Sturla verður viðstaddur sérstakar Q&A-sýningar myndarinnar sem verða á laugardag og sunnudag. Þar geta kvikmyndahúsgestir spurt hann spjörunum úr og satt forvitni sína um það sem gerist að tjaldabaki við gerð svo sérstakrar kvikmyndar. Eins og margir þá hóf Sturla feril sinn við tökur á heimildarmyndum, tónlistarmyndböndum og stuttmyndum. Á þeirri vegferð kynntist hann þýska leikaranum og leikstjóranum Sebastian Schipper sem vildi fá hann til að taka kvikmynd sína Victoria.

Q&A-sýningarnar verða á laugardag kl. 17.30 og á sunnudag kl. 15.30.
Nánari upplýsingar má finna á www.stockfishfestival.is.
VIÐBURÐIR Á STOCKFISH 2016:
Allir viðburðirnir fara fram í Bíói Paradís
VERK Í VINNSLU - Fimmtudaginn 25. febrúar kl. 13.30. Frítt inn og allir velkomnir.
PALLBORÐSUMRÆÐAN Big Stories – Little Countries: How to reach the world with stories in a language spoken by few. Fimmtudaginn 25. febrúar kl. 16-17. Frítt inn og allir velkomnir.
MIDPOINT MASTERKLASSI – Föstudaginn 26. febrúar kl. 18-19. Frítt inn og allir velkomnir.
FYRIRLESTUR: Third Epoch of Production Design? Son of Saul and it’s Visualization – Laugardaginn 27. febrúar kl. 13.30. Frítt inn og allir velkomnir.
THE ROAD TO ISTANBUL –Q&A með leikstjóranum Rachid Bouchareb,miðvikudaginn 24. febrúar kl. 20.15 og fimmtudaginn 25. febrúar kl. 18.00.
SON OF SAUL – Q&A sýningar með leikmyndahönnuðinum László Rajk fimmtudaginn 25. febrúar kl. 20.30 og föstudaginn 26. febrúar kl. 20.00.
THE WITCH - Q&A með Robert Eggers, föstudaginn 26. febrúar kl. 20.
VICTORIA - Q&A-sýningar með upptökustjóranum Sturla Brandth Grøvlen, laugardaginn 27. febrúar kl. 17.30 og sunnudaginn 28. febrúar kl. 15.30.
LOKAHÓF STOCKFISH - 27. febrúar kl 19.00.
Uppskeruhátíð kvikmyndagerðarfólks á Íslandi – Eddan og Óskarinn. Haldin 28. febrúar í Bíói Paradís.