Rafmagnsbílar jafn ódýrir árið 2025 Finnur Thorlacius skrifar 29. febrúar 2016 10:52 Mengun af völdum bíla mun minnka hröðum skrefum á næstu áratugum. Bloomberg New Energy Finance í Bandaríkjunum segir að verð rafmagnsbíla muni lækka mikið á næstunni og verð slíkra bíla verði orðið jafn lágt og verð hefbundinna brunabíla árið 2025 þar sem verð á rafhlöðum þeirra muni lækka stórlega. Bloomberg spáir því að um 35% bíla sem muni seljast árið 2040 verði rafmagnsbílar, eða um 41 milljón bílar og gerir með því ráð fyrir að 117 milljón bílar muni seljast þá á ári í heiminum öllum. Ef aðeins fjórðungur bíla á vegunum verða rafmagnsbílar árið 2040 mun það spara 13 milljónir tunna af eldsneyti á dag og munar um minna í baráttunni við mengun af völdum bíla. Að sama skapi mun rafmagnsorkuþörfin aukast um 1.900 terawattstundir og með því mun raforkuþörfin þurfa að aukast um 8% frá því sem nú er í boði. Það ætti að vera gerlegt að fylla uppí það gat. Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent
Bloomberg New Energy Finance í Bandaríkjunum segir að verð rafmagnsbíla muni lækka mikið á næstunni og verð slíkra bíla verði orðið jafn lágt og verð hefbundinna brunabíla árið 2025 þar sem verð á rafhlöðum þeirra muni lækka stórlega. Bloomberg spáir því að um 35% bíla sem muni seljast árið 2040 verði rafmagnsbílar, eða um 41 milljón bílar og gerir með því ráð fyrir að 117 milljón bílar muni seljast þá á ári í heiminum öllum. Ef aðeins fjórðungur bíla á vegunum verða rafmagnsbílar árið 2040 mun það spara 13 milljónir tunna af eldsneyti á dag og munar um minna í baráttunni við mengun af völdum bíla. Að sama skapi mun rafmagnsorkuþörfin aukast um 1.900 terawattstundir og með því mun raforkuþörfin þurfa að aukast um 8% frá því sem nú er í boði. Það ætti að vera gerlegt að fylla uppí það gat.
Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent