Flugvél brotlendir á þjóðvegi í Kaliforníu Finnur Thorlacius skrifar 26. febrúar 2016 11:01 Á mánudaginn var neyddist flugmaður lítillar flugvélar að nauðlenda á bílvegi í Pacoima í Kaliforníu og skemmdi nokkra bíla í dramatískri nauðlendingu. Náðist myndskeið af atvikinu á öryggismyndavél, sem sjá má hér. Þó ólíklegt megi teljast þá meiddist enginn í nauðlendingunni, hvorki ökumenn né flugmaður vélarinnar. Flugmaðurinn þurfti að forðast bæði bíla og gangandi vegfarendur og má segja að aðeins heppni hafi valdið því að ekki hafi farið ver. Því fór þessi nauðlending á allra besta veg miðað við aðstæður. Ekki er ljóst hvað olli því að flugmaðurinn þurfti að nauðlenda en þó virðist flest benda til þess að vélin hafi verið vélarvana en á henni er aðeins einn mótor. Á þessum sama stað í nágrenni Whiteman flugvallararins í Kaliforníu fyrir um ári varð annað flugslys þar sem lítil flugvél fór niður og þá fórst flugmaður hennar. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Á mánudaginn var neyddist flugmaður lítillar flugvélar að nauðlenda á bílvegi í Pacoima í Kaliforníu og skemmdi nokkra bíla í dramatískri nauðlendingu. Náðist myndskeið af atvikinu á öryggismyndavél, sem sjá má hér. Þó ólíklegt megi teljast þá meiddist enginn í nauðlendingunni, hvorki ökumenn né flugmaður vélarinnar. Flugmaðurinn þurfti að forðast bæði bíla og gangandi vegfarendur og má segja að aðeins heppni hafi valdið því að ekki hafi farið ver. Því fór þessi nauðlending á allra besta veg miðað við aðstæður. Ekki er ljóst hvað olli því að flugmaðurinn þurfti að nauðlenda en þó virðist flest benda til þess að vélin hafi verið vélarvana en á henni er aðeins einn mótor. Á þessum sama stað í nágrenni Whiteman flugvallararins í Kaliforníu fyrir um ári varð annað flugslys þar sem lítil flugvél fór niður og þá fórst flugmaður hennar.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira