Hafdís Sigurðardóttir, UFA, og Ari Bragi Kárason, FH, urðu hlutskörpust í 60 metra hlaupi innanhús, en Meistaramót Íslands innanh´sus fer fram um helgina í Laugardalshöll.
Hafdís hljóp á persónulegi meti, 7.55 sekúndum, en hún var ekki langt frá íslandsmetinu í greininni sem Hrafnhildur Eir Hermóðsdóttir á (7.50 sekúndur).
Hrafnhildur var einmitt helsti keppinautur Hafdísar, en hún kom mark á 7,72. Í karlaflokki var Ari Bragi Kárason, FH, fljótastur en hann hljóp á 6,97.
Næstur kom Kolbeinn Höður Gunnarsson, samherji hans úr FH á 7,02 sekúndum og í þriðja sæti Jóhann Björn Sigurbjörnsson rétt á eftir Kolbeini á 7,05 sekúndum.
Þorsteinn Ingvarsson stökk 13,76 metra í þrístökki karla og vann þrístökkið, en Andrea Kolbeinsdóttir var fyrst í mark í 1500 metra hlaupi kvenna. Hún hljóp á 4:59.66, en í karlaflokki var Bjarmar Örnuson, UFA, fljótastur. Hann hljóp á 4:10.47.
Í stangarstökki karla stökk Mark Johnson hæst, eða 4,72 metra. Næstur kom Tristan Freyr Jónsson sem stökk 4,62 metra og í þriðja sætinu Ingi Rúnar Kristinsson með stökk upp á 4,52 metra.
Hafdís fyrst í mark á persónulegu meti | Ari Bragi vann spennandi karlakeppni
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn

Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti
