Álverið hefur nú þegar skaðast af aðgerðum Heimir Már Pétursson skrifar 23. febrúar 2016 14:06 Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi áversins í Straumsvík, segir að komi útflutningsbann á fyrirtækið til framkvæmda muni það hafa gríðarlega alvarleg áhrif á fyrirtækið. Aðgerðir verkalýðsfélaganna hafi nú þegar valdið fyrirtækinu miklu tjóni. Ólafur Teitur segir stjórnendur fyrirtækisins vona að félagsdómur dæmi boðað útflutningsbann ólöglegt. En ef af því verði hafi það mikil áhrif á hagsmuni fyrirtækisins. „Það er grafalvarlegt fyrir okkar fyrirtæki eins og öll önnur að geta ekki selt framleiðsluna og sjá kannski ekki fram á að geta það í ótiltekinn tíma,“ segir Ólafur Teitur.Sjá einnig:Aldrei kynnst annarri eins hörku og í álversdeilunni nú Álverið framleiðir rúm tvö hundruð þúsund tonn af áli ári og flytur því út um 4.000 tonn á viku. Ólafur Teitur segir vonbrigði að ekki skuli hafa náðst að semja við verkalýðsfélögin. „Eftir að við höfðum boðið á þrettándanum að okkar mati mjög ríflegar launahækkanir ofan á laun sem fyrir eru mjög samkeppnishæf í landinu. Því var hafnað því verkalýðsfélögin hafa ekki ljáð máls á því að við fáum að szitja við sama borð og öll önur fyrirtæki varðandi útvistun verkefna,“ segir Ólafur Teitur. En þar stendur hnífurinn einmitt í kúnni og deilan virðist vera kominn í algeran hnút. Ólafur Teitur segir gildandi hömlur á verktöku hafa verið í gildi í bráðum hálfa öld en frá því þær hafi verið settar hafi starfsumhverfi fyrirtækisins breyst mikið. „Við til dæmis njótum ekki lengur neinna sérkjara varðandi skatta eins og við gerum áður. Eftir því sem við færumst nær almennu íslensku viðskiptaumhverfi hvað varðar t.d. skatta og gjöld finnst okkur að þróunin eigi að vera á svipaðan hátt hvað varðar vinnumarkaðsleg mál. Að við fáum að njóta sama umhverfis og önnur fyrirtæki njóta. Sem við fáum ekki í dag,“ segir Ólafur Teitur. Áður boðaðar vinnustöðvanir og boðun útflutningsbannsins nú hafi þegar haft skaðleg áhrif á fyrirtækið. „Þetta hefur auðvitað strax þau áhrif að viðskiptavinir okkar eru mjög uggandi um hvort þeir fái frá okkur málm eða ekki. Við erum ekki að framleiða inn í einhverja heimsmarkaðs púllíu heldur beit upp í pantanir tiltekinna viðskiptavina sem eru í sambandi við okkur og biðja okkur að framleiða ákveðna vöru og afhenda hana á ákveðnum degi. Þannig að þeir eru nú þegar uggandi um hovort þeir geti fengið sínar pantanir uppfylltar eða ekki. Við töpuðum tugum þúsunda tonna af pöntunum á síðasta ári þegar vofði yfir verkfall hér. Þannig að þetta hefur þegar valdið okkur miklu tjóni og heldur áfram að gera það þessi óvissa,“ segir Ólafur Teitur Guðnason. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Álversdeilan: „Fyrirtækinu er meinað að búa við íslenskan veruleika“ Forsvarsmenn ISAL segja kjaradeiluna hafa valdið álverinu töluverðu tjóni og stofnað sölusamningum fyrirtækisins í tvísýnu. 7. janúar 2016 16:07 Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast ætla að grípa til aðgerða nái fyrirskipun forstjórans um launafrystingu fram að ganga. 4. febrúar 2016 11:35 Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku Talsmaður starfsanna í álverinu í Straumsvík segir fyrirtækið vera í einkennilegum skollaleik. Ef útflutningsbann verði dæmt ólöglegt verði boðað til nýrra aðgerða. 23. febrúar 2016 14:02 Álversdeilan: Starfsmenn hyggjast grípa til aðgerða Yfirvinnu- og útflutningsbann kemur til greina, sem og allsherjarverkfall. 9. febrúar 2016 12:17 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi áversins í Straumsvík, segir að komi útflutningsbann á fyrirtækið til framkvæmda muni það hafa gríðarlega alvarleg áhrif á fyrirtækið. Aðgerðir verkalýðsfélaganna hafi nú þegar valdið fyrirtækinu miklu tjóni. Ólafur Teitur segir stjórnendur fyrirtækisins vona að félagsdómur dæmi boðað útflutningsbann ólöglegt. En ef af því verði hafi það mikil áhrif á hagsmuni fyrirtækisins. „Það er grafalvarlegt fyrir okkar fyrirtæki eins og öll önnur að geta ekki selt framleiðsluna og sjá kannski ekki fram á að geta það í ótiltekinn tíma,“ segir Ólafur Teitur.Sjá einnig:Aldrei kynnst annarri eins hörku og í álversdeilunni nú Álverið framleiðir rúm tvö hundruð þúsund tonn af áli ári og flytur því út um 4.000 tonn á viku. Ólafur Teitur segir vonbrigði að ekki skuli hafa náðst að semja við verkalýðsfélögin. „Eftir að við höfðum boðið á þrettándanum að okkar mati mjög ríflegar launahækkanir ofan á laun sem fyrir eru mjög samkeppnishæf í landinu. Því var hafnað því verkalýðsfélögin hafa ekki ljáð máls á því að við fáum að szitja við sama borð og öll önur fyrirtæki varðandi útvistun verkefna,“ segir Ólafur Teitur. En þar stendur hnífurinn einmitt í kúnni og deilan virðist vera kominn í algeran hnút. Ólafur Teitur segir gildandi hömlur á verktöku hafa verið í gildi í bráðum hálfa öld en frá því þær hafi verið settar hafi starfsumhverfi fyrirtækisins breyst mikið. „Við til dæmis njótum ekki lengur neinna sérkjara varðandi skatta eins og við gerum áður. Eftir því sem við færumst nær almennu íslensku viðskiptaumhverfi hvað varðar t.d. skatta og gjöld finnst okkur að þróunin eigi að vera á svipaðan hátt hvað varðar vinnumarkaðsleg mál. Að við fáum að njóta sama umhverfis og önnur fyrirtæki njóta. Sem við fáum ekki í dag,“ segir Ólafur Teitur. Áður boðaðar vinnustöðvanir og boðun útflutningsbannsins nú hafi þegar haft skaðleg áhrif á fyrirtækið. „Þetta hefur auðvitað strax þau áhrif að viðskiptavinir okkar eru mjög uggandi um hvort þeir fái frá okkur málm eða ekki. Við erum ekki að framleiða inn í einhverja heimsmarkaðs púllíu heldur beit upp í pantanir tiltekinna viðskiptavina sem eru í sambandi við okkur og biðja okkur að framleiða ákveðna vöru og afhenda hana á ákveðnum degi. Þannig að þeir eru nú þegar uggandi um hovort þeir geti fengið sínar pantanir uppfylltar eða ekki. Við töpuðum tugum þúsunda tonna af pöntunum á síðasta ári þegar vofði yfir verkfall hér. Þannig að þetta hefur þegar valdið okkur miklu tjóni og heldur áfram að gera það þessi óvissa,“ segir Ólafur Teitur Guðnason.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Álversdeilan: „Fyrirtækinu er meinað að búa við íslenskan veruleika“ Forsvarsmenn ISAL segja kjaradeiluna hafa valdið álverinu töluverðu tjóni og stofnað sölusamningum fyrirtækisins í tvísýnu. 7. janúar 2016 16:07 Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast ætla að grípa til aðgerða nái fyrirskipun forstjórans um launafrystingu fram að ganga. 4. febrúar 2016 11:35 Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku Talsmaður starfsanna í álverinu í Straumsvík segir fyrirtækið vera í einkennilegum skollaleik. Ef útflutningsbann verði dæmt ólöglegt verði boðað til nýrra aðgerða. 23. febrúar 2016 14:02 Álversdeilan: Starfsmenn hyggjast grípa til aðgerða Yfirvinnu- og útflutningsbann kemur til greina, sem og allsherjarverkfall. 9. febrúar 2016 12:17 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Álversdeilan: „Fyrirtækinu er meinað að búa við íslenskan veruleika“ Forsvarsmenn ISAL segja kjaradeiluna hafa valdið álverinu töluverðu tjóni og stofnað sölusamningum fyrirtækisins í tvísýnu. 7. janúar 2016 16:07
Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast ætla að grípa til aðgerða nái fyrirskipun forstjórans um launafrystingu fram að ganga. 4. febrúar 2016 11:35
Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku Talsmaður starfsanna í álverinu í Straumsvík segir fyrirtækið vera í einkennilegum skollaleik. Ef útflutningsbann verði dæmt ólöglegt verði boðað til nýrra aðgerða. 23. febrúar 2016 14:02
Álversdeilan: Starfsmenn hyggjast grípa til aðgerða Yfirvinnu- og útflutningsbann kemur til greina, sem og allsherjarverkfall. 9. febrúar 2016 12:17