Audi efst í áreiðanleikakönnun Consumer Reports Finnur Thorlacius skrifar 24. febrúar 2016 09:52 Audi A6 Allroad. Consumer Reports í Bandaríkjunum hefur birt niðurstöður áreiðanleikakönnunar og framístöðu bíla allra bílaframleiðenda. Efst á lista þetta árið var Audi, Subaru í öðru sæti og Lexus í því þriðja. Audi fékk skorið 80 af 100 mögulegum, Subaru 78 og Lexus 76. Í næstu sætum komu svo Porsche (76), BMW (76), Mazda (74), Buick (74), Toyota (72) og Kia (72). Athygli vekur að Subaru og Mazda skuli skora svo hátt og skjótast framúr flestum lúxusbílaframleiðendum. Það á reyndar einnig við um Toyota og Kia, en merki eins og Volvo (12. sæti), Mercedes Benz (14. sæti), Infinity (22. sæti), Cadillac (24. sæti) og Land Rover (27. sæti) eru talsvert neðar. Neðst á listanum eru svo Mitsubishi og Jeep. Síðustu 3 ár hefur Lexus verið á toppi listans hjá Consumer Reports, en er nú í 3. sæti. Þessi viðurkenning fyrir Audi kemur á góðum tíma þar sem fyrirtækið blandast dísilvélahneyksli móðurfyrirtækisins Volkswagen og sumir bílar Audi reyndust einnig vera með svindlhugbúnaðinn. Það vekur einnig athygli að aðeins eitt bílamerki frá Bandaríkjunum skuli ná á topp 10 á listanum, Buick varð í 7. sæti, en það tilheyrir General Motors. Ford getur þó huggað sér við það að hafa risið úr 24. sæti í fyrra í það 16. nú. Mercedes Benz hækkaði líka mikið, eða úr 21. sæti í það 14. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent
Consumer Reports í Bandaríkjunum hefur birt niðurstöður áreiðanleikakönnunar og framístöðu bíla allra bílaframleiðenda. Efst á lista þetta árið var Audi, Subaru í öðru sæti og Lexus í því þriðja. Audi fékk skorið 80 af 100 mögulegum, Subaru 78 og Lexus 76. Í næstu sætum komu svo Porsche (76), BMW (76), Mazda (74), Buick (74), Toyota (72) og Kia (72). Athygli vekur að Subaru og Mazda skuli skora svo hátt og skjótast framúr flestum lúxusbílaframleiðendum. Það á reyndar einnig við um Toyota og Kia, en merki eins og Volvo (12. sæti), Mercedes Benz (14. sæti), Infinity (22. sæti), Cadillac (24. sæti) og Land Rover (27. sæti) eru talsvert neðar. Neðst á listanum eru svo Mitsubishi og Jeep. Síðustu 3 ár hefur Lexus verið á toppi listans hjá Consumer Reports, en er nú í 3. sæti. Þessi viðurkenning fyrir Audi kemur á góðum tíma þar sem fyrirtækið blandast dísilvélahneyksli móðurfyrirtækisins Volkswagen og sumir bílar Audi reyndust einnig vera með svindlhugbúnaðinn. Það vekur einnig athygli að aðeins eitt bílamerki frá Bandaríkjunum skuli ná á topp 10 á listanum, Buick varð í 7. sæti, en það tilheyrir General Motors. Ford getur þó huggað sér við það að hafa risið úr 24. sæti í fyrra í það 16. nú. Mercedes Benz hækkaði líka mikið, eða úr 21. sæti í það 14.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent