaði í hlákunni breyst í svell," segir Kristinn. „Landsliðið kemur saman í maí og við viljum hafa hann góðan þá. Við erum búin að vera mjög vakandi í vetur ásamt flestum fótboltavöllum," segir Kristinn en það eru fyrirbyggjandi aðgerðir sem skipta líka miklu máli í baráttunni við klakann. „Við höfum lært það undanfarin ár að það er lítið sem við getum gert þegar svellið er komið en það er meira sem við getum gert í að fyrirbyggja það að svell myndist eins og að taka snjóinn og huga að niðurföllum," segir Kristinn.
Íslenski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira