Valur varð í kvöld Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu eftir sigur á Fylki í úrslitaleiknum sem fór fram í Egilshöll í kvöld, 1-0.
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 59. mínútu en hún sneri aftur til Vals í haust úr atvinnumennsku.
Fylkir vann KR í undanúrslitunum, 3-1, fyrr í þessum mánuði og Valur hafði þá betur gegn HK/Víkingi, 9-0. Bæði Valur og Fylkir höfðu mikla yfirburði í sínum riðlum í mótinu.
Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari 365, var á vellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir.
Valur Reykjavíkurmeistari eftir sigur á Fylki | Myndir
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn


Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti
