Frumlegar fjárfestingar Guðmundur Andri Thorsson skrifar 29. febrúar 2016 07:00 Í ræðum ráðamanna fyrir hrun kom alltaf fyrir setningin um að hér „mætti nefna fyrirtæki eins og Marel og Össur“. Það var alltaf talað eins og hér væru nánast valin af handahófi tvö fyrirtæki af ótal mörgum sambærilegum sem væru hér á annarri hverri þúfu. Kannski var það líka svo. Samt voru þau alltaf bara tvö þessi fyrirtæki í ræðunum hjá ráðamönnunum – í hverri einustu ræðu – og smám saman fékk maður á tilfinninguna að þau væru kannski ekki reglan í íslensku viðskiptalífi, heldur undantekningin.FelahlutaðeigendurHitt virtist algengara. Að hér kæmu fram sprotafyrirtæki sem yrðu brotafyrirtæki og enduðu sem þrotafyrirtæki. Íslenskir viðskiptamenn voru alltaf að selja hver öðrum til skiptis erlend flugfélög sem urðu því verðmætari sem þau gerðu minna af því að fljúga. Þeir stofnuðu fyrirtæki, tæmdu sjóði þess og fluttu til aflandseyja, létu það fara á hausinn, stofnuðu svo nýtt undir nýrri kennitölu. Ragnheiður Elín, sem sögð er ráðherra ferðamála, gerði einmitt handtak um daginn þegar hún lagðist gegn væntanlegu frumvarpi Karls Garðarssonar þar sem á að stöðva kennitöluflakk. Hún telur það vera of „íþyngjandi“ sem vissulega má til sanns vegar færa. Starfsmenn sérstaks saksóknara eru enn ráfandi um í aflöndum spyrjandi hver annan hvort þeir séu heitir eða kaldir milli þess sem á þeim dynja ókvæðisorð um að ekki sé að marka neitt sem þeir finni af því að þeir séu í röndóttri peysu, séu örventir, eða eigi frænku í Hafnarfirði. Felahlutaðeigendur stofnuðu félög kringum félög um félög sem áttu félög kringum félög um félög sem áttu félög. Og þau áttu sem sagt hlut. Oft voru þetta frumlegar fjárfestingar. Og peningarnir komu ekki síst úr almannasjóðum, sparifé íslenskrar alþýðu uns það þraut og tekið að herja á enskar ekkjur og góðgerðafélög. Og svo voru það náttúrlega lífeyrissjóðirnir. Það kom fram í skýrslu rannsóknarnefndar áið 2012 að tap lífeyrissjóðanna á árunum 2008 til 2010 hafi verið tæpir 480 milljarðar. Mesta tapið var, að því er segir í frétt á Eyjunni frá 2012, vegna viðskipta með hlutabréf í Kaupþingi, Exista og Bakkavör – og einnig var Baugur nefndur til sögunnar. Í sömu frétt kom fram að Sjóðirnir töpuðu alls 100 milljörðum á íslenskum bönkum og sparisjóðum, 90 milljörðum á skuldabréfum fyrirtækja, 199 milljörðum á innlendum hlutabréfum og 6 milljörðum á erlendum verðbréfum. Þetta er vegna þess að sjóðunum hefur verið stýrt af mönnum sem gleymt hafa því að hlutverk þeirra er að ávaxta fé launafólks en ekki að þjónusta „viðskiptalífið“ eða taka þátt í leikjum á borð við þá sem við munum kringum fyrrgreind fyrirtæki. Það varð nokkur hvellur kringum útkomu fyrrgreindrar skýrslu árið 2012 – en svo hljóðnaði allt, eins og gengur hér á landi. Enn eiga atvinnurekendur fulltrúa í þessum sjóðum, sem er auðvitað fráleitt, því að ekki er þetta þeirra fé – en hins vegar er þetta fé sem eigendur fyrirtækja kunna að ásælast.Andstæðir hagsmunirKannski eru umfangsmiklar fjárfestingar lífeyrissjóðanna í íslensku atvinnulífi undanfarin ár óhjákvæmilegar vegna haftanna en það breytir því ekki að þessir sjóðir okkar launamanna reka nú fyrirtæki sem hafa ekki sömu hagsmuni og almenningur. Það er óheppilegt að lífeyrissjóðir eigi matvörubúðir af þeirri einföldu ástæðu að þar með verða það hagsmunir sjóðanna að hámarka gróðann af starfseminni fremur en að halda niðri matarverði. Hið sama gildir um geysi umdeildar fjárfestingar Gamma-félagsins í húsnæði í Reykjavík með tilheyrandi spekúlasjónum til að hámarka arðinn af eignunum – en þetta félag er mestanpart í eigu lífeyrissjóða. Okkar. Og starfar gegn hagsmunum almennings. Og enn halda áfram frumlegar fjárfestingar lífeyrissjóðanna sem vandséð er að hafi verið ákveðnar öðruvísi en í þess háttar hópefli sem við sjáum stundum hjá fjárfestum, þar sem þekking, yfirsýn og umhugsun virðist fara forgörðum. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna hafa nú eytt milljörðum af ráðstöfunarfé lífeyrissjóða í að auðgast á olíuvinnslu við Ísland – sem er ekki í augsýn. Þeir keyptu 30 prósent hlut í félaginu Fáfnir sem hefur smíðað dýrasta skip Íslandssögunnar til að þjónusta olíuvinnslu í Noregi – sem er í rénun. Þessar ákvarðanir um gríðarlega áhættufjárfestingu voru teknar þegar olíuverð var að lækka og fátt sem benti til að hér væri í þann veginn að hefjast stórfelld olíuvinnsla í bráð – ef nokkurn tímann. Þessar fjárfestingar líta út eins og hugsjónastarfsemi – fjárans stórhugurinn – viðleitni til að láta eitthvað gerast með því að henda nógu miklum peningum í það. Þeir kölluðu sig Fáfni. Skipið dýra dólar um verkefnalaust og bjargráðið er þá að smíða annað skip, álíka dýrt, enda nóg til frammi af lífeyrissjóðafé, í þeirri von að einhver not finnist fyrir það í væntanlegri olíuvinnslu við Ísland. Sem er ekki í augsýn. Skip númer tvö kalla þeir Fáfni viking. Erfitt er að ímynda sér öllu bjálfalegra nafn. Þegar Íslendingar ætluðu að græða á hernum kölluðu þeir félagið kringum hermangið Regin. Þeir Fáfnir og Reginn voru bræður. Þeir drápu föður sinn til að eignast gullið hans. Fáfnir sölsaði það svo allt undir sig og breytti sér í orm til að liggja á gullinu á Gnitaheiði. Reginn fékk þá Sigurð Sigmundsson af ætt Völsunga, til að drepa orminn. Hann hugðist svo drepa Sigurð en sá síðarnefndi sá við honum, með hjálp fuglanna, og varð fyrri til. Íslenskum athafnamönnum á áreiðanlega eftir að farnast betur þegar þeir hætta að samsama sig þessum ógæfulegu bræðrum en líta fremur til Fáfnisbanans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Í ræðum ráðamanna fyrir hrun kom alltaf fyrir setningin um að hér „mætti nefna fyrirtæki eins og Marel og Össur“. Það var alltaf talað eins og hér væru nánast valin af handahófi tvö fyrirtæki af ótal mörgum sambærilegum sem væru hér á annarri hverri þúfu. Kannski var það líka svo. Samt voru þau alltaf bara tvö þessi fyrirtæki í ræðunum hjá ráðamönnunum – í hverri einustu ræðu – og smám saman fékk maður á tilfinninguna að þau væru kannski ekki reglan í íslensku viðskiptalífi, heldur undantekningin.FelahlutaðeigendurHitt virtist algengara. Að hér kæmu fram sprotafyrirtæki sem yrðu brotafyrirtæki og enduðu sem þrotafyrirtæki. Íslenskir viðskiptamenn voru alltaf að selja hver öðrum til skiptis erlend flugfélög sem urðu því verðmætari sem þau gerðu minna af því að fljúga. Þeir stofnuðu fyrirtæki, tæmdu sjóði þess og fluttu til aflandseyja, létu það fara á hausinn, stofnuðu svo nýtt undir nýrri kennitölu. Ragnheiður Elín, sem sögð er ráðherra ferðamála, gerði einmitt handtak um daginn þegar hún lagðist gegn væntanlegu frumvarpi Karls Garðarssonar þar sem á að stöðva kennitöluflakk. Hún telur það vera of „íþyngjandi“ sem vissulega má til sanns vegar færa. Starfsmenn sérstaks saksóknara eru enn ráfandi um í aflöndum spyrjandi hver annan hvort þeir séu heitir eða kaldir milli þess sem á þeim dynja ókvæðisorð um að ekki sé að marka neitt sem þeir finni af því að þeir séu í röndóttri peysu, séu örventir, eða eigi frænku í Hafnarfirði. Felahlutaðeigendur stofnuðu félög kringum félög um félög sem áttu félög kringum félög um félög sem áttu félög. Og þau áttu sem sagt hlut. Oft voru þetta frumlegar fjárfestingar. Og peningarnir komu ekki síst úr almannasjóðum, sparifé íslenskrar alþýðu uns það þraut og tekið að herja á enskar ekkjur og góðgerðafélög. Og svo voru það náttúrlega lífeyrissjóðirnir. Það kom fram í skýrslu rannsóknarnefndar áið 2012 að tap lífeyrissjóðanna á árunum 2008 til 2010 hafi verið tæpir 480 milljarðar. Mesta tapið var, að því er segir í frétt á Eyjunni frá 2012, vegna viðskipta með hlutabréf í Kaupþingi, Exista og Bakkavör – og einnig var Baugur nefndur til sögunnar. Í sömu frétt kom fram að Sjóðirnir töpuðu alls 100 milljörðum á íslenskum bönkum og sparisjóðum, 90 milljörðum á skuldabréfum fyrirtækja, 199 milljörðum á innlendum hlutabréfum og 6 milljörðum á erlendum verðbréfum. Þetta er vegna þess að sjóðunum hefur verið stýrt af mönnum sem gleymt hafa því að hlutverk þeirra er að ávaxta fé launafólks en ekki að þjónusta „viðskiptalífið“ eða taka þátt í leikjum á borð við þá sem við munum kringum fyrrgreind fyrirtæki. Það varð nokkur hvellur kringum útkomu fyrrgreindrar skýrslu árið 2012 – en svo hljóðnaði allt, eins og gengur hér á landi. Enn eiga atvinnurekendur fulltrúa í þessum sjóðum, sem er auðvitað fráleitt, því að ekki er þetta þeirra fé – en hins vegar er þetta fé sem eigendur fyrirtækja kunna að ásælast.Andstæðir hagsmunirKannski eru umfangsmiklar fjárfestingar lífeyrissjóðanna í íslensku atvinnulífi undanfarin ár óhjákvæmilegar vegna haftanna en það breytir því ekki að þessir sjóðir okkar launamanna reka nú fyrirtæki sem hafa ekki sömu hagsmuni og almenningur. Það er óheppilegt að lífeyrissjóðir eigi matvörubúðir af þeirri einföldu ástæðu að þar með verða það hagsmunir sjóðanna að hámarka gróðann af starfseminni fremur en að halda niðri matarverði. Hið sama gildir um geysi umdeildar fjárfestingar Gamma-félagsins í húsnæði í Reykjavík með tilheyrandi spekúlasjónum til að hámarka arðinn af eignunum – en þetta félag er mestanpart í eigu lífeyrissjóða. Okkar. Og starfar gegn hagsmunum almennings. Og enn halda áfram frumlegar fjárfestingar lífeyrissjóðanna sem vandséð er að hafi verið ákveðnar öðruvísi en í þess háttar hópefli sem við sjáum stundum hjá fjárfestum, þar sem þekking, yfirsýn og umhugsun virðist fara forgörðum. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna hafa nú eytt milljörðum af ráðstöfunarfé lífeyrissjóða í að auðgast á olíuvinnslu við Ísland – sem er ekki í augsýn. Þeir keyptu 30 prósent hlut í félaginu Fáfnir sem hefur smíðað dýrasta skip Íslandssögunnar til að þjónusta olíuvinnslu í Noregi – sem er í rénun. Þessar ákvarðanir um gríðarlega áhættufjárfestingu voru teknar þegar olíuverð var að lækka og fátt sem benti til að hér væri í þann veginn að hefjast stórfelld olíuvinnsla í bráð – ef nokkurn tímann. Þessar fjárfestingar líta út eins og hugsjónastarfsemi – fjárans stórhugurinn – viðleitni til að láta eitthvað gerast með því að henda nógu miklum peningum í það. Þeir kölluðu sig Fáfni. Skipið dýra dólar um verkefnalaust og bjargráðið er þá að smíða annað skip, álíka dýrt, enda nóg til frammi af lífeyrissjóðafé, í þeirri von að einhver not finnist fyrir það í væntanlegri olíuvinnslu við Ísland. Sem er ekki í augsýn. Skip númer tvö kalla þeir Fáfni viking. Erfitt er að ímynda sér öllu bjálfalegra nafn. Þegar Íslendingar ætluðu að græða á hernum kölluðu þeir félagið kringum hermangið Regin. Þeir Fáfnir og Reginn voru bræður. Þeir drápu föður sinn til að eignast gullið hans. Fáfnir sölsaði það svo allt undir sig og breytti sér í orm til að liggja á gullinu á Gnitaheiði. Reginn fékk þá Sigurð Sigmundsson af ætt Völsunga, til að drepa orminn. Hann hugðist svo drepa Sigurð en sá síðarnefndi sá við honum, með hjálp fuglanna, og varð fyrri til. Íslenskum athafnamönnum á áreiðanlega eftir að farnast betur þegar þeir hætta að samsama sig þessum ógæfulegu bræðrum en líta fremur til Fáfnisbanans.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun