Donald Cerrone byrjaði feril sinn í veltivigt UFC með stæl í nótt.
Þá mætti hann Alex Oliveira og kláraði hann í fyrstu lotu. Cerrone er frægur fyrir spörkin sín og högg en hann kláraði Oliveira með uppgjafartaki. Minnti á að hann er líka sterkur í gólfinu.
Báðir bardagamenn kalla sig kúreka en það gekk bara annar þeirra stoltur úr búrinu með kúrekahattinn í gær.
Cerrone er sannkallaður iðnaðarmaður í UFC og keppir nánast í hverjum mánuði. Hann tapaði síðast fyrir heimsmeistaranum í léttvigt, Rafael dos Anjos, í fyrstu lotu og ákvað því að byrja upp í nýtt í veltivigtinni sem er sami þyngdarflokkur og Gunnar Nelson er í.
Óvissa er þó um hvort Cerrone ætli að halda áfram að berjast í veltivigtinni en byrjunin þar lofar þó góðu.
Cerrone vann uppgjör kúrekanna
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum
Enski boltinn


Newcastle loks að fá leikmann
Enski boltinn


Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum
Íslenski boltinn



Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok
Enski boltinn

Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum
Íslenski boltinn

Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho
Enski boltinn