Hótelstjórinn á Hótel Adam vildi ekki svara spurningum blaðamanns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2016 11:45 Þeirri spurningu er t.d. enn ósvarað hvers vegna latexhanski var yfir reykskynjara á gangi á 2. hæð hótelsins, fyrir utan herbergið sem blaðamaður Vísis gisti í á dögunum. „Ég hef ekkert við þig að segja,“ var það eina sem hóteleigandinn Ragnar Guðmundsson, hjá Hóteli Adam, sagði þegar reynt var að fá svör við ósvöruðum spurningum um starfsemi hótelsins. „Það er ekkert af mér að frétta.“ Neytendastofa hefur sömuleiðis engin svör fengið frá Ragnari vegna tilmæla um að betra væri fyrir gesti að kaupa átappað vatn hótelsins en að drekka vatn úr krönunum.Hótel Adam er merkt sem þriggja stjörnu hótel. Það er staðsett við hlið Krambúðarinnar á Skólavörðustíg í miðbæ Reykjavíkur.visir/Anton brinkÖllu enn ósvarað Vísir, sem og fréttastofur annarra miðla, hefur ítrekað reynt að ná tali af Ragnari bæði í gegnum síma og tölvupóst vegna skilaboða sem beint var til hótelgesta þar sem þeir voru varaðir við því að drekka kranavatn á hótelinu. Var þeim í sömu andrá bent á að kaupa átappað vatn á hótelinu.Sjá einnig:Blaðamaður gisti á Hótel Adam Engin svör hafa fengist við því af hverju þessum skilaboðum var beint til ferðamannanna né hvar og hver tappaði vatni á flöskur sem seldar voru undir merkjum Adam Hótel. Þá er spurningum um tékkneskan bjór sem seldur er á hótelinu sem, samkvæmt upplýsingum fréttastofu, fæst hvergi annars staðar á Íslandi líka ósvarað.Morgunverðurinn á hótelinu kostar 1200 krónur.Vísir/KTDKannast ekki við spurningar Rúmur hálfur mánuður er síðan fréttastofa reyndi fyrst að ná tali af Ragnari vegna málsins. Þann 7. febrúar síðastliðinn náði fréttastofa sambandi við Ragnar í síma sem vildi ekki svara spurningum nema að fá þær í tölvupósti. Þeim tölvupósti var hins vegar aldrei svarað. Í samtali við fréttamann í dag kannaðist Ragnar þó ekki við að hafa fengið neinar spurningar.Sjá einnig:Sakaður um að greiða undir lágmarkslaunum „Ég hef ekki fengið neinar spurningar frá þér,“ sagði hann. Þá kannaðist hann heldur ekki við að hafa sjálfur beðið um að fá skriflegar spurningar í tölvupósti. „Ég hef ekki beðið um neinn tölvupóst.“Aðalinnstungan í herberginu sem blaðamaður gisti í.VísirVatnið í góðu lagi Málið hefur vakið mikla athygli og varð fréttaflutningur af því til þess að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur framkvæmdi athugun á vatninu. Niðurstaða þeirrar athugunar var sú að vatnið í krönunum á Adam Hótel var drykkjarhæft og ástæðulaust að vara við neyslu þess. Þá hefur sýslumaður innsiglað ellefu herbergi á hótelinu vegna þess að fleiri herbergi voru í útleigu en Hótel Adam hefur leyfi fyrir.Tilkynningarnar þar sem mælt var með því að fremur sé drukkið vatnið af plastflöskunum, sérmerktum, en fremur en vatni af krana.Neytendastofa með vatnsfullyrðingu til skoðunar Þórunn Anna Árnadóttir, sviðsstjóri neytendaréttarsviðs hjá Neytendastofu, segir að tilmæli til gesta um að neyta ekki vatns úr krönum heldur kaupa úr flöskum sé til skoðunar. „Við höfum engin svör fengið frá þeim. Við munum halda áfram gagnaöflun áður en við tökum ákvörðun,“ segir Þórunn Anna í samtali við Vísi. „Það sem við skoðum er hvort þetta séu rangar og villandi fullyrðingar til að reyna að fá neytandann til að kaupa vöru sem hann hefur ekki þörf á.“ Hún segir upplýsingar sem fram hafi komið frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur varðandi gæði vatnsins styðja að ekki sé um réttmæta fullyrðingu að ræða.Það blæs um bræðurna Ragnar og Hafþór. Annar er forsvarsmaður Hótel Adam og hinn Íslenskrar dreifingar sem sakað er um að dreifa löngu útrunnu nammi sem austfirsk börn hámuðu í sig á Öskudag. Hvorugur bróðirinn hefur viljað tjá sig að ráði.Bræður standa í ströngu Fljótlega eftir að fréttaflutningur af aðstæðum á Hótel Adam hófst kom upp sérkennilegt atvik á Austfjörðum. Þar fengu krakkar á Seyðisfirði sælgæti á öskudaginn á bæjarskrifstofunni. Í ljós kom að sælgætið var frá árinu 2007. Sælgætisinnflytjandinn Íslensk dreifing reyndist bera ábyrgð á sendingu sælgætisins austur en í forsvari fyrir fyrirtækið er Hafþór Guðmundsson, bróðir Ragnars. Hafþór brást illa við fyrirspurn Vísis um hvernig á því stæði að svo gamalt sælgæti kæmist í umferð. Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Heimsókn á Hótel Adam: „Ég drekk úr krananum“ Símaskrá frá 2012, latexhanski á reykskynjara, ólystugur morgunverður og kalt kaffi koma við sögu í heimsókn blaðamanns Vísis í gær. 10. febrúar 2016 15:30 Óhætt að drekka kranavatnið á Hótel Adam samkvæmt matvælaeftirlitinu Bráðabirgðaniðurstöður benda einnig til að vatnið sem hótelið selur á flösku sé óhætt til neyslu. 12. febrúar 2016 14:49 Bræðurnir Ragnar og Hafþór standa í ströngu Meðan Ragnar á í vök að verjast með AdaM hótel er Hafþór sakaður um að dreifa löngu útrunnu nammi sem börn á Seyðisfirði hámuðu í sig á Öskudag. 15. febrúar 2016 16:21 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
„Ég hef ekkert við þig að segja,“ var það eina sem hóteleigandinn Ragnar Guðmundsson, hjá Hóteli Adam, sagði þegar reynt var að fá svör við ósvöruðum spurningum um starfsemi hótelsins. „Það er ekkert af mér að frétta.“ Neytendastofa hefur sömuleiðis engin svör fengið frá Ragnari vegna tilmæla um að betra væri fyrir gesti að kaupa átappað vatn hótelsins en að drekka vatn úr krönunum.Hótel Adam er merkt sem þriggja stjörnu hótel. Það er staðsett við hlið Krambúðarinnar á Skólavörðustíg í miðbæ Reykjavíkur.visir/Anton brinkÖllu enn ósvarað Vísir, sem og fréttastofur annarra miðla, hefur ítrekað reynt að ná tali af Ragnari bæði í gegnum síma og tölvupóst vegna skilaboða sem beint var til hótelgesta þar sem þeir voru varaðir við því að drekka kranavatn á hótelinu. Var þeim í sömu andrá bent á að kaupa átappað vatn á hótelinu.Sjá einnig:Blaðamaður gisti á Hótel Adam Engin svör hafa fengist við því af hverju þessum skilaboðum var beint til ferðamannanna né hvar og hver tappaði vatni á flöskur sem seldar voru undir merkjum Adam Hótel. Þá er spurningum um tékkneskan bjór sem seldur er á hótelinu sem, samkvæmt upplýsingum fréttastofu, fæst hvergi annars staðar á Íslandi líka ósvarað.Morgunverðurinn á hótelinu kostar 1200 krónur.Vísir/KTDKannast ekki við spurningar Rúmur hálfur mánuður er síðan fréttastofa reyndi fyrst að ná tali af Ragnari vegna málsins. Þann 7. febrúar síðastliðinn náði fréttastofa sambandi við Ragnar í síma sem vildi ekki svara spurningum nema að fá þær í tölvupósti. Þeim tölvupósti var hins vegar aldrei svarað. Í samtali við fréttamann í dag kannaðist Ragnar þó ekki við að hafa fengið neinar spurningar.Sjá einnig:Sakaður um að greiða undir lágmarkslaunum „Ég hef ekki fengið neinar spurningar frá þér,“ sagði hann. Þá kannaðist hann heldur ekki við að hafa sjálfur beðið um að fá skriflegar spurningar í tölvupósti. „Ég hef ekki beðið um neinn tölvupóst.“Aðalinnstungan í herberginu sem blaðamaður gisti í.VísirVatnið í góðu lagi Málið hefur vakið mikla athygli og varð fréttaflutningur af því til þess að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur framkvæmdi athugun á vatninu. Niðurstaða þeirrar athugunar var sú að vatnið í krönunum á Adam Hótel var drykkjarhæft og ástæðulaust að vara við neyslu þess. Þá hefur sýslumaður innsiglað ellefu herbergi á hótelinu vegna þess að fleiri herbergi voru í útleigu en Hótel Adam hefur leyfi fyrir.Tilkynningarnar þar sem mælt var með því að fremur sé drukkið vatnið af plastflöskunum, sérmerktum, en fremur en vatni af krana.Neytendastofa með vatnsfullyrðingu til skoðunar Þórunn Anna Árnadóttir, sviðsstjóri neytendaréttarsviðs hjá Neytendastofu, segir að tilmæli til gesta um að neyta ekki vatns úr krönum heldur kaupa úr flöskum sé til skoðunar. „Við höfum engin svör fengið frá þeim. Við munum halda áfram gagnaöflun áður en við tökum ákvörðun,“ segir Þórunn Anna í samtali við Vísi. „Það sem við skoðum er hvort þetta séu rangar og villandi fullyrðingar til að reyna að fá neytandann til að kaupa vöru sem hann hefur ekki þörf á.“ Hún segir upplýsingar sem fram hafi komið frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur varðandi gæði vatnsins styðja að ekki sé um réttmæta fullyrðingu að ræða.Það blæs um bræðurna Ragnar og Hafþór. Annar er forsvarsmaður Hótel Adam og hinn Íslenskrar dreifingar sem sakað er um að dreifa löngu útrunnu nammi sem austfirsk börn hámuðu í sig á Öskudag. Hvorugur bróðirinn hefur viljað tjá sig að ráði.Bræður standa í ströngu Fljótlega eftir að fréttaflutningur af aðstæðum á Hótel Adam hófst kom upp sérkennilegt atvik á Austfjörðum. Þar fengu krakkar á Seyðisfirði sælgæti á öskudaginn á bæjarskrifstofunni. Í ljós kom að sælgætið var frá árinu 2007. Sælgætisinnflytjandinn Íslensk dreifing reyndist bera ábyrgð á sendingu sælgætisins austur en í forsvari fyrir fyrirtækið er Hafþór Guðmundsson, bróðir Ragnars. Hafþór brást illa við fyrirspurn Vísis um hvernig á því stæði að svo gamalt sælgæti kæmist í umferð.
Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Heimsókn á Hótel Adam: „Ég drekk úr krananum“ Símaskrá frá 2012, latexhanski á reykskynjara, ólystugur morgunverður og kalt kaffi koma við sögu í heimsókn blaðamanns Vísis í gær. 10. febrúar 2016 15:30 Óhætt að drekka kranavatnið á Hótel Adam samkvæmt matvælaeftirlitinu Bráðabirgðaniðurstöður benda einnig til að vatnið sem hótelið selur á flösku sé óhætt til neyslu. 12. febrúar 2016 14:49 Bræðurnir Ragnar og Hafþór standa í ströngu Meðan Ragnar á í vök að verjast með AdaM hótel er Hafþór sakaður um að dreifa löngu útrunnu nammi sem börn á Seyðisfirði hámuðu í sig á Öskudag. 15. febrúar 2016 16:21 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Heimsókn á Hótel Adam: „Ég drekk úr krananum“ Símaskrá frá 2012, latexhanski á reykskynjara, ólystugur morgunverður og kalt kaffi koma við sögu í heimsókn blaðamanns Vísis í gær. 10. febrúar 2016 15:30
Óhætt að drekka kranavatnið á Hótel Adam samkvæmt matvælaeftirlitinu Bráðabirgðaniðurstöður benda einnig til að vatnið sem hótelið selur á flösku sé óhætt til neyslu. 12. febrúar 2016 14:49
Bræðurnir Ragnar og Hafþór standa í ströngu Meðan Ragnar á í vök að verjast með AdaM hótel er Hafþór sakaður um að dreifa löngu útrunnu nammi sem börn á Seyðisfirði hámuðu í sig á Öskudag. 15. febrúar 2016 16:21