Hinn franski Yann Antonio steig á stokk í Ísland Got Talent-þætti kvöldsins og dansaði sig áfram í næstu umferð.
Yann er tvítugur Frakki en býr þessa stundina í Los Angeles þar sem hann leggur stund á dansnám. Að sögn Yann eru allir í fjölskyldunni hans miklir dansarar. Þannig er til að mynda bróðir hans, sem sannfærði Yann um að fara til Los Angeles, atvinnudansari sem hefur dansað fyrir stjörnur á borð við söngkonuna Madonnu.
Það er greinilegt að dansinn er í ættinni því að Yann gerði sér lítið fyrir og dansaði sér inn fjögur „Oui" frá dómnefndinni sem jós hann lofi fyrir frammistöðuna.
„Þú fórst með keppnina á annað stig,“ sagði til að mynda Ágústa Eva Erlendsdóttir. Dr. Gunni sagði að sama skapi að þetta hafi verið besta dansatriðið í keppninni - hingað til í það minnsta.
Dans Yann má sjá hér að ofan.

