Repúblikanar á öldungadeild bandaríkjaþings ætla ekkert að aðhafast í að útnefna nýjan hæstaréttardómara. Þeir segja það vera verk þjóðarinnar og næsta forseta Bandaríkjanna. Hæstaréttardómarinn Antonin Scalia dó nýverið og samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna á forsetinn að tilnefna nýjan dómara og öldungaþingmanna að staðfesta eða hafna viðkomandi.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt að hann muni tilnefna hæfan einstakling fljótlega. Hann ætlast til þess að þingmenn vinni vinnuna sína.
Mitch McConnell, leiðtogi öldungaþingmanna Repúblikana, segir að þess til gerð nefnd muni ekki funda með þeim sem Obama tilnefnir og engin skref verði tekin til að koma ferlinu áfram. AP fréttaveitan segir aðgerðir sem þessar fáheyrðar.
Sem stendur eru einungis átta hæstaréttardómarar að störfum í Bandaríkjunum. Fjórir þeirra voru tilnefndir af Repúblikönum og fjórir af Demókrötum. Dómurinn á að taka á nokkrum mjög umdeildum málum á næstu mánuðum eins og fóstureyðingum og flóttamannavandanum.
Repúblikanar segja lok, lok og læs

Tengdar fréttir

Obama sendir Repúblikönum tóninn
Segist ætla að velja hæfan hæstaréttardómara og biður þingmenn um að vinna vinnuna sína.

Umdeildur hæstaréttardómari allur
Hart er tekist á um skipan nýs hæstaréttadómara í Bandaríkjunum eftir að hinn umdeildi Antonin Scalia lést í gær. Jón Steinar Gunnlaugsson segir mikinn missi af Scalia, sem hafi verið mikill áhrifavaldur í sínu fagi.

Obama vill skipa nýjan dómara eins fljótt og unnt er
Andlát hæstaréttardómarans Antonin Scalia mun hafa átök í för með sér í bandarískum stjórnmálum.