Þriggja ára fangelsi fyrir Landsbankaránið Kolbeinn Tumi Daðason og Bjarki Ármannsson skrifa 25. febrúar 2016 11:47 Frá vettvangi ránsins í Borgartúni. Vísir/Vilhelm Ólafur Ingi Gunnarsson og Jóel Maron Hannesson voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa brotist inn í Landsbankann í Borgartúni í desember síðastliðnum. Dómur var kveðinn upp í gær en þeir játuðu brot sitt fyrir dómi. Báðir voru með andlitið hulið og klæddir hettupeysu, Ólafur Ingi með eftirlíkingu af skammbyssu og Jóel Maron með hníf. Ógnaði Ólafur gjaldkera með byssunni og tók peninga úr sjóðsvél sem gjaldkerinn neyddist til að opna.Sjá einnig: Vitni lýsir ráninu í Landsbankanum Til undirbúnings ráninu höfðu þeir tekið sendibifreið ófrjálsri hendi og komu á henni að bankanum. Þeir skildu bifreiðina eftir í gangi og óku á brott eftir ránið. Þeir földu síðar ránsfenginn og reyndu á annan hátt að dylja slóð sína. Lögreglan hóf þegar umfangsmikla eftirgrennslan og var myndum af ræningjunum dreift. Ábendingar bárust um að ákærðu kynnu að hafa verið að verki. Þeir gáfu sig svo fram við lögreglu að tilstuðlan aðstandenda sinna um miðnætti sama dag og ránið var framið. Þá vísuðu þeir á ránsfenginn sem komst til skila.Frá Héraðsdómi Reykjavíkur á gamlársdag þegar mennirnir voru fyrst úrskurðaðir í gæsluvarðhald.Vísir/EgillMennirnir höfðu á brott með sér 558 þúsund íslenskar krónur, 1080 evrur, 10 þúsund japönsk jen, 500 danskar krónur og 20 pund, alls rúmlega 700 þúsund krónur. Útibúinu var lokað eftir ránið og viðskiptavinum og starfsfólki boðin áfallahjálp. Sjá einnig: Svona útveguðu ræningjarnir sér flóttabíl Jóel Maron var með hreint sakarvottorð en Ólafur Ingi átti að baki þrjátíu daga fangelsisdóm fyrir umferðarlagabrot. Þeir eru rétt rúmlega tvítugir. Sendibifreiðin sem þeir flúðu á eftir ránið var í eigu Hverafoldar bakarís en þeir höfðu rænt henni í Hafnarfirði fyrr um daginn. Í viðtali við Vísi greindi Jarek Kuczynski, eigandi bakarísins, frá því að hann hafi tilkynnt að bílnum hefði verið stolið og stuttu síðar fengið þær fréttir frá lögreglu að hann hefði verið notaður í bankaráni. Bíllinn var skilinn eftir í Barmahlíð í Reykjavík og hófst umfangsmikil leit að þeim í Öskjuhlíðunni, þar sem meðal annars var notast við þyrlu Landhelgisgæslunnar. Alls voru fimm manns handteknir við rannsókn málsins. Tengdar fréttir Bankaræningjarnir áfram í gæsluvarðhaldi Mennirnir tveir sem rændu útibú Landsbankans í Borgartúni þann 30. desember hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 7. mars en mennirnir hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan á gamlársdag. 8. febrúar 2016 15:57 Svona útveguðu ræningjarnir sér flóttabíl: Óku um með brauð og berlínarbollur aftur í Jarek Kuczynski, eigandi Hverafoldar bakarís, segir að bílnum hafi verið stolið í Hafnarfirði í morgun. 30. desember 2015 19:30 Bankastarfsmenn í Borgartúni farið á tvo hópfundi með sérfræðingi í áföllum í kjölfar ránsins Starfsfólk útibús Landsbankans í Borgartúni fór á tvo hópfundi með sérfræðingi í áföllum í kjölfar bankaráns sem framið var í útibúinu fyrir viku síðan. Þá býðst starfsfólkinu einnig að fá sérstaka tíma í áfallahjálp að sögn Rúnars Pálmasonar, upplýsingafulltrúa bankans. 6. janúar 2016 12:29 Þrír handteknir: Ræningjarnir notuðu eftirlíkingu af skammbyssu Lögregla leitar enn tveggja manna vegna bankaránsins í Borgartúni fyrr í dag. 30. desember 2015 21:34 Ránsfengurinn fannst í Öskjuhlíð Ránsfengurinn úr útibúi Landsbankans í Borgartúni fannst í Öskjuhlíð um hádegisbil í dag. 31. desember 2015 12:34 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira
Ólafur Ingi Gunnarsson og Jóel Maron Hannesson voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa brotist inn í Landsbankann í Borgartúni í desember síðastliðnum. Dómur var kveðinn upp í gær en þeir játuðu brot sitt fyrir dómi. Báðir voru með andlitið hulið og klæddir hettupeysu, Ólafur Ingi með eftirlíkingu af skammbyssu og Jóel Maron með hníf. Ógnaði Ólafur gjaldkera með byssunni og tók peninga úr sjóðsvél sem gjaldkerinn neyddist til að opna.Sjá einnig: Vitni lýsir ráninu í Landsbankanum Til undirbúnings ráninu höfðu þeir tekið sendibifreið ófrjálsri hendi og komu á henni að bankanum. Þeir skildu bifreiðina eftir í gangi og óku á brott eftir ránið. Þeir földu síðar ránsfenginn og reyndu á annan hátt að dylja slóð sína. Lögreglan hóf þegar umfangsmikla eftirgrennslan og var myndum af ræningjunum dreift. Ábendingar bárust um að ákærðu kynnu að hafa verið að verki. Þeir gáfu sig svo fram við lögreglu að tilstuðlan aðstandenda sinna um miðnætti sama dag og ránið var framið. Þá vísuðu þeir á ránsfenginn sem komst til skila.Frá Héraðsdómi Reykjavíkur á gamlársdag þegar mennirnir voru fyrst úrskurðaðir í gæsluvarðhald.Vísir/EgillMennirnir höfðu á brott með sér 558 þúsund íslenskar krónur, 1080 evrur, 10 þúsund japönsk jen, 500 danskar krónur og 20 pund, alls rúmlega 700 þúsund krónur. Útibúinu var lokað eftir ránið og viðskiptavinum og starfsfólki boðin áfallahjálp. Sjá einnig: Svona útveguðu ræningjarnir sér flóttabíl Jóel Maron var með hreint sakarvottorð en Ólafur Ingi átti að baki þrjátíu daga fangelsisdóm fyrir umferðarlagabrot. Þeir eru rétt rúmlega tvítugir. Sendibifreiðin sem þeir flúðu á eftir ránið var í eigu Hverafoldar bakarís en þeir höfðu rænt henni í Hafnarfirði fyrr um daginn. Í viðtali við Vísi greindi Jarek Kuczynski, eigandi bakarísins, frá því að hann hafi tilkynnt að bílnum hefði verið stolið og stuttu síðar fengið þær fréttir frá lögreglu að hann hefði verið notaður í bankaráni. Bíllinn var skilinn eftir í Barmahlíð í Reykjavík og hófst umfangsmikil leit að þeim í Öskjuhlíðunni, þar sem meðal annars var notast við þyrlu Landhelgisgæslunnar. Alls voru fimm manns handteknir við rannsókn málsins.
Tengdar fréttir Bankaræningjarnir áfram í gæsluvarðhaldi Mennirnir tveir sem rændu útibú Landsbankans í Borgartúni þann 30. desember hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 7. mars en mennirnir hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan á gamlársdag. 8. febrúar 2016 15:57 Svona útveguðu ræningjarnir sér flóttabíl: Óku um með brauð og berlínarbollur aftur í Jarek Kuczynski, eigandi Hverafoldar bakarís, segir að bílnum hafi verið stolið í Hafnarfirði í morgun. 30. desember 2015 19:30 Bankastarfsmenn í Borgartúni farið á tvo hópfundi með sérfræðingi í áföllum í kjölfar ránsins Starfsfólk útibús Landsbankans í Borgartúni fór á tvo hópfundi með sérfræðingi í áföllum í kjölfar bankaráns sem framið var í útibúinu fyrir viku síðan. Þá býðst starfsfólkinu einnig að fá sérstaka tíma í áfallahjálp að sögn Rúnars Pálmasonar, upplýsingafulltrúa bankans. 6. janúar 2016 12:29 Þrír handteknir: Ræningjarnir notuðu eftirlíkingu af skammbyssu Lögregla leitar enn tveggja manna vegna bankaránsins í Borgartúni fyrr í dag. 30. desember 2015 21:34 Ránsfengurinn fannst í Öskjuhlíð Ránsfengurinn úr útibúi Landsbankans í Borgartúni fannst í Öskjuhlíð um hádegisbil í dag. 31. desember 2015 12:34 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira
Bankaræningjarnir áfram í gæsluvarðhaldi Mennirnir tveir sem rændu útibú Landsbankans í Borgartúni þann 30. desember hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 7. mars en mennirnir hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan á gamlársdag. 8. febrúar 2016 15:57
Svona útveguðu ræningjarnir sér flóttabíl: Óku um með brauð og berlínarbollur aftur í Jarek Kuczynski, eigandi Hverafoldar bakarís, segir að bílnum hafi verið stolið í Hafnarfirði í morgun. 30. desember 2015 19:30
Bankastarfsmenn í Borgartúni farið á tvo hópfundi með sérfræðingi í áföllum í kjölfar ránsins Starfsfólk útibús Landsbankans í Borgartúni fór á tvo hópfundi með sérfræðingi í áföllum í kjölfar bankaráns sem framið var í útibúinu fyrir viku síðan. Þá býðst starfsfólkinu einnig að fá sérstaka tíma í áfallahjálp að sögn Rúnars Pálmasonar, upplýsingafulltrúa bankans. 6. janúar 2016 12:29
Þrír handteknir: Ræningjarnir notuðu eftirlíkingu af skammbyssu Lögregla leitar enn tveggja manna vegna bankaránsins í Borgartúni fyrr í dag. 30. desember 2015 21:34
Ránsfengurinn fannst í Öskjuhlíð Ránsfengurinn úr útibúi Landsbankans í Borgartúni fannst í Öskjuhlíð um hádegisbil í dag. 31. desember 2015 12:34