Hafdís Sigurðardóttir heldur áfram að bæta í gullskápinn á Meistaramóti Ísland í frjálsum íþróttum innanhúss, en keppnin fer fram í Laugardalshöllinni um helgina.
Fyrr í dag vann Hafdís til gullverðlauna í 60 metra hlaupi kvenna, en hún stökk 6,34 metra í langstökki nú fyrir skömmu og stökk tæpan metra lengra en Vilborg María Loftsdóttir sem varð í öðru sæti.
Breiðablik eignaðist Íslandsmeistara í kúluvarpi en þar kastaði Irma Gunnarsdóttir lengst eða 12,78 metra. Thelma Lind Kristjánsdóttir kom næst með 12,63 metra.
Í hástökki var Þórdís Eva Steinsdóttir, hin unga og efnilega stúlka úr FH, hlutskörpust, en hún stökk 1,68 metra. María Rún Gunnlaugsdóttir og Helga Þóra Sigurjónsdóttir komu næstar.
Öruggt gull hjá Hafdísi í langstökkinu
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United
Enski boltinn

Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt
Íslenski boltinn


Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill
Íslenski boltinn


„Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“
Íslenski boltinn

„Nálguðumst leikinn vitlaust“
Fótbolti


KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur
Íslenski boltinn