Stærir sig af að hafa beygt Evrópusambandið Guðsteinn Bjarnason skrifar 23. febrúar 2016 07:00 David Cameron gerði óspart grín að Boris Johnson, borgarstjóra í London, fyrir að vilja hafna aðild í von um að ná fram enn betri samningum. Nordicphotos/AFP David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hvetur Breta til þess að kjósa áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu. Þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á aðildarsamningnum verður haldin í Bretlandi 23. júní næstkomandi. Cameron hélt þrumuræðu á breska þinginu í gær þar sem hann stærði sig af því að hafa fengið Evrópusambandið til að fallast á allar helstu kröfur sínar. Hann hefði náð því fram að Bretland hafi skýra sérstöðu innan Evrópusambandsins. Hagsmunir Breta gagnvart evrusvæðinu hefðu verið tryggðir og Bretar yrðu til frambúðar undanþegnir öllum kröfum af hálfu ESB um „æ nánara samband“, sem fælu í sér aukin yfirráð Brussel-stjórnarinnar yfir málefnum Bretlands. Jafnframt skaut Cameron föstum skotum að flokksbróður sínum, Boris Johnson, sem bæði er þingmaður og borgarstjóri í London. Boris vill að Bretar hafni samningnum, sem Cameron hefur gert við Evrópusambandið, í von um að hægt verði að ná fram betri samningi. „Við ættum að hafa það á hreinu að þetta verður endanleg ákvörðun,“ sagði Cameron. Það væri ekkert hægt að kjósa gegn aðild í von um að samið yrði upp á nýtt og þá efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu á ný. „Ég hef því miður þekkt nokkur hjón sem hafa byrjað á skilnaðarferli,“ hélt Cameron áfram, og vísaði þar augljóslega til Johnsons. „En ég þekki engin sem hafa byrjað á skilnaðarferli í þeim tilgangi að endurnýja hjúskaparheit sín.“ Cameron sagðist sannfærður um að Bretlandi væri betur borgið innan Evrópusambandsins en utan. Mikil óvissa myndi fylgja því að segja skilið við Evrópusambandið. Það væri ekkert annað en „stökk út í myrkrið“. Með samningnum við Bretland hafi Evrópusambandið því í raun staðfest „tveggja hraða“ fyrirkomulag, þannig að sum ríki Evrópusambandsins geti tekið þátt í öllu sem tilheyrir hinu „æ nánara sambandi“, en önnur geti staðið utan við evrusamstarfið og fleiri þætti án þess þó að missa áhrif sín innan sambandsins. Þetta þýði að Bretland geti nú notið hins „besta úr báðum heimum“, bæði verið innan Evrópusambandsins, og þar með í „bílstjórasætinu“, en um leið undanskilið samstarfi á þeim sviðum, sem henta ekki Bretlandi. ESB-málið Tengdar fréttir Boris vill að Bretar yfirgefi ESB Boris Johnson borgarstjóri Lundúna hefur lýst því yfir að hann hyggist berjast fyrir því að Bretar yfirgefi Evrópusambandið í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um málið sem fram fer í sumar. 22. febrúar 2016 07:39 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hvetur Breta til þess að kjósa áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu. Þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á aðildarsamningnum verður haldin í Bretlandi 23. júní næstkomandi. Cameron hélt þrumuræðu á breska þinginu í gær þar sem hann stærði sig af því að hafa fengið Evrópusambandið til að fallast á allar helstu kröfur sínar. Hann hefði náð því fram að Bretland hafi skýra sérstöðu innan Evrópusambandsins. Hagsmunir Breta gagnvart evrusvæðinu hefðu verið tryggðir og Bretar yrðu til frambúðar undanþegnir öllum kröfum af hálfu ESB um „æ nánara samband“, sem fælu í sér aukin yfirráð Brussel-stjórnarinnar yfir málefnum Bretlands. Jafnframt skaut Cameron föstum skotum að flokksbróður sínum, Boris Johnson, sem bæði er þingmaður og borgarstjóri í London. Boris vill að Bretar hafni samningnum, sem Cameron hefur gert við Evrópusambandið, í von um að hægt verði að ná fram betri samningi. „Við ættum að hafa það á hreinu að þetta verður endanleg ákvörðun,“ sagði Cameron. Það væri ekkert hægt að kjósa gegn aðild í von um að samið yrði upp á nýtt og þá efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu á ný. „Ég hef því miður þekkt nokkur hjón sem hafa byrjað á skilnaðarferli,“ hélt Cameron áfram, og vísaði þar augljóslega til Johnsons. „En ég þekki engin sem hafa byrjað á skilnaðarferli í þeim tilgangi að endurnýja hjúskaparheit sín.“ Cameron sagðist sannfærður um að Bretlandi væri betur borgið innan Evrópusambandsins en utan. Mikil óvissa myndi fylgja því að segja skilið við Evrópusambandið. Það væri ekkert annað en „stökk út í myrkrið“. Með samningnum við Bretland hafi Evrópusambandið því í raun staðfest „tveggja hraða“ fyrirkomulag, þannig að sum ríki Evrópusambandsins geti tekið þátt í öllu sem tilheyrir hinu „æ nánara sambandi“, en önnur geti staðið utan við evrusamstarfið og fleiri þætti án þess þó að missa áhrif sín innan sambandsins. Þetta þýði að Bretland geti nú notið hins „besta úr báðum heimum“, bæði verið innan Evrópusambandsins, og þar með í „bílstjórasætinu“, en um leið undanskilið samstarfi á þeim sviðum, sem henta ekki Bretlandi.
ESB-málið Tengdar fréttir Boris vill að Bretar yfirgefi ESB Boris Johnson borgarstjóri Lundúna hefur lýst því yfir að hann hyggist berjast fyrir því að Bretar yfirgefi Evrópusambandið í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um málið sem fram fer í sumar. 22. febrúar 2016 07:39 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Boris vill að Bretar yfirgefi ESB Boris Johnson borgarstjóri Lundúna hefur lýst því yfir að hann hyggist berjast fyrir því að Bretar yfirgefi Evrópusambandið í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um málið sem fram fer í sumar. 22. febrúar 2016 07:39