Náðu að lesta fimm hundruð tonnum af áli Aðalsteinn Kjartansson skrifar 24. febrúar 2016 12:38 Frá Straumsvík í morgun. Vísir/Vilhelm „Það var búið að lesta einhverjum fimm hundruð tonnum af áli,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sem fór í Straumsvík í morgun til að styðja við verkfallsvörslu félagsmanna í Hlíf. Verkfall félagsmanna Hlífar sem starfa við að lesta áli í skip við verksmiðju Rio Tinto Alcan hófst á miðnætti. Telja sig hafa fulla heimild Verkfallsverðir stöðvuð lestunina nú um hádegisbil. Gylfi segir að Hlíf hafi verið í fullum rétti til þess. „Við teljum að þetta sé brot á því sem er heimilt er, að það megi ekki ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. Við töldum okkar hafa fulla heimild til þess að koma í veg fyrir þessa lestun,“ segir hann. Formaður Hlífar, Kolbeinn Gunnarsson, sagði við Vísi í morgun að verkefni dagsins væri að hindra það að gengið verði í störf starfsmanna álversins.vísir/anton brinkGylfi segir að ef menn telja vera einhver lögfræðileg þrætuepli um málið eigi það að fara sína leið í réttarkerfinu en ekki að taka slag við starfsmenn á bryggjunni. „Það er alveg ljóst að deilan er komin á mjög alvarlegt stig,“ segir Gylfi sem segir starfsmenn hafa verið beittir þvingunum í 14 mánuði. „Þær þvinganir felast í því að starfsmennirnir hafa ekki fengið launahækkanir eins og allir aðrir landsmenn. Það eitt og sér er þvingunaraðferð, að vera að þvinga starfsmenn til að samþykkja eitthvað sem þeir vilja ekki samþykkja,“ segir hann. „Þeir bara neita að semja.“Verkfallsverðir stöðvuðu álflutning úr álverinu í Straumsvík.Vísir/VilhelmLöglega boðað verkfall Gylfi segir að félagsdómur hafi úrskurðað um lögmæti verkfallsaðgerðanna í gærkvöldi. Skiljanlega þurfi hún að vera skýr og öllum ljóst hverjir það eru sem leggja niður störf. Hann segir engan vafa vera um það í þessu tilviki. „Þetta er tiltölulega einfalt. Það er þarna deild í fyrirtækinu sem heitir flutningadeild sem að skipar út áli sem er tiltölulega auðkennanlegt,“ segir hann. „Og okkur er þetta heimilt og okkur er þá líka heimilt að fylgja þessu eftir.“ Gylfi segist óttast það að deilur sem þessar verði harðari ákveði fyrirtæki að hverfa aftur til þess tíma þar sem reynt var að fá aðila utan stéttarfélaganna til að ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. „Þá verða starfsmenn að verja sinn rétt með beinum hætti,“ segir hann. „Ég held að það sé ekki mjög klókt hjá atvinnulífinu að gera,“ segir Gylfi. Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir „Rannveig Rist er komin niður á höfn með hóp stjórnenda sem ætlar að ganga í störfin“ Verkfall starfsmanna í álverinu í Straumsvík er hafið. 24. febrúar 2016 09:37 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fleiri fréttir Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Sjá meira
„Það var búið að lesta einhverjum fimm hundruð tonnum af áli,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sem fór í Straumsvík í morgun til að styðja við verkfallsvörslu félagsmanna í Hlíf. Verkfall félagsmanna Hlífar sem starfa við að lesta áli í skip við verksmiðju Rio Tinto Alcan hófst á miðnætti. Telja sig hafa fulla heimild Verkfallsverðir stöðvuð lestunina nú um hádegisbil. Gylfi segir að Hlíf hafi verið í fullum rétti til þess. „Við teljum að þetta sé brot á því sem er heimilt er, að það megi ekki ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. Við töldum okkar hafa fulla heimild til þess að koma í veg fyrir þessa lestun,“ segir hann. Formaður Hlífar, Kolbeinn Gunnarsson, sagði við Vísi í morgun að verkefni dagsins væri að hindra það að gengið verði í störf starfsmanna álversins.vísir/anton brinkGylfi segir að ef menn telja vera einhver lögfræðileg þrætuepli um málið eigi það að fara sína leið í réttarkerfinu en ekki að taka slag við starfsmenn á bryggjunni. „Það er alveg ljóst að deilan er komin á mjög alvarlegt stig,“ segir Gylfi sem segir starfsmenn hafa verið beittir þvingunum í 14 mánuði. „Þær þvinganir felast í því að starfsmennirnir hafa ekki fengið launahækkanir eins og allir aðrir landsmenn. Það eitt og sér er þvingunaraðferð, að vera að þvinga starfsmenn til að samþykkja eitthvað sem þeir vilja ekki samþykkja,“ segir hann. „Þeir bara neita að semja.“Verkfallsverðir stöðvuðu álflutning úr álverinu í Straumsvík.Vísir/VilhelmLöglega boðað verkfall Gylfi segir að félagsdómur hafi úrskurðað um lögmæti verkfallsaðgerðanna í gærkvöldi. Skiljanlega þurfi hún að vera skýr og öllum ljóst hverjir það eru sem leggja niður störf. Hann segir engan vafa vera um það í þessu tilviki. „Þetta er tiltölulega einfalt. Það er þarna deild í fyrirtækinu sem heitir flutningadeild sem að skipar út áli sem er tiltölulega auðkennanlegt,“ segir hann. „Og okkur er þetta heimilt og okkur er þá líka heimilt að fylgja þessu eftir.“ Gylfi segist óttast það að deilur sem þessar verði harðari ákveði fyrirtæki að hverfa aftur til þess tíma þar sem reynt var að fá aðila utan stéttarfélaganna til að ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. „Þá verða starfsmenn að verja sinn rétt með beinum hætti,“ segir hann. „Ég held að það sé ekki mjög klókt hjá atvinnulífinu að gera,“ segir Gylfi.
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir „Rannveig Rist er komin niður á höfn með hóp stjórnenda sem ætlar að ganga í störfin“ Verkfall starfsmanna í álverinu í Straumsvík er hafið. 24. febrúar 2016 09:37 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fleiri fréttir Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Sjá meira
„Rannveig Rist er komin niður á höfn með hóp stjórnenda sem ætlar að ganga í störfin“ Verkfall starfsmanna í álverinu í Straumsvík er hafið. 24. febrúar 2016 09:37