Eigendur íbúðarinnar eru þau Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, sjónvarpskokkur, og eiginmaður hennar Haraldur Haraldsson. Þau skötuhjúin eru að flytja upp á Skaga.
Með íbúðinni fylgir stæði í bílakjallara en eignin er á efstu hæð, með fallegu útsýni af suðursvölum. Neðri hæðin er sextíu fermetrar og síðan eru 28 fermetrar í risinu en flatarmál efri hæðarinnar er töluvert meira þar sem hluti er undir súð.
Virkilega smekkleg eign en sjá má myndir innan úr íbúðinni hér að neðan. Neðst í fréttinni má síðan sjá myndband úr hverfinu.







