Flug í boði 25 félaga – voru átta fyrir áratug Svavar Hávarðsson skrifar 27. febrúar 2016 06:00 Aldrei hafa eins mörg flugfélög ákveðið að fljúga til og frá Íslandi og á þessu ári. Björn Óli Kárason er forstjóri ISAVIA. Á þessu ári munu fjórfalt fleiri flugfélög bjóða upp á áætlunarflug til og frá Keflavíkurflugvelli en árin fyrir hrun. Alls bjóða níu félög flug til fjölda áfangastaða frá Keflavík allt árið, en önnur sextán félög frá vormánuðum til hausts – eða alls 25. Árið 2005 voru flugfélögin sex alls sem buðu þessa þjónustu, þar af fjögur heilsársflugfélög. Þetta kemur fram í tölfræði sem Isavia tók saman fyrir Fréttablaðið. Ferðamálastofa greindi frá því um miðjan mánuðinn að fjöldi ferðamanna um Seyðisfjörð, Keflavíkurflugvöll og aðra flugvelli hefði verið um 1,3 milljónir árið 2015 eða 291 þúsund fleiri ferðamenn en árið 2014. Aukningin milli ára nemur 29,2 prósentum. Þessar tölur komu fram á sama tíma og öryggismál erlendra ferðamanna voru í hámæli, en í kjölfar þess mátti í ræðu og riti greina áhyggjur af þróuninni. Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri, benti á í viðtali við Fréttablaðið að gestir okkar yrðu örugglega 1,6 milljónir í ár og tvær milljónir árið 2017. „Fjölgun ferðafólks er beintengd vexti alþjóðlegra flugsamgangna og þar er mikil uppsveifla í gangi sem ekki sér fyrir endann á. Landið er klárlega komið í vitund mun stærri hóps fólks um allan heim og með vexti flugsins er alltaf ódýrara og auðveldara að komast hingað,“ sagði Edward. Þegar tölfræði Isavia er greind kemur í ljós hvernig áhugi erlendra flugfélaga á Íslandi sem áfangastað hefur þróast á stuttum tíma. Litið aftur til ársins 2011 voru félögin tólf en eru nú rúmlega helmingi fleiri. Þrefalt til fjórfalt fleiri félög beina vélum sínum hingað á þessu ári en var árin 2005 til 2007, svo eitthvað sé tínt til. Sætaframboð gefur aðra mynd af því sama. Árið 2011 voru 3,4 milljónir sæta í boði en tæplega 6,1 milljón í fyrra. Lendingar í Keflavík fóru úr 12.430 í 19.769 á sama tímabili. Í samantekt turisti.is fyrir um ári kom fram að þegar sumardagskrá flugfélaganna hófst í lok mars í fyrra var boðið upp á áætlunarflug frá Íslandi til 64 flugvalla í 59 borgum og var þá leiguflug á vegum ferðaskrifstofa til sólarstranda ótalið. Tölfræði Ferðamálastofu sýnir enn fremur að fjöldamet voru slegin í öllum mánuðum ársins 2015 á Keflavíkurflugvelli. Aukning milli ára fór yfir 30 prósent fyrstu átta mánuði ársins en hlutfallslega var hún mest milli ára í október 49,3 prósent, september 39,4 prósent og maí 36,4 prósent. Þá liggur fyrir að janúarmet ársins 2015 hefur verið slegið myndarlega og enn svo tugprósentum skiptir – flugfarþegar í Keflavík í janúar voru rúmlega 290.000 eða um 60.000 fleiri en 2015. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Með hollustu að leiðarljósi Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Björn Óli Kárason er forstjóri ISAVIA. Á þessu ári munu fjórfalt fleiri flugfélög bjóða upp á áætlunarflug til og frá Keflavíkurflugvelli en árin fyrir hrun. Alls bjóða níu félög flug til fjölda áfangastaða frá Keflavík allt árið, en önnur sextán félög frá vormánuðum til hausts – eða alls 25. Árið 2005 voru flugfélögin sex alls sem buðu þessa þjónustu, þar af fjögur heilsársflugfélög. Þetta kemur fram í tölfræði sem Isavia tók saman fyrir Fréttablaðið. Ferðamálastofa greindi frá því um miðjan mánuðinn að fjöldi ferðamanna um Seyðisfjörð, Keflavíkurflugvöll og aðra flugvelli hefði verið um 1,3 milljónir árið 2015 eða 291 þúsund fleiri ferðamenn en árið 2014. Aukningin milli ára nemur 29,2 prósentum. Þessar tölur komu fram á sama tíma og öryggismál erlendra ferðamanna voru í hámæli, en í kjölfar þess mátti í ræðu og riti greina áhyggjur af þróuninni. Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri, benti á í viðtali við Fréttablaðið að gestir okkar yrðu örugglega 1,6 milljónir í ár og tvær milljónir árið 2017. „Fjölgun ferðafólks er beintengd vexti alþjóðlegra flugsamgangna og þar er mikil uppsveifla í gangi sem ekki sér fyrir endann á. Landið er klárlega komið í vitund mun stærri hóps fólks um allan heim og með vexti flugsins er alltaf ódýrara og auðveldara að komast hingað,“ sagði Edward. Þegar tölfræði Isavia er greind kemur í ljós hvernig áhugi erlendra flugfélaga á Íslandi sem áfangastað hefur þróast á stuttum tíma. Litið aftur til ársins 2011 voru félögin tólf en eru nú rúmlega helmingi fleiri. Þrefalt til fjórfalt fleiri félög beina vélum sínum hingað á þessu ári en var árin 2005 til 2007, svo eitthvað sé tínt til. Sætaframboð gefur aðra mynd af því sama. Árið 2011 voru 3,4 milljónir sæta í boði en tæplega 6,1 milljón í fyrra. Lendingar í Keflavík fóru úr 12.430 í 19.769 á sama tímabili. Í samantekt turisti.is fyrir um ári kom fram að þegar sumardagskrá flugfélaganna hófst í lok mars í fyrra var boðið upp á áætlunarflug frá Íslandi til 64 flugvalla í 59 borgum og var þá leiguflug á vegum ferðaskrifstofa til sólarstranda ótalið. Tölfræði Ferðamálastofu sýnir enn fremur að fjöldamet voru slegin í öllum mánuðum ársins 2015 á Keflavíkurflugvelli. Aukning milli ára fór yfir 30 prósent fyrstu átta mánuði ársins en hlutfallslega var hún mest milli ára í október 49,3 prósent, september 39,4 prósent og maí 36,4 prósent. Þá liggur fyrir að janúarmet ársins 2015 hefur verið slegið myndarlega og enn svo tugprósentum skiptir – flugfarþegar í Keflavík í janúar voru rúmlega 290.000 eða um 60.000 fleiri en 2015.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Með hollustu að leiðarljósi Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira