Stefnt að vopnahléi á laugardag Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. febrúar 2016 07:00 Íbúi Damaskusborgar gengur fram hjá veggspjaldi með mynd af Bashar al Assad Sýrlandsforseta. Nordicphotos/AFP Stefnt er að því að vopnahlé hefjist í Sýrlandi á laugardaginn kemur. Bæði uppreisnarmenn og stjórnarherinn í Sýrlandi hafa fallist á þetta. Átökin við Íslamska ríkið, DAISH-samtökin svonefndu, halda þó áfram enda hefur ekki verið reynt að semja við þau um vopnahlé. Sama gildir um Jabhat al Nusra og fleiri hópa, sem Sameinuðu þjóðirnar flokka sem hryðjuverkasamtök. Rússar og Bandaríkjamenn hafa ákveðið að hafa eftirlit með þessu vopnahléi og sjá til þess að það haldi. Þetta kom fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá þeim á mánudag. Sama dag skýrði Bashar al Assad, forseti Sýrlands, frá því að þingkosningar verði haldnar 13. apríl, innan tæpra tveggja mánaða. Af yfirlýsingu Assads verður þó ekki ráðið, að með þessu sé hann að bregðast við yfirlýsingum um vopnahlé, því reglubundið fjögurra ára kjörtímabil þingsins rennur hvort eð er út nú í vor. Síðast var kosið til þings í Sýrlandi í maí árið 2012. Víða eru miklar efasemdir um að vopnahlé verði að veruleika í Sýrlandi, eftir linnulaus átök árum saman. Það vekur hins vegar nokkrar vonir að Vladimír Pútín skuli leggja áherslu á að vopnahlé verði að veruleika. Þannig hafði hann frumkvæði að símtali við Barack Obama Bandaríkjaforseta á þriðjudaginn, þar sem þeir ræddu framkvæmdaratriði í tengslum við vopnahléið. Pútín er að mörgu leyti í lykilstöðu til þess að hafa áhrif á þróun mála í Sýrlandi. Að minnsta kosti getur hann líklega fremur en nokkur annar beitt þrýstingi á Bashar al Assad Sýrlandsforseta. Assad ætti erfitt með að neita, kjósi Pútín að beita hann þrýstingi. „Ég er sannfærður um að þær sameiginlegu aðgerðir sem samið hefur verið um við Bandaríkin muni duga til þess að umsnúa með róttækum hætti neyðarástandinu sem ríkt hefur í Sýrlandi,“ sagði Pútín í gær. Í framhaldinu verði brýnast að koma af stað friðarviðræðum í Genf undir stjórn Sameinuðu þjóðanna. Stríðsátök hafa nú geisað í Sýrlandi í nærri fimm ár og kostað meira en 250 þúsund manns lífið. Meira en níu milljónir manna hafa hrakist að heiman, þar af eru meira en þrjár milljónir á flótta utan landsteinanna. Um 300 þúsund sýrlenskir flóttamenn eru komnir til Evrópu, og eru þeir nærri þriðjungur allra þeirra flóttamanna sem komu til Evrópu á síðasta ári. Nærri tvær milljónir sýrlenskra flóttamanna eru síðan í Tyrklandi, rúmlega ein milljón í Líbanon og meira en 600 þúsund í Jórdaníu. Mið-Austurlönd Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Ráðherra braut ekki lög Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Fleiri fréttir Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Sjá meira
Stefnt er að því að vopnahlé hefjist í Sýrlandi á laugardaginn kemur. Bæði uppreisnarmenn og stjórnarherinn í Sýrlandi hafa fallist á þetta. Átökin við Íslamska ríkið, DAISH-samtökin svonefndu, halda þó áfram enda hefur ekki verið reynt að semja við þau um vopnahlé. Sama gildir um Jabhat al Nusra og fleiri hópa, sem Sameinuðu þjóðirnar flokka sem hryðjuverkasamtök. Rússar og Bandaríkjamenn hafa ákveðið að hafa eftirlit með þessu vopnahléi og sjá til þess að það haldi. Þetta kom fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá þeim á mánudag. Sama dag skýrði Bashar al Assad, forseti Sýrlands, frá því að þingkosningar verði haldnar 13. apríl, innan tæpra tveggja mánaða. Af yfirlýsingu Assads verður þó ekki ráðið, að með þessu sé hann að bregðast við yfirlýsingum um vopnahlé, því reglubundið fjögurra ára kjörtímabil þingsins rennur hvort eð er út nú í vor. Síðast var kosið til þings í Sýrlandi í maí árið 2012. Víða eru miklar efasemdir um að vopnahlé verði að veruleika í Sýrlandi, eftir linnulaus átök árum saman. Það vekur hins vegar nokkrar vonir að Vladimír Pútín skuli leggja áherslu á að vopnahlé verði að veruleika. Þannig hafði hann frumkvæði að símtali við Barack Obama Bandaríkjaforseta á þriðjudaginn, þar sem þeir ræddu framkvæmdaratriði í tengslum við vopnahléið. Pútín er að mörgu leyti í lykilstöðu til þess að hafa áhrif á þróun mála í Sýrlandi. Að minnsta kosti getur hann líklega fremur en nokkur annar beitt þrýstingi á Bashar al Assad Sýrlandsforseta. Assad ætti erfitt með að neita, kjósi Pútín að beita hann þrýstingi. „Ég er sannfærður um að þær sameiginlegu aðgerðir sem samið hefur verið um við Bandaríkin muni duga til þess að umsnúa með róttækum hætti neyðarástandinu sem ríkt hefur í Sýrlandi,“ sagði Pútín í gær. Í framhaldinu verði brýnast að koma af stað friðarviðræðum í Genf undir stjórn Sameinuðu þjóðanna. Stríðsátök hafa nú geisað í Sýrlandi í nærri fimm ár og kostað meira en 250 þúsund manns lífið. Meira en níu milljónir manna hafa hrakist að heiman, þar af eru meira en þrjár milljónir á flótta utan landsteinanna. Um 300 þúsund sýrlenskir flóttamenn eru komnir til Evrópu, og eru þeir nærri þriðjungur allra þeirra flóttamanna sem komu til Evrópu á síðasta ári. Nærri tvær milljónir sýrlenskra flóttamanna eru síðan í Tyrklandi, rúmlega ein milljón í Líbanon og meira en 600 þúsund í Jórdaníu.
Mið-Austurlönd Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Ráðherra braut ekki lög Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Fleiri fréttir Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Sjá meira