Sex skólar draga sig úr Söngkeppni framhaldsskólanna og skoða það að halda sína eigin keppni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. febrúar 2016 16:13 Sex framhaldsskólar á landsbyggðinni munu ekki taka þátt í Söngkeppni Framhaldsskólanna vegna óánægju með nýtt fyrirkomulag keppninnar. Sex framhaldsskólar á landsbygðinni hafa ákveðið að taka ekki þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna í ár vegna breytinga sem ráðgert er að gera á fyrirkomulagi keppninnar. Verið er að skoða hvort skólarnir geti haldið sína eigin keppni á Akureyri. Nemendafélög Menntaskólans á Akureyri, Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu, Menntaskólans á Tröllaskaga, Verkmenntaskólans á Akureyri, Verkmenntaskóla Austurlands og Framhaldsskólans á Laugum drógu sig úr keppninni. Í sameiginlegri yfirlýsingu síðastnefndu skólanna fimm segir að fyrirhugaðar breytingar á keppninni komi illa við skóla á landsbyggðinni og sé skólum mismunað eftir landfræðilegri staðsetningu.Nýtt fyrirkomulag veldur usla Til stendur að aðeins tólf atriði taki þátt í lokakeppninni sem fram fer í Reykjavík 9. apríl. Hver skóli þarf að senda upptöku af sínu atriði inn til sérstakrar dómnefndar sem metur atriðin og velur þau sem munu taka þátt í aðalkeppninni. Hver skóli greiðir 40 þúsund krónur fyrir það að senda inn slíka upptöku auk þess sem þeir skólar sem valdir verða áfram í lokakeppninni greiða 30 þúsund í þátttökugjald. Þá bætist við að skólar þurfa að skuldbinda sig til þess að selja 20 til nemenda sinna á aðalkeppnina. Þetta gagnrýna nemendafélögin harðlega og segja ekkert tillit tekið til þess aukakostnaðar sem falli á nemendafélög landsbyggðarskóla, dýrt sé að senda keppendur tvisvar til Reykjavíkur auk áhorfenda.Skoða það að halda eigin keppni á AkureyriÍ yfirlýsingu frá nemendafélagi Menntaskólans á Akureyri er tekið undir þessi sjónarmið skólanna fimm og því bætt við að skólarnir séu með fyrirætlanir um að halda eigin keppni á Akureyri með skólum sem ekki hyggjast taka þátt í söngkeppni Framhaldsskólanna. Söngkeppnin er gjarnan einn stærsti viðburður félagslífsins í skólaári framhaldsskólanna. Forsvarsmenn keppninnar segja þó að svo virðist sem að dvínandi áhugi hafi virst fyrir keppninni og reynst hafi erfitt að fá fólk til að mæta á aðalkeppni. Keppnin hefur gjarnan verið haldin á Akureyri en stjórn keppninnar ákvað að það væri ekki hægt í ár vegna kostnaðar við að halda keppnina þar, hefði þáttökugjald þurft að vera um 150 þúsund krónur. Til þess að halda þáttökugjaldinu niðri hefði því verið ákveðið að að flytja söngkeppnina til Reykjavíkur.Sameiginleg yfirlýsing nemendafélaga VMA, FAS, FL, VA og MTRVA dregur sig úr söngkeppni FramhaldsskólannaÍ ljósi fyrirhugaðra breytinga og þeirra breytinga sem hafa orðið á Sö...Posted by Nemendafélag VA on Friday, 26 February 2016Yfirlýsing Hugins, nemendafélags Menntaskólans á AkureyriUndanfarin ár hafa orðið miklar breytingar á Söngkeppni framhaldsskólanna. Í ár hafa orðið enn frekari breytingar sem fela í sér að einungis 12 skólar af 30 munu fá tækifæri til að taka þátt í lokakeppninni.Þetta hefur orðið til þess að Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur þegar dregið sig úr keppninni og ætlum við í Menntaskólanum á Akureyri að gera slíkt hið samaFyrirkomulag keppninnar í ár er þannig háttað að allir skólar borga þátttökugjald óháð því hvort þeir komist í gegnum niðurskurðinn eða ekki. Þeir skólar sem svo fá tækifæri til að flytja atriði sitt í keppninni þurfa svo að greiða frekara þátttökugjald auk þess að vera skylt að selja 20 miða á keppnina með tilheyrandi ferðakostnaði fyrir skóla, sérstaklega af landsbyggðinni.Við teljum að þessar breytingar séu ekki til hagsmunabóta, hvorki fyrir keppendur né framhaldsskólanemanda almennt. Við sjáum því ekki hag okkar að þessu sinni í því að taka þátt en fyriráætlanir eru um að halda okkar eigin keppni hér fyrir norðan, ásamt VMA og fleiri skólum sem hyggjast ekki taka þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna.Líkt og Þórduna hvetjum við því aðra skóla, sem og landsmenn alla, að kynna sér málið og fylgja því eftir.Stjórn Hugins:Agnes Erla Hólmarsdóttir, meðstjórnandiBjarki Bernardsson, gjaldkeriFannar Rafn Gíslason, varaformaðurFjölnir Brynjarsson, formaðurJóhanna Þorgilsdóttir, skemmtannastjóriÓlafur Ingi Sigurðarson, forseti hagsmunaráðsÓskar Jóel Jónsson, ritariSigrún Ösp Aðalgeirsdóttir, forseti fjáröflunarnefndar Söngkeppni framhaldsskólanna Tengdar fréttir Tónkvíslin í beinni á Vísi og Bravó Annað kvöld fer fram söngkeppnin Tónkvíslin sem hefur verið haldin af Nemendafélagi Framhaldsskólans á Laugum allt frá árinu 2006. Keppnin verður í beinni útsendingu á Bravó og Vísi og hefst hún klukkan 19:30. 26. febrúar 2016 11:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Sex framhaldsskólar á landsbygðinni hafa ákveðið að taka ekki þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna í ár vegna breytinga sem ráðgert er að gera á fyrirkomulagi keppninnar. Verið er að skoða hvort skólarnir geti haldið sína eigin keppni á Akureyri. Nemendafélög Menntaskólans á Akureyri, Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu, Menntaskólans á Tröllaskaga, Verkmenntaskólans á Akureyri, Verkmenntaskóla Austurlands og Framhaldsskólans á Laugum drógu sig úr keppninni. Í sameiginlegri yfirlýsingu síðastnefndu skólanna fimm segir að fyrirhugaðar breytingar á keppninni komi illa við skóla á landsbyggðinni og sé skólum mismunað eftir landfræðilegri staðsetningu.Nýtt fyrirkomulag veldur usla Til stendur að aðeins tólf atriði taki þátt í lokakeppninni sem fram fer í Reykjavík 9. apríl. Hver skóli þarf að senda upptöku af sínu atriði inn til sérstakrar dómnefndar sem metur atriðin og velur þau sem munu taka þátt í aðalkeppninni. Hver skóli greiðir 40 þúsund krónur fyrir það að senda inn slíka upptöku auk þess sem þeir skólar sem valdir verða áfram í lokakeppninni greiða 30 þúsund í þátttökugjald. Þá bætist við að skólar þurfa að skuldbinda sig til þess að selja 20 til nemenda sinna á aðalkeppnina. Þetta gagnrýna nemendafélögin harðlega og segja ekkert tillit tekið til þess aukakostnaðar sem falli á nemendafélög landsbyggðarskóla, dýrt sé að senda keppendur tvisvar til Reykjavíkur auk áhorfenda.Skoða það að halda eigin keppni á AkureyriÍ yfirlýsingu frá nemendafélagi Menntaskólans á Akureyri er tekið undir þessi sjónarmið skólanna fimm og því bætt við að skólarnir séu með fyrirætlanir um að halda eigin keppni á Akureyri með skólum sem ekki hyggjast taka þátt í söngkeppni Framhaldsskólanna. Söngkeppnin er gjarnan einn stærsti viðburður félagslífsins í skólaári framhaldsskólanna. Forsvarsmenn keppninnar segja þó að svo virðist sem að dvínandi áhugi hafi virst fyrir keppninni og reynst hafi erfitt að fá fólk til að mæta á aðalkeppni. Keppnin hefur gjarnan verið haldin á Akureyri en stjórn keppninnar ákvað að það væri ekki hægt í ár vegna kostnaðar við að halda keppnina þar, hefði þáttökugjald þurft að vera um 150 þúsund krónur. Til þess að halda þáttökugjaldinu niðri hefði því verið ákveðið að að flytja söngkeppnina til Reykjavíkur.Sameiginleg yfirlýsing nemendafélaga VMA, FAS, FL, VA og MTRVA dregur sig úr söngkeppni FramhaldsskólannaÍ ljósi fyrirhugaðra breytinga og þeirra breytinga sem hafa orðið á Sö...Posted by Nemendafélag VA on Friday, 26 February 2016Yfirlýsing Hugins, nemendafélags Menntaskólans á AkureyriUndanfarin ár hafa orðið miklar breytingar á Söngkeppni framhaldsskólanna. Í ár hafa orðið enn frekari breytingar sem fela í sér að einungis 12 skólar af 30 munu fá tækifæri til að taka þátt í lokakeppninni.Þetta hefur orðið til þess að Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur þegar dregið sig úr keppninni og ætlum við í Menntaskólanum á Akureyri að gera slíkt hið samaFyrirkomulag keppninnar í ár er þannig háttað að allir skólar borga þátttökugjald óháð því hvort þeir komist í gegnum niðurskurðinn eða ekki. Þeir skólar sem svo fá tækifæri til að flytja atriði sitt í keppninni þurfa svo að greiða frekara þátttökugjald auk þess að vera skylt að selja 20 miða á keppnina með tilheyrandi ferðakostnaði fyrir skóla, sérstaklega af landsbyggðinni.Við teljum að þessar breytingar séu ekki til hagsmunabóta, hvorki fyrir keppendur né framhaldsskólanemanda almennt. Við sjáum því ekki hag okkar að þessu sinni í því að taka þátt en fyriráætlanir eru um að halda okkar eigin keppni hér fyrir norðan, ásamt VMA og fleiri skólum sem hyggjast ekki taka þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna.Líkt og Þórduna hvetjum við því aðra skóla, sem og landsmenn alla, að kynna sér málið og fylgja því eftir.Stjórn Hugins:Agnes Erla Hólmarsdóttir, meðstjórnandiBjarki Bernardsson, gjaldkeriFannar Rafn Gíslason, varaformaðurFjölnir Brynjarsson, formaðurJóhanna Þorgilsdóttir, skemmtannastjóriÓlafur Ingi Sigurðarson, forseti hagsmunaráðsÓskar Jóel Jónsson, ritariSigrún Ösp Aðalgeirsdóttir, forseti fjáröflunarnefndar
Söngkeppni framhaldsskólanna Tengdar fréttir Tónkvíslin í beinni á Vísi og Bravó Annað kvöld fer fram söngkeppnin Tónkvíslin sem hefur verið haldin af Nemendafélagi Framhaldsskólans á Laugum allt frá árinu 2006. Keppnin verður í beinni útsendingu á Bravó og Vísi og hefst hún klukkan 19:30. 26. febrúar 2016 11:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Tónkvíslin í beinni á Vísi og Bravó Annað kvöld fer fram söngkeppnin Tónkvíslin sem hefur verið haldin af Nemendafélagi Framhaldsskólans á Laugum allt frá árinu 2006. Keppnin verður í beinni útsendingu á Bravó og Vísi og hefst hún klukkan 19:30. 26. febrúar 2016 11:30