Stefnt að annarri söngkeppni sem færi fram í Hofi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. febrúar 2016 18:49 Ekki eru allir skólar ánægðir með fyrirkomulagið í ár. „Við höfum verið í viðræðum í tengslum við nýja keppni en það er ekkert staðfest ennþá. Eins og staðan er núna þá stefna þessir skólar að því að halda sína eigin keppni í Hofi í apríl,“ segir Fjölnir Brynjarsson inspector Menntaskólans á Akureyri í samtali við Vísi. MA er einn sex skóla sem ákveðið hefur að taka ekki þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna þetta árið.Fjölnir BrynjarssonHinir skólarnir sem hætt hafa við þátttöku eru Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu, Menntaskólinn á Tröllaskaga, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskóli Austurlands og Framhaldsskólinn á Laugum. Þessir fimm skólar sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem fram komi að fyrirkomulagið mismuni skólum eftir landfræðilegri legu. Að sögn Fjölnis eru fleiri skólar að íhuga að sniðganga aðalkeppnina í ár. „Það er hins vegar rétt að taka það fram að okkur langar ekki í neina samkeppni við SÍF [Samband íslenskra framhaldsskólanema] eða þeirra keppni. Okkar markmið er að endurvekja stemninguna sem fylgdi Söngkeppninni áður og okkur finnst hafa dalað að undanförnu.“ Fjölnir segir að skólarnir telji ekki rétt að aðeins fulltrúar tólf skóla fái að láta ljós sitt skína á aðalkeppninni. Hagur keppenda eigi að vera í fyrirrúmi og þeir eigi allir að fá tækifæri til að stíga á svið. Að auki felist í nýja fyrirkomulaginu kostnaður fyrir skóla. „Allir skólar þurfa að greiða þátttökugjald og þeir sem komast í sjónvarpið fá eingöngu tuttugu miða. Það fylgir því vesen að fara með svo lítinn hóp á milli landshluta og getur verið kostnaðarsamt fyrir litla skóla.“ Söngkeppni framhaldsskólana fór síðast fram á Akureyri árið 2014 og þá í Hofi. Árin á undan hafði hún farið fram í Höllinni. Söngkeppni framhaldsskólanna Tengdar fréttir Sex skólar draga sig úr Söngkeppni framhaldsskólanna og skoða það að halda sína eigin keppni Sex framhaldsskólar á landsbyggðinni munu ekki taka þátt í Söngkeppni Framhaldsskólanna vegna óánægju með nýtt fyrirkomulag keppninnar. 26. febrúar 2016 16:13 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
„Við höfum verið í viðræðum í tengslum við nýja keppni en það er ekkert staðfest ennþá. Eins og staðan er núna þá stefna þessir skólar að því að halda sína eigin keppni í Hofi í apríl,“ segir Fjölnir Brynjarsson inspector Menntaskólans á Akureyri í samtali við Vísi. MA er einn sex skóla sem ákveðið hefur að taka ekki þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna þetta árið.Fjölnir BrynjarssonHinir skólarnir sem hætt hafa við þátttöku eru Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu, Menntaskólinn á Tröllaskaga, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskóli Austurlands og Framhaldsskólinn á Laugum. Þessir fimm skólar sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem fram komi að fyrirkomulagið mismuni skólum eftir landfræðilegri legu. Að sögn Fjölnis eru fleiri skólar að íhuga að sniðganga aðalkeppnina í ár. „Það er hins vegar rétt að taka það fram að okkur langar ekki í neina samkeppni við SÍF [Samband íslenskra framhaldsskólanema] eða þeirra keppni. Okkar markmið er að endurvekja stemninguna sem fylgdi Söngkeppninni áður og okkur finnst hafa dalað að undanförnu.“ Fjölnir segir að skólarnir telji ekki rétt að aðeins fulltrúar tólf skóla fái að láta ljós sitt skína á aðalkeppninni. Hagur keppenda eigi að vera í fyrirrúmi og þeir eigi allir að fá tækifæri til að stíga á svið. Að auki felist í nýja fyrirkomulaginu kostnaður fyrir skóla. „Allir skólar þurfa að greiða þátttökugjald og þeir sem komast í sjónvarpið fá eingöngu tuttugu miða. Það fylgir því vesen að fara með svo lítinn hóp á milli landshluta og getur verið kostnaðarsamt fyrir litla skóla.“ Söngkeppni framhaldsskólana fór síðast fram á Akureyri árið 2014 og þá í Hofi. Árin á undan hafði hún farið fram í Höllinni.
Söngkeppni framhaldsskólanna Tengdar fréttir Sex skólar draga sig úr Söngkeppni framhaldsskólanna og skoða það að halda sína eigin keppni Sex framhaldsskólar á landsbyggðinni munu ekki taka þátt í Söngkeppni Framhaldsskólanna vegna óánægju með nýtt fyrirkomulag keppninnar. 26. febrúar 2016 16:13 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Sex skólar draga sig úr Söngkeppni framhaldsskólanna og skoða það að halda sína eigin keppni Sex framhaldsskólar á landsbyggðinni munu ekki taka þátt í Söngkeppni Framhaldsskólanna vegna óánægju með nýtt fyrirkomulag keppninnar. 26. febrúar 2016 16:13